Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1915, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.10.1915, Blaðsíða 9
HElMILISBL AÐIÐ 79 íslenski fáninn. Nú höfum vér íslendingar fengíð löggiltan sérstakan fána, innan Iandhelgislínu Islands. Þetta er fyrsta sporið. Auðnist oss samheldni og djörfung að fylgja fram rétti vorum, þá mun sá tími koma, að vér fáum viðurkendan verzl- unarfána. Vér, sem höfum tekið ástfóstri við bláhvíta fánann, hefðum helst kosið, að hann hefði verið löggiltur, en nú ber okkur öllum — yegna fram- tiðarinnar — að vinna í sameiningu að því, að þjóðin taki ástfóstri við fána sinn. Hann á ekki aðeins að blakta á verzlunarhúsum kaup- túnanna og opinberum byggingum landsins, heldur á hann einnig að blakta á stöng upp í sveitum landsins, á fundarhúsum og sveitaheimilis- húsum, og vera dreginn á stöng við öll hátíðleg tækifæri. Ungmennafélögin geta og eiga að taka hér að sér forustuna, sem alstaðar annarsstaðar þegar um þjóðræknisleg mál er að ræða. Fána af öllum stærðum má panta beint frá verzl. Egils Jacobsens kaupmanns hér í Rvík og einnig frá verlz. Árna Eiríkssonar kaupmanns Austurstræti 8. iukin hlunnindil Næsta ár (1916) flytur Heimilisblaðið mynd- ir í hverju blaði. Þar á meðal af ýmsum nýtízku hannyrðum, sem kvenfólki má að haldi koma. Samt hækkar ekkert verð blaðsins. —• Takmarkið er, að smá fullkomna blaðið, svo það að síðustu verði íjölbreyttasta, bezta og ódýrasta heimilisblað landsins. Vinir blaðsins víðsvegar um Iandið geta stutt útgefandann í þessu starfi með því að útbreiða blaðið og standa í skilum með andvirði. Þessi auknu hlunnindi vonar útg. að kaupendur kunni að meta að verðleikum. larið vel með hesiana. „Heimilisblaðið“ á þakkir fyrir. að það hefir tekið svari málleysingjanna. Þess er líka þörf, því víða er pottur hrotinn og ekki sízt hvað hestunum við kemur, sem mikið eru not- aðir til flutnings og reiðar. Það er ókristilegt og sannarlega hegningarvert, að leggja mjög þunga byrði á hestinn, slá hann undir byrðinni lúinn, stynjandi og svangann, já máske haltan eða eitthvað annað veikan. Og þá tekur nú út yfir alt, þegar hann er látinn berjast um á gadd- inum úti í stormi og bleytu, já í bleytu hríðinni, og fá ekkert af því sem hann, sveittur og þreytt- ur rogaðist undir sumrinu áður nema ef bezt lætur moðrusl, sem öðrum skepnum er ekki boðið. En hin húsdýrin standa inni í allgóðum húsum, þur og hrein og éta í næði, það sem hesturinn bar þeim i garð. En hann stendur úti, blautur og skjálfandi — já svangur lika, og hamar sig undir hrauni eða barði, í hinum látlausu stormum og dynjandi hríðum. Eg ætla að segja hér tvær sannar sögur: Einusinni um hávetur voru menn að flytja kornvörur o. fl. upp í sveit. Gaddur, svell og fönn lá yfir öllu láði. Gistu þeir á leiðinni. Um morguninn var snemma farið af stað. Hryssa ein brún var í lestinni. Þegar búið var að „láta upp“ á alla hestana, voru þeir látnir fara upp á götuna sem lá fyrir ofan bæinn, meðan ferða- mennirnir vóru að kveðja, og gefa kunningjun- um að „dreypa á ferðapelanum“. A meðan héldu hestarnir áfram, nema sú „brúna“ hún lötraði hægt á eftir, með tunnu af matvöru o. fl. sem látið var ofan á milli. Eigandinn vissi hvað valda mundi; honum var vel kunnugt um það að hún var hölt. „Hryssufjandinn þurfti nú að fara að heltast í löppinni“, sagði hann um morguninn þegar hann lét upp á hana, hina þungu byrði. Þegar þeir náðu Brúnku, sló húsbónd- inn sjálfur rokna högg á lendina á henni. Og þannig hélt hann áfram að berja hana, en aum- ingja skepnan kvaldi sig áfram meir af hræðslu en mætti. Annar maður var það, sem átti ljónvakra og fljóta hryssu. Eitt sinn reið hann henni 2

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.