Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1915, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.10.1915, Blaðsíða 6
76 HEIMILISBLAÐIÐ Ekki held eg nú samt að það borgi sig að fara að safna kornsúrukornum. Enda er ekki hœgt að gera það nema uni sláttinn. En stæði aftur svo illa á fyrir einhverjum, að hann yrði matarlaus á ferð, og næði ekki til bygða, þá væri gott að muna það, að bjarga mætti lífinu meðal annars með því, að éta kornsúrukorn, og svo lambagras-þúfnarætur með, einnig geita- skóf og hvannir, þar sem þær fást. En til þess að kornin verði ekki of einhæfar fyrir magann þá væri gott að tiggja víðirlauf með, helst Ioð- viðir og grávíðirlauf. Muna skal líka vel, að tiggja jurtamat þenna vel eins og allan annan þurran mat. Þá melt- ist hann betur og verður drýgri. Vel tugg- in brauðsneið nærir víst helmingi betur en illa tuggin brauðsneið jafn stór. Nestið sedist því helmingi lengur, sé svona vel unnið að því. lálshœítir. „Man það lengst, sem lærir fyrst“ lífs á morgni björtum; Móður — hefir — kossinn kyst kærleiks neista í hjörtum. „Mikið kemst sá kappgjarn er“, kviðir hann engu verki, takmark hátt hann setur sér, sigrar viljinn sterki. „Aumur er sá, sen ei kann sjá eigin bresti sína“, heldur ávalt horfir á hrukku smáa þína „Bót er næst þá böl er hæst“, blessun stærst i barmi, vonin glæst og viljinn fæst í vinar kærstum arnii. Guðm. Heimilisblaðið vill vekja athygli lesenda sinna á auglýsingu Fjallkonuútgáfunnar á 3. og 4. kápu- siðu blaðsins. Þar eru nytsamar bækur á boðstól- um og sumar ómissandi hverju islensku heimili. Srœðurnir, Eftir Rider Haggard. lai^sEgiÉl [Frh.] „Eg er einnig ánægður, því hvað sem um þetla mætti segja, verður það nú að minsta kosti tveggja ára stríð, svo annar hvor okkar getur hæglega fallið á þeim tíma, en á meðen fær engin kona aðskilið okkur. Föðurbróðir, ég krefst leyfis þíns til þess að þjóna lénsherra inínum í Norðmandi“. „Eg sömuleiðis“ sagði Godvin. „í vor, þegar Hinrik konungur safnar sam- an her sínum“, svaraði Sir Andrew skjótlega. „Þangað lil dveljið þið hér i einingu því margt getur borið við á þeim tíma, og viljað getur til að þörf verði hér fyrir krafta ykkar, eins og nú fyrir skömmu. Eg bið yður jafnframt öli þrjú um það að hugsa nú ekki frekar né tala um ást og hjónaband fyrst um sinn, sem nú um stuud hefir gert mig og heimili mitt órólegt. Hvort sem það er heppilegt eða ekki er það mál útrætt um tveggja ára tíma, og að þeim tíma ligg ég að öllum líkindum nár í gröf minni, sviftur öllum jarðneskum áhj^ggjum. Eg vil ekki segja að það hafi gengið mér að óskum, en Rósamunda vildi hafa það svo og það er mér nóg. Hvorn ykkar hún litur fremur ástar- augum, veit ég ekki, og látið ykkur nú einnig: lynda að vita það ekki, sem faðirinn telur hyggi- legast að greuslast ekki eftir. Hjarta konunnar er hennar eigin eign, og framtíð hennar liggur í hendi Guðs og dýrlinga hans, enda er hún þar óhultust. Við hötum nú um sinn lokið þessum málum. Rósamunda kveddu nú ridd- ara þína, og verið nú öll þrjú sem ástrík syst- kini þessi tvö ár, þangað lil þeir sem lifa fá úr- lausn þessarar mikilvægu spurningar11. Rósamunda gekk þá fram á gólfið, og rétti Godvin hægri hönd sína, án þess að mæla orð, en Wulf hina vinstri. Báðir þrýstu þeir hönd hennar að vörum sínum, án þess hún aftraði því, og urðu þetta úrslit bónorðs þeirra að- sinni.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.