Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1915, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.10.1915, Blaðsíða 4
74 HEIMILISBLAÐIÐ J»óðra foreldra, enga peninga til að vera góður og trúr þjónn góðra húsbænda, enga peninga til Jiess að vera hollur og ræktarsamur heimili sínu og öllu félagi, enga peninga til að vera hrein- skilinn og einlægur, grandvar í orði og verki og vélviljaður, enga peninga til að vera sann- orður og haldinorður, kurteis og prúður í fram- komu og framgöngu, enga peninga til að prýða uppbyggja og farsæla heimili sitt, með þrifnaði, hirðusemi og reglusemi, iðni og ástundun og atorku, og vinsamlegri og friðsamlegri umgengni og milligöngu, enga peninga til að vera góður nágranni og sveitungi, og vikja fremur í veg en úr vegi fyrir náunganum, enga peninga til að vera kjark- og karlmenni, og sína af sér hug og dug í baráttunni við náttúruna, harða og hryðjótta, og við lífið og heiminn, og seinast (jauðann. Til einskis af þessu þarf myntaða peninga. Og þó er þetta alt sannlega gott og mikils vert fyrir ísland - föðurlandið — og felst líka í stefnuskrá allra sannra ungmenna- félaga og enda alls annars góðs félagsskapar. Því að fyrst og efst á blaði eru heimilin í föður- landinu, þar næst hver einstök sveit og síðan stærri og stærri svæði og fleiri og fleiri landsins börn, sem eiga að njóta af starfsemi þeirra fé- laga. En þótt þetta kosti enga peninga, þá er það samt alt meira en peninga virði, því hver fær metið til peninga þrif og farsæld, blóma og sóma heimila og sveita landsins síns. Að vilja og reyna þetta, er þvi eitt hið göfugasta félags- málefni, og ef meir eða minna af því tekst, að framkvæmdum, þá er það eitt hið mesta og þarfasta stórvirki, sem hægt er að afreka, þar sem það er skilyrði og undirstaðan að heill og heiðri lands og líða — eða þótt það sé í kyr- þey unnið og litið beri í bili á slíku þrek- og listaverki út í frá. — En jafnvel töluverðar og mikilsverðar sýnilegar, ytri framkvæmdir má gera með litlum eða engum peningum, fram- kvæmdir, sem eftir á má meta til mikils pen- ingaverðs og til mikillar gleði og sóma. Það þarf ekki mikla peninga t. d. til þess að búa til ofurlítinn blóma eða jurtareit fyrir framan gluggann sinn heima, eða annarsstaðar, verja hann og hirða, til prýði og yndis á heimili sínu, eða þá dálítinn græðiblett i félagi einhversstaðar á hentugum stað í sveit sinni. Og meir að' segja, enn þá meiri verkleg og efnaleg stór- virki má vinna fyrir litla eða enga peninga, stórvirki og afreksverk, sem hreint og beint yrðu til þess að færa marga í skyrtuna, og auka efni, þægindi og sjálfstæði og frelsi, borgaralegt frelsi í landinu, smám saman. Ætla aðeins að nefna eitt dæmi: Nú eru víða margir og sum- staðar flestir bændur sveitanna orðnir einyrkjar og komast því ekki yfir helming þess sem þarfir og nauðsynjar heimilis og bús heimta. Verða þvi að láta margt og mikið ýmist illa gert eða ógert, sem heill heimilis og blómi bús velturá: Það vantar girðingu kringum tún eða engi eða matjurtagarð. Það er nóg grjót eða girðingar- efni annað, en það vantar hendur til að vinna þetta og bóndann vantar peninga til að kaupa með vanalegu verði hinnar vinnandi hendur, Sama er að segja, ef einhvern einyrkjan langar til að koma sér upp einhverju öðru til þæginda og hagsbóta, svo sem nátthaga, rífa, og reisa í betra lagi fallið eða óhæfilegt penings- eða íbúðarhús. Hann hefir ekki efni á að koma þessu í verk og verður þvi jafnt og þétt bæði efnaminni og beygðari bæði andlega og likam- lega. — Því að trúa mega þvi allir, og munu enda margir mega sanna, að fátæktin og getu- leysið er lamandi — já, drepandi. — Viðast og jafnvel alstaðar, er nú eitthvað eða margt af þessu, sem kallar að, en biður þó málþola. — Ekki mikla, og jafnvel enga peninga þyrfti nú til þess í félagi að bæta eitthvað úr þessu. T. d. á einu býli eða tveimur á ári mætti stór- virki vinna með félagsvinnu^ einum degi, að- eins liver með sina skóflu eða sitt verkfæri í hraustri og iðinni hönd, og matarbita til eins dags i mal sinum. Eitt hið mesta efnalega og afkomulega meinið viðast hvar, er félagsvinnuleysið. einkum síðan mannekla og dýrleiki verkafólks er orðinn svo mikill og almennur, sem nú er; og að berjast gegn slíku og verjast því, er sannlega verðugt og virðulegt viðfangsefni svo góðs félagsskapar, sem Ungmennafélaganna. Dettur mér nú í hug, að biðja UngmennaféL hér, að taka þetta að sér og reyna, hvort takast má. Á flestum heimilum ykkar þarf eitthvað

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.