Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.02.1916, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.02.1916, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ 33 eða fjórar milur til nœstu manna bygða, og er því einmanalegt og eyðilegt. Þar bjó hann al- «inn með gömlum Japana, sem hjálpaði honum til að gæta vitans. Hann hafði engan annan að tala við, svo það var ekki mót von, þótt ihann fengi þunglyndisköst. Hann kom til mín í einu slíku þunglyndiskasti. Þegar hann hafði ■dreypt í Wiskýið hjá mér, hérna úti á svölun- um, þar sem við sitjum núna, stundi hann því upp, að sér væri ómögulegt að una þessari ein- veru þarna úti við vitann lengur. Eg skyldi strax hvernig í öllu lá; það er ekki i fyrsta sinn, sem slíkt kemur fyrir hér — og ég gaf honum það eina ráð, sem ég vissi að •duga mundi i slíkum kringumstæðum — sem sé að fá sér Japanska — hm — ráðskonu, og búa með henni, eins og við gjörum flestir hér eystra“. „Uha, var það nú bráðnauðsynlegt?u spurði ■ég, og hugsaði með hryllingi um mina eigin reynslu i því efni“. — „Já, það var ekki um neitt annað að gjöra. En Feuton leist ekki á það. Hann gat ekki felt sig við Japanska kvenfólkið, og svo hefir hann víst af og til verið að hugsa um unga og 'laglega stúlku heima i Amériku. En hvernig svo sem það hefir viljað til, náði hann í Marion, ■og fékk hana til að flytja heim til sín, einn góð- an veðurdag. Hún varð honum strax í byrjun góður fé- ■lagi, Snemma á morgnana annað hvort syntu þau eða sigldu saman úti á víkinni, og siðari hluta dags gengu þau saman milli hinna lauf- ríku trjáa og nutu kveldkyrðarinnar í forsælu þeirra. Á kvöldin þegar hann gætti vitans, sat -hún hjá honum, og fekk hann tij að segja sér frá barnæsku sinni og heimilisháttum, heima á gamla landinu. Hún sýndi honum ástúð og hliðu og vakti aftur hjá honum lífslöngunina og seinast var hann orðinn svo glaður yfir lífs- ^tarfi sinu, að hann æskti ekki annars fremur, en að dvelja í Manuka það sem eftir væri æf- innaru. „Flestum þykir vænt um að láta dekra við sig“, hélt Dixon áfram, eftir litla stund, og lielti á glas handa sér að nýju. Kona, sem elskar mann innilega, getur með hægu móti feng- ið mann til hvers sem vera skal, og að elska sig aftur á móti, þótt sambúð þeirra sé ekki eftir öllum fyrirskipunum kirkjunnar. Þegar þau höfðu búið saman þarna út frá í tvo mánuði, var Marion orðin Feuton svo kær, að hann mátti ekki af henni sjá, þarna i einver- unni. Upphafiega hafði það ekki verið ætlun hans, að verða ástfanginn af henni, en dag einn, er eg heimsótti þau, sá eg að hann unni henni hugástum og var sælastur allra manna. Hann blátt áfram tilbað hana, tók hana f faðm sér og hélt henni svo fast, eins og hann væri hrædd- ur um að missa hana. Hún var lítil vexti og grannvaxin og barnsleg í samanburði við hann samt sem áður var hún þeirra sterkust, það getið þið reitt ykkur á, — það eru nú konurnar reyndar altaf — takið eftir þvi drengir!“ Dixon sat hugsi um hríð, og eg vsr farinn að hugsa að sagan væri á enda. En alt í einu hóf hann höfuðið og hélt áfram. „Já, nú kemur eiginlega að því, sem ég ætlaði að segja ykkur um þrek þessarar konu og hve stór og sterk sál býr i þessum litla og veikbygða Iikama. Kvöld eitt, þegar Feuton var að kveikja á lömpunum og búa alt undir nóttina, varð hann var við reykinn úr póstskipinu, sem bar við hafsbrún, og var orðið talsvert á eftir tíman- um. Það var aðeins i svip að hann sá skip- inu bregða fyrir, þvi alt i einu rauk upp með ofsa storm. Hann vissi að innsiglingin til Man- uka er full hættuleg í björtu, hvað þá í myrkri og stormi, og hvervetna er fult af boðum og blindskerjum, hann kveikti nú öll vitaljósin i skyndi, i þeirri von að leiftrin frá vitanum þrengdu sér i gegn um myrkrið og storminn og gætu leiðbeint skipinu, sem annars var í nauðum statt. Alt í einu hættir vitinn að leiftra og vél- arnar stöðvast. — Hann hefir ekki enn í dag getað gruflað uppi orsökina — en meðan hann var að leitast fyrir og aðgæta vélarnar, fóru þær all í einu á stað aftur, og hægri armlegg- hans, sem hann hafði verið að rannsaka vél- arnar með, festist á milli hjólanna og nær því slitnaði frá búknum. Hann misti ekki meðvit- undina en gat þó enga björg sér veitt. — Með-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.