Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.02.1916, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.02.1916, Blaðsíða 6
32 HEIMILISBLAÐIÐ •^j (j J" ÍJona Yitavarðarins. | Smásag'U frá Jupuu. -------— ---------Itf Sumarkvöld eitt, sátum við, Lester vinur minn og ég, á svölunum úti fyrir konsúlshúsinu í Manuka og vorum að rabba við konsúlinn, Harry Dixon, þegar við tókum eftir ungum, einheutum manni, auðsjáanlega ameríkumanni, sem reið yfir götuna fram hjá húsinu. „Hver er þetta?“ spurði Lester, og benti með staf sínum í áttina á eftir manninum. Konsúllinn svaraði ekki, en teygði sig mak- indalega i hægindastólnum, dreypti á Wiskíinu og starði dreymandi út yfir hafið, sem blasti við okkur i glitrandi tunglsljósinu. „Hver var þessi einhenti riddari, Dixon?„ spurði Lester aftur. Konsúlíinn reif sig upp úr draummóki sínu og snéri sér að Lester. „Það skal ég segja þér“, svaraði hann, „ég var einmitt að hugsa um konuna hans, þegar þú spurðir mig. — Maðurinn heitir Eeuton og er Ameríkumaður eins og við. Hann er tals- vert þektur orðinn hér í Manuka, og hjónaband hans er alleinkennilega tíl orðið, jalnvel eftir okkar mælikvarða, nýbyggjanna." „Er kona hans japönsk", spurði ég. „Nei — hún er hvít, og regluleg ágætiskona, já það er hún — en“, bætti Dixon við, en þagn- aði svo skyndilega. „En hvað?“ spurði ég forvitinn. „Að, — hún var ekki eins og vérAmeriku- menn væntum að sú kona sé, sem vér ætlum að binda oss æfilangt, með öðrum orðum, ein- hver fylgja frá fyrri árum hennar hafði gert vart við sig, fortíð hennar var ekki sem ákjós- anlegust“. Lester stóð upp af stólnum og horfði forviða á Dixon. „Hann sýndist þó ekki vera neinn ræfill, hvernig gat hann fengið af sér að fara að giftast henni?“ „Þú mundir ekki tala þannig, ef þú þektir Marion“, sagði konsúllinn rólegur. „Þú ætlar þó víst ekki að halda því framr að hún sé virðingarverð kona eftir sem áður?“ spurði ég. „Jú, fyllilega það“, sagði Dixon. „Nú [er hún orðin alt önnur manneskja, nú á hún skil'- ið virðingu og aðdáun hvers manns“. „Aldrei hefi eg nú heyrt vitlausara; ætlarðu að reyna til að láta okkur trúa því,“ hrópaðr Lester gramur. „Satt er það nú samt sem áður“, svaraði Dixon alvarlega og sannfærandi. „Eg hefi oft óskað mér að ég ætti aðra eins konu og hún er“. „Nei, heyrðu nú Dixon“, sagði Lester, „ef þú ætlast til, að við trúum þessari sögu þinnir verður þú að leysa betur frá skjóðunni og segja okkur frá öllu þessu, það lítur út fyrir að það sé eitthvað einkennilegt við það“. „Það er það iíka“, svaraði konsúllinn, og hagræddi sér í stólnum og hóf svo frásögu sina:: „Áður en Feuton kyntist Maríon, hafði hún dvalið hér i Manuka um nokkurt skeið. Enginn veit með vissu hvernig á því stóð, að aumingja stúlkan hafði ratað í ólán. Hún hafði átt heima í San Francisko, en hafði komið hingað nieð' skipstjóra nokkrum, sem svo yfirgaf hana á hraklegan hátt. Hún lifði Iéttúðugu lífi, og var óðum að sökkva dýpra og dýpra, því þótt hún væri blíð og elskuleg stúlka, skeytti þó enginn- um hana, né reyndi að draga hana af barmi þess hyldýpis, sem hún var nú komin á. — Aumingja stúlkan var illa stödd, þegar Feutom alt i einu kom fram á sjónarsviðið og bjargaði henni. Hann tók hana að sér — og eins og ég hefi þegar tekið fram — er hún nú fullkom- lega virðingarverð kona. — Dag einn kom Feu-- ton til mín, niðurbeygður mjög, sjúkur og kjark-- laus og leitaði ráða til min. Hann hafði áður verið stýrimaður hjá stóru amerísku gufuskipa-- félagi, hafði gjört sig sekan um eitthvert glappa- skot og verið sagt upp stöðunni. Tilviljun eim réði því, að hann kom hingað, og fékk vitavarð- arstöðuna hér, — það er blikvitinn, sem þið' sjáið þarna lengst út með sjónum". Dixon benti í áttina og við sáum leiftrin frá. vitanum í allmikilli fjarlægð. „Vitaturninn stendur þarna út með strönd- inni“, hélt hann áfram, „en það eru víst þrjár

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.