Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.02.1916, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.02.1916, Blaðsíða 11
HEIMILISBLAÐIÐ 37 í =§5=p§!=il p ! r œ ð u r n i r. I ik=i=i=i=T=i=»ffl Rider Haggard. ntr=i=T=i=v=i=jt Eftir [Frh.] „Eins og hundur; hann virðist vera þreytt- ur eftir ferðalagið“. „Máske eins og hundur með annað augað opið? Eg óska ekki eftir því að hann sleppi frá oss i nótt, því ég þarf að tala við hann á morgun um önnur efni, sem ég var að tala um við Godvin". „Óttastu ekki frændi. Eg læsti hesthúsinu og hinn heilagi pílagrímur mun varla fara að gefa okkur svona fallegan asna“. „Varla hann, ef ég á rétt að þekkja“, svar- aði Sir Andrew. „Við skulum nú eta, og taka síðan saman ráð okkar, því ekki mun af veita“. Godvin og Wulf voru á fótum löngu fyrir dögun næsta morgun ásamt nokkrum áreiðan- legum mönnum, er gert hafði verið viðvart að þeirra væri þörf. Wulf kom inn með ljósker í hendinni og gekk að Godvin sem stóð við eld- inn. „Hvar hefir þú verið“? spurði Godvin. „Ertu búinn að vekja gestinn, pílagríminn“ ? „Nei. En ég hefi sett vörð við veginn til Steaple — hill, og einsvið veginn að víkinni. Svo er ég búinn að gefa asnanum hans, sem er alt of fallegur handa pílagrím. Hann vaknar víst bráðum, því hann sagðist verða að leggja snemma af stað“. Godvin kinkaði kolli, svo settust þeir báðir á bekkinn fyrir framan eldinn, því loftið var kalt, og þar móktu þeir fram að dögun. Þá reis Wulf á fætur og sagði: „Héðan af mun hann varla telja það ókurteisi þó við vekj- um hann“. Hann gekk síðan inn i hinn enda hallarinnar, dró dyratjöldin til hliðar og hróp- aði: „Vaknaðu! Heilagi Nikulás, vaknaðu! Það er nú kominn tími fyrir þig að biðja bæn- ir þínar, því morgunverðurinn er bráðum til- búinn“. En enginn svaraði. „Vissulega sefur þessi pílagrímur eins og Saladíu væri búinn að taka af honum höfuðið“, tautaði Wulf þegar hann fór að sækja Ijó.-ker sitt. Þegar hann var búinn að kveikja á ljós- kerinu gekk hann aftur til gestaherbergisins. „Godvin“, hrópaði hann strax á eftir. „Komdu hingað. Maðurinn er farinn!“ „Farinn?“ sagði Godvin og ílýtti sér að dyratjaldinu. „Hvert er hann farinn“ ? „Aftur til Saladíns vinar síns, býst ég við“, svaraði Wulf. „Þennan veg hefir hann að minsta kosti farið“, og hann benti á þrönga gluggann á múrveggnum í svefnherberginu, er ein rúðan í stóð galopin. Ut við gluggann stóð eikarstóll, og af honum hafði hinn heilagi Niku- lás smogið út um gluggann. „Hann hlýtur að vera hér í nánd, að leita að asnanum sínum, sem hann mun varla yfir- gefa“, sagði Godvin. „Heiðvirðir gestiríyfirgefa ekki á þennan hátt hús þess er veitt hefir þeiin góðann beina“, svaraði Wulf. „En við skulum nú ganga út og litast um“. Þeir gengu út að hesthúsinu og var það ]æst, og asninn þar inni óhreyfður, en þrátt fyrir nákvæma leit, sást ekkert eftir af píla- grímnum, ekki svo mikið sem fótspor, því jörð var frosin. Þegar þeir athuguðu hesthúsdyrnar, kom það í ljós, að reynt hafði verið að opna dyrnar með einhverju oddmjóu verkfæri. „Það lítur út fyrir að hann hafi verið ákveð- inn í því að fara, með eða án asnans síns“, sagði Wulf. „Látum svo vera; máske að við náum i hann ennþá“. Síðan bauð hann mönn- um sínum að stíga á bak, reið hann svo af stað með þeim að rannsaka nágrennið. Þeir riðu fram og attur í þrjá tíma, en ekkí fanst Nikulás. „Þorparinn er sloppinn svo ekkert sést eftir af honum“, sagði Wulf er þeir komu til baka. „Hvað ætli þetta þýði, föðurbróðir" ? „Eg veit það eitt, að það stendu'r í sambandi við það sem á undan er gengið, og að mér líst ekki á það“, svaraði gamli riddarinn alvar- lega. „Það er i augum uppi, að asninn eða verðmæti hans, hefir ekkert haft að segja. Það sem hann hefir lagt áherslu á, er að komast af

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.