Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.02.1916, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.02.1916, Blaðsíða 13
HEIMILISBLAÐIÐ 29 framt fléttuS inn í framtíðardrauma hans og trúarhugs]ónir. Það sem knúði hann til þess að ná henni til sín, var enginn konunglegur eiður né keisaraleg ósk, heldur miklu fremur ein eða önnur andleg neyð, eða öllu heldur leyndardómsfull von; en hana átti að klófesta, með góðu ef unt væri, annars með valdi. Góð og ill meðul höfðu ennþá brugðist, því það, að árásin á steinbrúnni við Víkina dauðu, stóð í sambandi við þetta var enginn efi Iengur. Það var ennfremur víst, að fleiri tilraunir myndu gerðar, þar til vilja hans yrði framgengt, eða Rósamunda dáin, því jafnvel gifting gat ekki verndað hana. Þessvegna voru allir á heimil- inu hryggir, einkum þó gamli riddarinn Sir Andrew var beygður sjúkdómi, sorgarminning- um og ótta. Þess vegna var Wulf glaður yfir þvi að ferðast til Southminster til þess að kaupa vin, sem hann helst hefði viljað drekka sig ölvaðan af, til þess að drekkja hugsunum sín- um um stund. Þess vegna reið hann nú yfir Steaplehæðina ásamt ábótanum, hlægjandi eins og hann var vanur að vera áður en hann fylgdi Rósamundu til altaris St. Péturs, til þess að tina blóm. Þegar þeir spurðu eftir kaupmanninum, var þeim visað til veitingahúss skamt frá dómkirkj- unni, og þar fundu þeir í litlu bakherbergi lít- inn og undirferlislegan mann, er sat á trébekk milli tveggja vínfata. Hann hafði á höfði rauða klæðishúfu. Frammi fyrir honum stóð hópur manna, aðalsmenn og borgarar, er sömdu við hann um kaup á víni, silki o. fl, og hver sem óskaði fékk að bragða á vininu. „Þvoðu bikarinn", sagði hann á bjagaðri frönsku við aðstoðarmann sinn. „Þvoðu bik- arinn, því nú kemur helgur maður og hraustur riddari, sem óskar eftir að bragða vöru mina. Nei, fyltu þá, því tindur Trocidosfjalls er ekki kaldari um hávetur, en hér er, þó maður sleppi nú sagganum sem er engu betri en í fangaklefa“, bætti hann við skjálfandi og sveipaði fastar að sér dýrindis sjali er hann hafði yfir sér. „Herra ábóti, hvort viljið þér bragða fyr hið rauða eða gulleita vin? Hið rauða er slerkara en hið gulleita er dýrara og samboðinn drykkur dýr- lingum paradísar og ábótum hér á jörðinni". „Er hið gulleita frá Kyræniu?“ „Já, þér eruð vitur. Það er mælt að það hafi verið uppáhaldsdrykkur St. Helenu, vernd- ardýrlings míns, þegar hún heimsótti Kýprusey meo kross frelsara síns“. Frh. [ff— iíí gldhúsið. *<- 0]— íbI „Indversk eggjamjólk". 3 pt. mjólk, 4 egg, 200 gr. sykur, 3 Iitlar matskeiðar kartöflu- mjöl. Eggjablómin eru hrærð hvít með sykr- inum, þegar mjólkin sýður er kartöflumjölið, sem áður er hrært út í ofurlitlu vatni, hrært út í mjólkina, því næst skal hella mjólkinni saman við eggin og hræra vel í með eggjaþeyt- ara, síðast er látin ein teskeið vanille út í mjólk- ina. Litlar tvíbökur eru bornar með eða látn- ar 4—5 út i hvern disk. Handa 9 manns. „Kleinur". x/2 kg. hveiti, 1 tesk. hjartar- salt, 1 tesk. sódapúlver, x/2 tesk. st. kardem., 40 gr. smjör, 125 gr. sykur, 1 egg, vel ^/2 peli mjólk. Smjörið er nuddað samanvið: hveiti, sykur, hjartarsalt og sódapúlver. Þá er gerð hola í hveitið og mjólk, egg og kardem. látið þar í, því næst hnoðað öllu saman og búnar til kleinur á vanalegan hátt. Steiktar í svína- feiti eða góðri tólg. Skuggsjá. í St. Louis er dómari, sem með dómum sínum hefir frelsað fjölda marga drykkjumenn frá áfengisógæfunni. Þegar drykkjumaður, sem kominn er á aumasta stig áfengisnautnarinnar kemur fyrir réttinn, dæmir hann hann í 60 daga hegningarhússvinnu, — en frestar hegningunni í eitt ár, lætur hinn dæmda að eins gefa sér drengsltaparorð að bragða ekki áfengi þetta ár, þá verði dómurinn upphafinn og hann frjáls. Nú hefir dómari þessi dæmt þannig í tvö ár, og ávextir iðju hans eru: að 2 af hverjum IOO hafa brotið drengskaparheitið. Hinir allir haldið það og sloppið bæði við hegninguna og áfengis-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.