Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.02.1916, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.02.1916, Blaðsíða 8
HEMIILISBLAÐIÐ 34 an þessu fór fram, hafði Marion verið önn- um kafin við að undirbúa kvöldverð þeirra, niðri í húsinu hjá turninum. Hún hafði tekið eftir því, að búið var að kveikja á vitanum og nú sá hún að Ijósin sloknuðu skyndilega. Hún þóttist finna það á sér, að slys hefði orðið. Hún kallaði á Japanann og þaut sem elding upp tröppurnar; það var hræðileg sjón, sem mætti henni, þegar hún kom upp í turninn, þangað sem slysið hafði orðið, og í ógurlegri angist byrgði hún andlitið í höndum sér. Feuton var að missa meðvitundina, en gat þó stunið upp, er hann varð Marion var: „Póst- skipið er úti á milli skerjanna — gætlu vitans!“ og svo leið yfir hann. Þótt hún væri lítil vexti og krafta smá, óx henni ásmegin við hættuna. Henni varð það strax Ijóst, að Feuton yrði að missa handlegg- inn, og hún var nógu kunn vélutn vit- ans, til þess að vita það að þeim varð ekki snúið aftur á bak, til að losa handlegginn á Feuton. Hér var aðeins um eitt að gjöra, og Guð má vita hvernig húrt fékk afl og þrek til þess, hún þreif öxi sem lá þar upp við vegginn, og í einu höggi lijó hún handlegginn af og Fauton var laus. Fyrsta hugsun hennar var um póstskipið og alla þá sem þar væru í hættu staddir, fjölda karla, kvenna og barna, hún hugsaði um það alt, þótt hún titraði af angist vegna mannsins sem hún elskaði, og sem gjört hafði hana svo óumræðilega hamingjusama. Hún fann það í hjartasínu, að hún breytti eftir boðum Feuton& Fám mínútum síðar hafði hún komið vélunum í gang, og nú leiftraði vitinn aftur og sendi leiðarljós sitt út í storminn og náttmyrkrið. Þá fyrst gat hún farið að helga Feuton umhyggjo sína og veita honum hina brýnustu hjálp. A þessum fáu mínútum hafði hún sýnt það — hvernig sem fortíð hennar hafði verið — að húrr vissi hvað ást, skyldurækni og fórnfýsi þýða, þessi þrjú orð, sem táknuð eru með1 orðinu œra. Marion tókst að halda- lífinu í Feuton, þangað til eg og læknirinn komum, rúm' um 4 tímum siðar. Ósjálf- rátt, hafði hin hugrakka kona- fundið það á sér, hvernig' fara skyldi með sjúk!inginnr þegar hún var búin að ganga- svo frá lömpunum, sem þurfti Hún hafði búið um hann á gólfinu hjá lömpunum, eins- vel og hún gat, hlaupið síð-- an niður í húsið til að sækja alt sem hún þarfnaðist, þær voru ekki taldar ferðirnar þær, sem hún varð að fara á milli, en japaninn gætti- vitans á meðan. Þegar hún hafði búið unr hann eftir föngum, sendi* hún japanann hingað inn< til bæjarins eftir mér og: lækninum og gætti nú bæðf sjúklingsins og vitans. — Skömmu eftir að japaninro I einu höggi hjó hún brotna arminn frá öxlinni.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.