Heimilisblaðið - 01.07.1916, Blaðsíða 9
HEIMILISBLAÐIÐ.
105
1
i
j|roeðurnir.
Eftir
Eider Haggard. la^jir^a
[Frh.]
Þriðja morguninn spurði Masonda húsfreyja
þá, þar eð þeir höfðu ekkert ráðfært sig við
hana frekar, hvort þeir hefðu ekki minst á,
að þeir vildu kaupa hesta, og þegar þeir játuðu
því, bætti hún við, að hún hefði gert manni
boð að færa sér tvo hesta, sem þeir gætu nú
litið á, þvi þeir væru nú í hesthúsinu bak við
garðinn.
Þeir gengu þangað ásamt Masondu og fundu
þar alvarlegan Araba er hafði sveipað um sig
kápu af úlfaldahári, með spjót í hendi. Hann
stóð við hellisdyr sem svo víða í Austurlönd-
um eru notaðir fyrir hesta, þar sem hitinn er
svo geisimikill.
Þegar þau nálguðust hann, sagði Masonda.
„Ef ykkur lízt vel á hestana, skuluð þið láta
mig annast kaupin, og láta sem þið skiljið mig
ekki“.
Arabinn, sem gaf bræðrunum engan gaum,
heilsaði Masondu og sagði við hana á arabisku:
„Er það vegna þessara Franka, að mér er
skipað að færa þér þessa dýrmætu hesta?“
„Hvað kemur það þér við frændi, sonur
eyðimerkurinnar?" spurði hún. „Láttu þá koma
út, svo ég geti séð hvort það eru þeir, sem ég
hefi gert boð eftir“.
Maðurinn sneri sér við og kallaði inn í hell-
inn:
„Eldur, komdu hingað!“
Það heyrðist hófatak, og út um lágu boga-
göngin hljóp hestur, fegri en þeir höfðu nokk-
urntíma fyr séð. Hann var grár að lit með
svarta stjörnu i enni. Hesturinn var ekki mjög
hár en sterklega bygður. Hann hljóp hneggj-
andi út, en þegar hann kom auga á Arabann,
húsbónda sinn, nam hann staðar við hlið hans,
og stóð þar„kyr sem steingerfingur.
„Heykur, komdu út!“ kallaði Arabinn aftur,
og kom þá annar hestur, og nam sá staðar við
hlið hins. Að stærð og byggingarlagi voru þeir
alveg eins. en þessi var hrafnsvartur að lit,.
með hvíta stjörnu i enni. Augu beggja voru
mjög fjörleg.
„Arabinn segir að þetta séu hestarnir“,,
sagði Masonda, og vék sér að bræörunum.
Þeir eru tvíburar, sjö vetra gamlir, og var al-
drei kovnið á bak þeim fyr en þeir voru sex
vetra. Þeir eru komnir af hinni fjörugustu
hryssu á öllu Sýrlandi, og ættartölu þeirra má
rekja langt fram í tímann“.
„Það eru gullfallegir hestar“, sagði Wulf, „en
hvað eiga þeir að kosta?“
Masonda endurtók spurninguna á arabisku,
en maðurinn ypti öxlum og svaraði á sama
máli:
„Þú veizt að um verðið er ekki að tala,
því þeir verða aldrei of borgaðir. Segðu til
hvað þú vilt borga“.
„Hann segir“ sagði Masonda við bræðurna,
„að þeir kosti hundrað gullpeninga báðir. Get-
ið þið borgað svo mikið?“
Bræðurnir litu hvor á annan. Upphæðin
var mikil.
„Slíkir hestar hafa bjargað mannslífum fyr“,
sagði Masonda, „og ég get varla boðið honunr
minna, því ég veit að i Jerúsalem væri hægt að fá
fyrir þá þrefalt meira. £f þið óskið þess, skaf
ég lána ykkur peningana, því þið hafið óefað
einhverja dýrgripi til þess að leggja fram að
veði, til dæmis hringinn sem Pétur bará brjóstinu“.
„Við höfum peninga sjálfir“, svaraði Wulf,
sem gjarnan hefði viljað borga sinn síðasta eyri
til þess að fá þessa hesta.
„Þeir vilja kaupa þá“, sagði Masonda.
„Þeir vilja kaupa þá, en geta þeir riðið
þeim?“ spurði Arabinn. „Það er ekki fyrir
börn né pílagrima að ríða slíkum hestum. Kunni
þeir ekki að ríða, fá þeir ekki hestana, nei, — alls
ekki, og það þó þú biðjir mig um þá“.
Godvin svaraði, að hann héldi að þeir gætu
það, að minsta kosti vildu þeir reyna. Arab-
inn yfirgaf þau og gekk inn í hellinn, og með
aðstoð tveggja hestasveina kom hann með beisli
og söðla gagnólika þeim er bræðurnir höfðu
áður séð.
Það voru aðeins þykk, stoppuð teppi sem náðu
langt aftur á lend, gyrt með sterkri söðulgjörð,