Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1915, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.10.1915, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ 77 BræSurnir gengu samsíða ofan af loftinu, eins og þeir höfðu komið. Hugur þeirra hafði gerbreyst, því nú höfðu þeir það takmark að keppa að, er bauð þeim að voga alt og viuna alt. Þeim var þo léttara um hjartaræturnar en þegar þeir komu, því hvorugur hafði þó fengið algert hryggbrot, og höfðu því eius og æsku- mönnum er títt, báðir von, enda lá i'ramtíðin sem fá ungmenm kviða, fram undan þeim. Þegar þeir komu olan stigan sáu þeir mann i pílagrimskápu. Hann hafði á höfði sér koll- háan hatt sem var hrotinn upp að framan, en í hendinni har hann pílagnmsstaf og um öxl hans hékk malur hans og vatnsflaska. „Hvers óskið þér heilagi pílagrímur— spurði Godvin er hann gekk til hans. „Leitið þér náttstaðar í húsi föðurhróðir míns?“ Maðurinn horfði á Godvin biðjandi augum, sem Godvm fanst hann kannast vtó. Hann hneigði sig og svaraði í auðmjúkum róm, en sem stétt hans var eigmlegt: „Einmitt það göfugi riddari, ég óska skjóls fyrir mann og dýr, því asninn minn stendur fyrir utan. Þar að auki óska eg að fá að tala við lávarðinn, Sir Andrew d’Arcy sem ég hefi erindi við“. „Asni?“ sagði Wulf, „eg hélt að pílagiimar væru ætíð gangandi?“ „Satt að vísu hr. riddari, en eg hefi af til- viljun farangur meðferðis. Þó ekki minn eiginn, því öll mín jarðnesku auðæfi ber ég á bakinu. Ég flyt með mér kistu sem ég veit ekki hvað hefir að geyma, en sem eg er leigður til að af- henda Sir Andrew d’Arcy, eiganda þessarar hall- ar, eða ef hann væri andaður, þá Rósamundu dóttur hans“. „Leigður? Af hverjum?“ spurði Wulf. „Það mun eg segja Sir Andrew, sem eftir því sem ég hefi frétt er enn á lífi“, sagði píla- grímurinn og hneigði sig. „Viljið þér leyfa mér að bera inn kistuna, og sé svo, vill þá ekki einhver af þjónum yðar hjálpa mér, því hún er þung?“ „Við skulum hjálpa yður“, sagði Godvin. Bræðurnir gengu með honum út i garðinn °8 sáu þeir þar við hið daufa stjörnuljós, falleg- an asna, sem einn af þjónunum hélt í, á baki hans lá Iangur strangi, sem léreft var saumað utan um. Pílagrímurinn losaði strangann og tók í annan endan en Wulf greip hinn og báru þeir hann siðan á milli sín inn i höllina. God- vin gekk á undan og kallaði á föðurbróður sinn, er kom að vörmu spori, og hneigði píla- grimurinn sig djúpt fyrir honum. „Hvert er nafn yðar pilagrímur, og hvaðan komið þér?,“ spurði gamli riddarinn og horfði á hann rannsóknaraugum. „Nafn mitt, Sir Andrew, er Nikulás frá Sa- lisbury, en nafn þess er sendi mig vil ég með yðar leyfi, hvísla yður í eyra“. Þegar Sir Andrew heyrði nafnið, kiptist hann við eins og hann hetði verið stunginn með hnif. „Hvað þá?“ sagði hann „eruð þér heilagi pilagrímur, boðberi —“, hér þagnaði hann skyndi- lega. „Ég var fangi hans“, svaraði maðurinn, „og hann, sem ætíð heldur orð sín, gaf mér, sem var dæmdur til dauða, lifið, með því skilyrði, að ég kæmi þessu í yðar hendur, og færði hon- um svar yðar, sem ég hefi þegar svarið að gera“. „Svar? Við hverju?“ „Um það veit ég ekki frekar, en að bréfið sé í kistunni. Efni þess sagði hanu mér ekki. Eg er að eins boðberi, eiðsvarinn að gera vissa hluti. Opnið kistuna, herra, en gefið mér eitthvað að borða, því ég hefi íerðast langt og farið hratt yfir“. Sir Andrew gekk til dyranna og kallaði á einn þjóninn, og gaf honum skipun um að færa pílagrímnum mat, og vera hjá honum meðan hann borðaði. Síðan bað hann Godwin og Wulf að bera kistuna upp á loftið, og setja hana á stóra eikarborðið. „Opnið hana“, sagði Sir Andrew og reif utan af henni tvöfalt léreft, kom þá í Ijós kassi, dökkur að lit, úr ókunnum viði, allur járnbent- ur, og tók það langan tíma áður þeir næðu járnböndunum af. Þegar þeir loks gátu opnað kassann, fundu þeir innan í honum annan kassa úr íbenviði mjög vandaðan, var hann innsiglað- ur i báða enda með mjög einkennilegu innsigli. Læsing hans var af silfri og hékk við hana silfurlykill.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.