Heimilisblaðið - 01.07.1916, Blaðsíða 11
HEIMILISBLAÐIÐ
107
milli og hann hugsaði með sér, aS hefðu þau
hleypt yfir Iækinn íramar, hefði það verið feigð-
arreið. Hinu megin við lækinn var sléttlendi,
svolítinn spotta, en svo tók við brattlendi á
ný, enn þá brattara en áður, og riðu þau þar
millum skógarrunna, þangað til þau komu upp
á fjallsbrúnina, og litu þaðan yfir sléttuna er
þau komu frá, er lá tvær mílur eða meir fyrir
neðan þau.
„Þessir hestar klifra eins og geitur“, sagði
Wulf, ,.en eitt er vist, að við verðum að teyma
þá ofan“.
Uppi á fjallinu var grjótlaus og greiðfær
blettur, er þeir riðu um áfram með vaxandi
hraða, eftir þvi sem hestarnir jöfnuðu sig eftir
brekkuna. Alt í einu risu hestarnir upp á aft-
urfæturnar og stönsuðu, enda höfðu þeir fulla
ástæðu til þess, því þeir voru kornnir á barm-
inn á afardjúpu gljúfri, með freyðandi fljóti í
botni. Þeir stönsuðu eitt augnablik, en er Ar-
abinn yrti á þá snéru þeir við og hlupu til baka
yfir fjallið að brúninni, þar sem bræðurnir héldu
að þeir mundu stansa. En Masonda hrópaði til
Arabans og Arabinn til hestanna, og Wulf til
Godvins á ensku:
„Sýndu engan ótta, bróðir. Það sem þau
ríða, getum við líka riðið“.
„Bið til Guðs, að söðulgjarðirnar haldi“,
svaraði Godvin, og hallaði sér aftur á bak, að
brjósti Masondu.
Meðan hann mælti þetta, lögðu þau af stað
niður brattann, fyrst hægt og svo hraðar og
hraðar, þangað til þau þutu áfram niður á við
sem hvirfilvindur.
Hvernig gátu þessir hestar haft fótfestu?
Það vissu þeir ekki, og áreiðanlega hefði eng-
inn enskur hestur getað það. Þó án þess að
hrasa eða detta hentust þeir yfir stórar kletta-
snasir, þangað til þau loks náðu sléttunni fyrii
ofan lækinn, eða réttara sagt gljúfrið, sem læk-
urinn rann í gegn um. Godvin sá það og föln-
aði. Voru þessir menn vitskertir, er vildu neyða
hestana til þess að stökkva þetta með tvöfalda
byrði. Hvað sem að kynni að verða, hestarnir
töpuðu fótfestu, hlypu of stutt eða því um líkt,
yrði það bráður bani.
En gamli Arabinn fyrir aftan Wulf hrópaði
eitthvað til hestanna, og Masonda hélt enn þá
fastar yfir um Godvin og hló í eyra hans.
Hestarnir heyrðu kallið, og virtust sjá hvað til
stæði. Þeir teygðu úr sér og þutu áfram yfir
sléttuna. Nú voru þeir komnir á hinn hræði-
lega stað, og Godvin sá sem í draumi, kletta-
brúnirnar, gjána milli þeirra og freyðandi læk-
inn á botni hennar fyrir neðan sig. Hann fann
hvernig hesturinn safnaði öllum kröftum sínum,
til þess á næsta augnabliki að fljúga út i loft-
ið eins og fugl. Og var það draumur eða veru-
leiki — meðan þau svifu yfir hinni voðalegu
gjá fanst honum kvenmannsvarir snerta kinn
sína. Hann var þó ekki viss um það. Hver
gat það verið á sliku augnabliki, þar sem dauð-
inn gein undir fótuni þeirra. Máske var það
vindurinn sem lék um hann. En á þessu augna-
bliki hugsaði hann áreiðanlega um annað frek-
ar en kvennavarir.
Þau svifu gegn um loftið. Ilvítan niður í
djúpinu var horfin og þeim var borgið. Nei,
honum fanst Eldur missa fótfestu á afturfæti,
svo þau féllu og voru glötuð. En hvað þessir
handleggir vöfðust fast utan um hann, og and-
lit hennar þrýstist fast að hans! Nú var alt
búið. Þau þeystu niður fjallshlíðina, og við
hlið Elds hljóp hinn svarti Reykur með Wulf á
baki, er hrópaði: „Mætið d’Arcy! Mætið d’Ar-
cy!“ og fyrir aftan hann sat gamli Arabinn, án
vefjarhötts með hvitu kápuna flögrandi fyrir
vindinum, sem einnig hrópaði hátt: „Hraðar og
hraðar. Hafa hestar nokkurntíma hlaupið eins
hratt?“ Hraðar og ennþá hraðar, þangað tií
vindurinn hvein um eyru þeirra, og þeim virt-
ist jörðin svífa burt undir fótum þeirra. Þau
þutu áfram yfir hallann, sléttuna og akrana fyr-
ir neðan, og loks námu þeir Eldur og Reykur
staðar hvor við annars hlið, og stóðu eins og
þúfur á veginum löðrandi af svita, en geislar
kvöldsólarinnar slóu á þá dökkum roða.
Takið um mitti Godvins losnaði. Það hafði
auðsjáanlega verið fast, því á hinum sívölu,
beru handleggjum Masondu sáust förin eftir stál-
brynju Godvins er hann bar undir serk sinum.
Hún rendi sér af baki og horfði á þá með einu
af sínum töfrandi brosum.
„Þið sitjið vel, pílagrímar, Pétur og Jón, og