Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1916, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.07.1916, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ 103 Englendingarnir höfðu nú leyst af hendi }mð verk, sem enginn hugði mannlegum mætti mögulegt. Þeir höfðu stöðvað framsókn Þjóð- verja, afstýrt úrslita-óförum bandamanna og gert mögulegan seinni sigurinn með Marne, þann sigur, sem gjörbreytti allri aðstöðu herjanna á •vestur-vígstöðvunum. En hvorki Frakkar né Englendingar létu sér til hugar koma að miklast af afreksverkinu við ’Marne — því að í þeirra augum var það yfir- ■ náttúrlegt kraftaverk. Frá undarlegum atburðum höíðu þeir að segja, bæði hinir særðu er flytja varð í burtu af vígvellinum, og hinir heilbrigðu, ■ er héldu orustunni áfram. Þeir höfðu séð sýn, sem gagntók sálir þeirra með helgri lotningu: í sömu svipan er ensku riddararnir hleyptu ‘fram gegn stórskotahríð Þjóðverja, höfðu þeir .alt í einu séð ljósbjart þokuský á lofti. Það sveif beint yfir fylkingum þeirra og yfir á móti Þjóðverjum. Og skyndilega varð eins og gull- roði sólarinnar glitraði í þokunni, út frá henni lagði geislaröðul og fram komu dýrðíegar mynd- Jr. Og samtírnis kvað við í loftinu: „Enavant! En avant!“ — áfram! áfram! Gamla franska herópið, og í loftinu gaf að líta Mœrina frá • Orleans, ríðandi hvitum gunnfáki. Hún var í gullbúnum herklæðum, með engan hjálm á höfði, svo að fagurgylta hárið slóst fyrir vindinum. .Með hægri hendi veifaði hún sverði, og á eftir ihenni þeysti fögur fylking albrynjaðra ridd- ara. Sýnina höfðu þeir einnig séð, ensku her- ímennirnir, Þessir búralegu húskarlar, bráða- ibirgða-hermenn, vanir skuggahliðum lífsins og tharðleikni þess, — með undrun og lotningu skýra þeir einnig frá því, er fyrir þá bar. Sýnina sömu sáu þeir, en í stað Mærinnar frá Orleans hugðu þeir það vera Georg hinn helga — ■ verndar-dýrlingur Englands — sem á undan ifylkingunni fór. En undrum sætir, hve frá- sögunum og lýsingum beggja ber þó að öðru deyti saman. Til þessara frásagna um „englana við Monsu — en svo eru þessar sýnir venjulega nefndar — hefir verið safnað mörgum og mikl- um sönnunargögnum úr ýmsum áttum. Hjúkr- •unarkonur, einkum ungfrú Phyllis Campbell, svo og ýmsir herforingjar hafa skráð frásagnirnar. Og meðal þeirra, er sýnirnar hafa séð, eru einn- ig herforingjar. Ein sagan er um „Golgata við Monsu, og er hún staðfest af mörgum, þar á meðal af enskum liðsforingja, sem var trúlaus efnishyggju- maður. Hann lá á vígvellinum og hjá honum var indverskur hermaður. Skamt fyrir framan þá var hæð, alþakin mönnum, ýmist dauðum eða dauðsærðum. Hæðin lá beint við skothríð óvinaliðsins. En þó sló engu skoti þeirra þar niður. Það var eins og yíirnáttúrlegt afl eða ósýnileg hönd beindi hverri einustu kúlu fram hjá hæðinni. Og alt i einu, meðan þeir voru að virða fyrir sér þetta undrunarverða fyrir- brigði, sáu þeir þrjá krossa hefjast á hœð- inni — kross Jesú Krists og rœningjanna tveggja. Ef til vill var þetta óráðs-ofsjón, — draum- óra-mynd, til orðin i veikum heila og ofreynd- um af ógnunum vígvallarins. En: Indverjinn, — Búddatrúarmaðurinn, sem aldrei missir geðs- muna-jafnvægið — hann sá sýnina líka, og fjöldamargir aðrir bæði særðir og heilbrigðir. Já, þannig hljóða þessar helgisögur — og eru fæstar hér sagðar — til orðnar í ófriðinum mikla, þar sem Englendingar og Frakkar eru sannfærðir um, að þeir berjast eigi aðeins fyrir eigin hagsmunum og sigri, heldur ogfyrirfram- þróun og gæfu gjövalls mannkynsins. [Sum íslenzku blöðin hafa getið þessara við- burða, eða frásagnanna um þá, með auðheyrðri lítilsvirðingu. Réttara virðist að biða og sjá hvað fram kemur um þá nánara, og að láta trúartilfinningu og dómgreind hvers einstaklings eina um það, hvort og að hve miklu Ieyti hann vill samsinna þeim — eða hafna]. Á. Jóh. Sá, er litilmenni, sem sætir hverju færi að gera lítið úr öðrum, en hrósa sjálfum sér. (Seume). * * * Sá er sannur maður, sem varðveitir barnið í hjarta sinu. (Mensius). * * *

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.