Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1915, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.10.1915, Blaðsíða 10
80 HEIMILJSBLAÐIÐ — 3 })ingmannaleiðir svo hart, sem hún gat farið. Daginn eftir var hún svo aum, að hún stóð ekki upp, en lá altaf og var mjög daufleg. Hún var rekin á fœtur, en hún átti bágt með að standa upp. Ekki fékkst hún tii að bíta eitt strá. Svona var hún í 3 daga. Urþvífórhún að kroppa. En upp frá þessu var hún skökk og hálf dróg annað lærið. Fjörið og tápið var farið. Þetta var síðasti spretlurinn hennar. Gr. Sigurðsson. lldhúsrdð. „Kartöflupönnukakau. 1 fuliur djúpur diskur soðnar rifnar kartöfl- ur, 2 egg, 1 —2 matsk. mjóik, 1 matsk. brætt smjör, ofurlítið salt og pipar. Þetta alt hrært vel saman, smjör er því næst brúnað á pönnu og deigið breitt á pönnuna og bakað við mjög vægan hita. 375 gr. vínar- eða medisterpylsur eru skornar í dálitið þykkar sneiðar og raðir ofan á kökuna og þrýst hægt niður í deigið, ef pylsan er ekki til má hafa vel soðið kjöt eða kjötbollur skorið i bita, þegar kakan er bökuð öðru megin, skal láta hana renna á lok af pönnunni, láta smjör aftur á hana og baka svo kökuna hinu megin. Framreidd á kringlóttu fati og ef til vill skorin fyrir frá miðju og út í brúnina í hæfilega mörg stykki. Með skal bera vanalega brúna kjötsoðssósu með rifnum lauk í eða þá hrært smjör. I ýmsum bæjum i Ameríku hafa menn tekið rögg á sig og myndað samtök um að útrýma öllum skaðlegum flugum. Þar sem þetta hefi hepnast vel, hefir reynzlan sýnt, að sótttnæmum sjúkdómum hefir fækkað mjög og sumir alveg horfið. Nýlega keypti stúlka ein í Jóhannesarborg í Suður-Ameríku stól á uppboði og gaf fyrir hann 15 krónur. Svo fór hún með hann til hús- gagnasmiðs að láta gera eitthvað við hann. Hús gagnasmiðurinn bauð henni 100 krónur fyrir stólinn, ef hún vildi selja sér hann. En slúlkan vildi ekki láta hann, datt strax í hug að hór væri um minnisgrip að ræða, sem og var því stóll- inn tilheyrði gömlum merkilegum húsgögnum, sem bundnar voru við mjög merkilegar söguminning- ar og svo lauk, að hún fékk 16000 kr. fyrir hann. Börnin í Zululandi eru hvít er þau fæðast, en eftir 6 mánuði eru þau orðin svört. Þjóðverji einn hefir búið til úr, sem hann segir að geti gengið viðstöðulaust í mörg hundr- uð ár án þess það sé nokkurntíma dregið upp. Brezka biblíufélagið í Lundúnaborg gefur biblíuna út á 450 tungum. I hinní fornu borg Pompeje hafa fundist beinagrindur með gulltönnum í. Það er því ekki alveg nýr siður að láta setja í sig gull- tennur. „Dýjraverndarinn" talar máli dýranna. Kemur . út 4 sinnum á ári, 16 síður í hvert sinn. Arg. kostar 50 aura. Er með myndum. Gerist kaupendur i dag. Afgreiðsla hjá jóh. öym. Oddssyni Laugaveg 63. FANNEY, barnabók með myndum, 5 hefti alls, kostar50a. hvert. Agæt barnabók. Fæst hjá öllum bóksölum. Barnahlaðið „Æskan“ kemur út i Reykja- vik mánaðarlega, 12 blöð á ári, og auk þess sérstakt jólablað. Árg. kostar aðeins kr. 1,20. Utg.: Aðalhjörn Stefánsson og Sigurj. Jónsson. SKINFAXI, 16 siður á mánnuði. Flytur myndir. Verð 2 krónur. Gefur skilvís- um kaupendum „Þjóðfélagsfræðiu, eftir Einar Arnórsson prófessor. Ritstjóri: Jónas Jónsson frá Hriflu. Utgefandi og ábyrgðarmaður: Jón Helgason prentari. Félagsprentamiðjan.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.