Heimilisblaðið - 01.02.1916, Blaðsíða 9
HEIMILISBL AÐIÐ
35
fór, bilaði vélin, svo hiin
varð neydd til að snúa
Ijósununi með handafli.
Þarna varð hún að standa
við í fjóra, langa tíma og
gat engu öðru sint þótt
hjarta . hennar ætlaði að
bresta af harmi vegna
mannsins sem hún elskaði
heitar en alt annað.
Hún hafði haft þrek
til að gegna skyldu sinni
og hún hafði líka bjargað
mörg hundruð mannslífum
þessa voða nótt.
Hún leið ógurlegarþján-
ingar þessar fjórar stund-
ir, sem á því stóð að sækja
læknirinn. Altaf varð hún
að snúa hjólunum og við
hvern snúning, fanst henni
hún mundi ekki geta snúið
aftur, en hélt þó stöðugt
áfram, þótt hún vissi að það gæti staðið á lifi
elskhuga hennar. — [Skyldan varð að sitja
fyrir öllu öðru, hann, sem hafði bjargað henni
af barmi glötunarinnar, varð nú að sitja á hak-
anum“.
Dixon þagnaði aftur, og við sátum allir hljóð-
ir nokkra stund, hrifnir af aðdáun yfir skyldu-
rækni og fórnfýsi þessarar konu.
„Við fluttum Feuton á sjúkrahúsið hérna í
bænum og útveguðum honum alla þá hjálp, sem
við gátum, en samt sem áður var það Marion
ein, sem hélt í honum lífinu, en ekki læknarnir
Handleggsstúfurinn, sem eftir var, gréri fljótt
en Fenton hafði liðið svo mikinn blóðmissi, að
hann var nær blóðlaus eftir. Hann rýrnaði
stöðugt meir og meir, og innan skams var hann
ekkert nema beinagrindin.
Helst virtist líf í honum, þegar Marion sat
við rúmið hans og horfði á hann, föstu og vilja-
sterku augnaráði. Annars virtist hann gjörsam-
lega vonlaus.
Dag einn, bað hann mig um að sækja prest
til að gefa þau saman. Aldrei mun eg gleyma
svipnum á henni, þegar eg sagði henni frá þessu.
„Ætlar hann að giftast mér?“ hrópaði hún
upp yfir sig. „Á eg að verða konan hans
— frú Feuton!“ „Ekki er mér unt að endur-
taka orð hennar, svo líkl sé, t. d. þessi tvö orð
„konan hans“. Það gæti enginn, öll sál henn-
ar var falin i þeim, og augu hennar Ijómuðu
af fögnuði, Ijómuðu eins og tvær tindrandi
stjörnur
Sama kvöldið sókti ég prestinn. Hann var
ungur maður, og fylgdi flokki strangtrúarmanna.
Hann var í fyrstu all ófús á að gefa þau sam-
an, þar sem fortíð hennar var eins og allir vissu,
en þegar eg hafði skýrt honum frá öllum mála-
vöxtum og sagt honum sannleikann hispurs-
laust, lét hann undan og fór með mér.
Við gengum svo öll þrjú inn til Feutons.
Hann rétti Marion höndina og ætlaði að segja
eitthvað, en gat ekki komið upp neinu orði.
Eg var á nálum um, að alt væri orðið um
seinan, og Marion gæti aldrei orðið konan hans
Hún beygði sig niður að honum og þau föðm-
uðust innilega og hún horfði fast i augu hon-
um.
Hann reyndi að harka af sér og presturinn