Heimilisblaðið - 01.07.1916, Blaðsíða 12
108
HEIMILISBLAÐIÐ
iþetta eru góðir hestar. Ó, þessa reið var vert
að ríða, jafnvel þó það hefði kostað lífið. Eða
hvað segir þú frændi, sonur eyðimerkurinnar?“
„Það, að eg er of gamall til slíkrar reiðar,
að tvímenna, og það án alls ávinnings."
„Ávinningslaust?" endurtók Masonda og leit
á Godvin. „Það er eg ekki viss um. Mundu
að þú hefir selt hesta þína pílagrímum sem geta
setið á hestbaki, og þeir hafa reynt þá, og eg
hefi fengið tækifæri til að sleppa út úr gistihús-
inu um stund, en þangað verð eg nú að halda
aftur.“
Wulf hristi höfuðið, þerraði af sér svitann
og sagði svo:
„Eg hefi ætíð heyrt að Austurlönd væru full
af vitfirringum og djöflum, en nú veit eg að
það er satt“.
En Godvin sagði ekkert.
Þeir fóru aftur með hestana til gistihússins
og önnuðusl bræðurnir þá eftir fyrirsögn Arab-
ans, svo að hestarnir skyldu venjast þeim, sem
ekki tók langan tíma eftir þessa hræðilegu reið.
Síðan gáfu þeir hestunum bygg og saxaðan hálm
að éta, og volgt vatn að drekka, sem Arabinn
blandaði með ögn af mjöli og hvítu víni.
Næsta morgun fóru þeir á fætur í dögun til
þess að gæta að hvernig Eld og Reyk liði.
Þegar þeir komu inn í hesthúsið heyrðu þeir
gráthljóð, og sáu þeir við morgun-skímuna að
Arabinn stóð á milli hestanna og lagði hend-
urnar um háls þeirra beggja; hann sneri baki
að bræðrunum svo hann varð þeirra ekki var.
Hann talaði hátt við þá á sínu eigin máli; kall-
aði þá hörnin sín og sagði, að hann hefði held-
ur viljað selja Frönkum konu sina eða systur
en hestana.
„En“, bætti hann við, „hún hefir skipað
það, hvers vegna veit eg ekki, og eg verð að
hlýða. En þeir eru hugrakkir og hraustir menn
og slíkra hesta verðir. Eg vonaði hálft í hvoru
að við mundum öll farast í lækjargljúfrinu í
gær, bæði þeir, við þrír og Masonda frænka
min; konan með hið leyndardómsfulla andlit og
augun sem ekkert virðast hræðast, en það var
ekki Allahs vilji. Vertu því sæll, Eldur, vertu
sæll. Reykur, börn öræfanna, sem eru skjótari
en fuglinn fljúgandi, ó! aldrei fæ eg framar að
ríða ykkur til orustu, en eg á þó að minsta
kosti fleiri hesta af ykkar óviðjafnanlega kyni.“
Goðvin lagði höndina á öxl Wulfs og þeir
læddust hljóðlega burt án þess að Arabinn yrði
var við að þeir hefðu komið þangað, því þeir
blygðuðust sín fyrir að hafa orðið heyrnarvottar
að kveinstöfum hans.
Þegar þeir voru komnir inn í herbergi sitt
aftur, sagði Godvin:
„Hversvegna skyldi þessi maður selja okkur
þessa ágætu hesta?“
„Vegna þess, að Masonda frænka hans hefir
skipað honum það,“ svaraði Wulf.
„Ög hversvegna hefir hún skipað honum
það?“
„Já,“ svaraði Wulf. „Kallaði hann hana
ekki konuna með hið leyndardómsfnlla andlit
og óttalausu augun, eða var ekki svo? Lík-
lega af ástæðum sem snerta að einhverju leyti
ætt hans eða leyndardóma hennar. eða okkur,
sem hún leikur þann blindingsleik með sem við
þekkjum hvorki upphaf né endir á. En God-
vin bróðir, þú ert vitrari en eg. Hvers vegna
spyr þú mig um slíkt? Eg fyrir mitt leyti vil
helst ekki brjóta heilann um það. Það eitt veit
eg að spilið er vogunarspil og eg er ákveðinn í
að spila það til enda. einkum vegna þess að
eg býst við, að það leiði okkur til Rósamundu“.
„Leiddi það okkur ekki á lakari stað“, svar-
aði Godvin og stundi við, því hann mintist
draumsins sem fyrir hann bar, meðan hann
sveif í lausu lofti yfir gljúfrið, með freyðandi
hringiðuna undir fótum sér. En hann mintist
ekki á það við Wulf. Þegar sólin hækkaði á
lofti bjuggu þeir sig til að ganga út aftur og
tóku upp peningana til þess að borga Araban-
um með, en þegar þeir opnuðu dyrnar mættu
þeir Masonda sem auðsjáanlega var á leið til
þeirra.
„Hvert ætlið þið svo snemma, vinir mínir,
Pétur og Jón?“ spurði hún brosandi um leið og
hún horfði á þá rannsakandi augum. Bros henn-
ar var svo gletnislegt og jafnframt leyndardóms-
fult. Godvin fanst það minna á bros er hann
hafði veitt eftirtekt á steinsfinx er þeir höfðu
séð á torginu í Beirut.