Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1915, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.10.1915, Blaðsíða 5
HEIMILISBLAÐIÐ 75 þarfa og nauðsynja verka að gera, sem verður að vera ógjört, af því að fáar hendur vinna erfitt verk, en vantar margar vinnufélags-hend- ur til að vinna létt verk. — — Væri nú ekki reynandi, að reyna nú við fyrsta tækifæri á einhverju heiniila yðar, — t. d. fyrst þar sem þörf virtist vera mest á einhverri nytsemdar framkvæmd, nátt- hagagjörð, girðing o. s. frv. Þá ætti félaginn af því heimili, að segja til þarfarinnar, fá ákveð- inn dag og hafa alt tilbúið, útmælt og niður- raðað undir verkið; og svo kæmu hinir félag- arnir allir i hóp, helzt gangandi eða hlaupandi, hver með sitt verkfæri og sitt nesti, tækju strax til verka og lykju á einum degi þvi heilla verki fyrir heimilið, sem að öðrum kosti hefði aldrei uppkomist. En auðvitað getur og má þetta ekki ske nema með vilja og góðu samþykki feðra og mæðra og húsbænda hinna félags- bræðranna, sem þannig vildu hjálpa lieimili og hagsmunum eins félagsbróðursins. En eg tel alveg víst, að á slíkum vilja og slíku samþykki mundi ekki standa, trúi aldrei fyr en eg tek á, að foreldrar og húsbændur vildu ekki gefa góðu barni sinu og trúum þjón einn eða tvo daga á ári, á þægilegum tíma, til þess að vinna svo gott og fagurt verk, eiukum þegar litið er til þess, að einu ætti að koma á eftir öðrum, og gera með tímanum öllum sömu skil. Eg þekki hér, t. d. alla svo góðhjartaða og göfuglynda, að þeir mundu fremur gleðjast en gremjast við svo fagra og uppbyggilega ósk og viðleitni barna sinna og þjóna, og eg þekki og veit lika svo gott hjarta og göfuga sál í ykkur öllum, ungu vinir, kæru ungm. félagar, að það mundi verða ykkur gleði og ánægja að reyna eitthvað þessu líkt, og mikill sómi og sveitar prýði og ham- ingja, ef vel tækist og frambúðarframkvæmd yrði af. — En nú vona eg að allir sjái og fallist með mér á, að harla mikið og gott mark alt fyrir Island, samkvæmt tilgangi og stefnu ungm. félaganna, má vinna fyrir litla eða enga peninga. — Og að til slíks þarf lítið annað en heilbrigða sál í hraustum likama, ekki annað en gull og silfur hjartans og hugans, eðalsteina göfugra sálna samhuga, góðan vilja og sam- faka félagshendur. Með litlum eða engum pen- ingum frá félaganna hendi mætti þvi þannig stofna til vellíðunar og góðs efnahags á heim- ilum, hverju eftir annað, en heimilahagur er sveitar hagur og sveitar heill og sómi, er lands heill og sómi. Ynnu öll ungm. fél. landsins í þessum anda og á þennan hátt, þá mundi bráð- lega á sjá, og landið og þjóðin blessast fyrir kristilegan bróðurhug og bróðurlegar félagsfram- kvæmdir ungu mannanna, sem öll framtíðin felst i og byggist á. fil hvGrs er grasafrœðin? Eftir Guðmund Rjaltason. IX. Kornsúran. Tvíkimblöðungunum eða fimmtalsplöntun- um er skift í 3 undirflokka, sem heita krónu- leysingjar, lauskrýningar og heilkrýningar. I krónuleysingja flokknum eru meðal annars súrurnar. Og einna merkust þeirra er korn- súran. Hún er einhver lang-algengasta plantan á landinu. Hún vex svo að segja allsstaðar, bæði á túnum og engjum, í högum og afréttum, já á melum og annari grýttri jörð. Blöð hennar eru lík túnsúrublöðum, en samt m. a. frábrugðin túnsúrublöðum í þvi, að tveir separ ganga niður úr blöðum túnsúrunnar sinn hvoru meginn við blaðstilkinn, en niður úr kornsúlublaðinu eru engir separ, líka er korn- súrublaðið blágrænna en túnsúrublaðið. Tún- súrublómin eru rauð, oft nærri há-rauð, og sitja i mörgum klösum á háum stönglum, og er öll plantan súr. Kornsúrublómin eru hvít eða ljós- rauð og eru í litlu axi á lítilli stöng eða legg og neðan við þau eru kornin, sem eru ýmist rauð eða bleik, og er plantan bragðdaufari en túnsúran. En kornin eru samt bragðgóð, og minna mig altaf á ljúffengu bóghveitigrautana í Danmörku, þau eru nærandi, og hafa verið höfð til matar í harðindum hér á landi og viðar. Enda ræður séra Björn Halldórsson i „Atlau sínum, að safna þeim til manneldis. Er líklegt að sama næringarefni sé í kornum þessum og i bóghveitinu.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.