Heimilisblaðið - 01.07.1916, Blaðsíða 13
HEIMILISBL AÐIÐ
109
„Að líta eftir hestunum okkar og borga
frænda yðar, Arabanum", spurði Wulf. „Nei,
er það satt! Mér virtist ég sjá ykkur gera
hið fyrra fyrir góðri stundu, en hvað snertir
hið síðara, þá er það árangurslaust, sonur eyði-
merkurinnar er farinn".
„Farinn! og með hestana?"
„Nei, þá skildi hann eftir“.
„Borguðuð þér honum þá, frú?“ spurði
Godvin.
Það var auðséð að Masonda gladdist við
þetta kurteisa ávarp, því rödd hennar, sem
oftast var nokkuð kuldaleg og hörð, varð mild-
ari þegar hún svaraði, og í fyrsta sinn nefndi
hún hann fullu nafni.
„Sir Godvin d’Arcy, hversvegna nefnið þér
mig frú, sem er aðeins léleg gistihússtýra, sem
öðru hverju verð að gera mér að góðu að vera
kölluð ýmsum auknefnum. Já, máske hefi ég
einusinni verið frú, áður en ég varð matselja,
en nú er ég ekkjan Masonda, eins og þið eruð
pílagrímarnir Jón og Pétur. Þó þakka eg yður
fyrir þetta orð“.
Um leið og hún gekk eitt eða tvö skref til
baka, hneigði hún sig svo tignarlega og yndis-
lega, að hver sem sá, hlaut að ganga úr skugga
um, að hvað svo sem hún var, var hún ekki
fædd og uppalin i veitingahúsi.
Godvin galt henni í sömu mynt, og tók um
leið hatt sinn ofan. Augu þeirra mættust, og
hann gat lesið það í augum hennar, að hann
þurfti engin svik að óttast frá hennar hendi,
hvað svo sem fyrir kynni að koma. Hversu
skuggaleg sem leið hans kynni að verða, mundi
hann þó frá þessu augnabliki geta vogað lífi
sinu í hennar hendur. Slíkan boðskap fanst
honum hann geta lesið í augum hennar, og
einmitt honum ætlað að lesa. Þó fanst honum
hann vera óttasleginn inst í hjarta sínu, og
Wulf sem sá nokkuð af þessu, og gat sér til
um meira, varð líka hálfkvíðandi. Honum kom
til hugar, hvað Rósamunda hefði sagt, hefði
hún séð slíkt augnaráð hjá konu, sem verið
hafði frú, en nú var matselja, og sem kölluð
var spæjari, Satans barn og Al-je-bals dóttir.
Fyrir hugskotssjónum hans var þetta augnaráð
sem leiftur um niðdimma nótt, sem eitt augna-
blik lýsir upp töfrandi, óþekt Iandssvæði, en
nóttin verður enn dimmari eftir en áður.
„Síðan sagði Masonda með sinni venjulegu
kuldalegu rödd: „Nei, eg borgaði honum ekki.
Loks vildi hann ekki taka við peningum, en
þar sem hann hafði gefið loforð sitt, þá vildi
hann ekki rjúfa það við riddara sem sætu eins
vel hest eins og þið. Þess vegna gerði ég
samning við hann i ykkar stað, sem ég vona
að þið samþykkið báðir, því ég gaf honum orð
mitt að veði, og Arabi þessi er höfðingi og
frændi minn. Takið nú eftir: Ef þið og þess-
ir hestar halda lífi, og sá tími kemur, að þið
þarfnist þeirra ekki frekar, þá annist þið um,
að opinberi vörðurinn á torginu í þeirn bæ er
þið verðið í þegar þar að kemur, lýsi því yfir
opinberlega, að þeir verði innan sex daga af-
hentir þeim aftur er hafi léð þá. Komi eig-
andinn ekki á þeim tíma má selja þá. Sam-
þykkið þið það?“
„Já“, svöruðu báðir, en Wulf bætti við:
„Við vildum aðeins gjarnan fá að vita, hvers-
vegna Arabinn, frændi yðar, fær oss í hendur
þessa ágætu hesta með svo góðum kjörum11.
„Morgunverðurinn er tilbúinn“, svaraði Ma-
sonda og rödd hennar var hörð sem málmur.
Wulf hristi höfuðið og fylgdist með henni
inn í borðstofuna, sem nú var eins tóm og
þegar þeir kornu þar fyrst.
Frh.
I. í dalnum.
Hvergi finst mér hjarta landsins nær
en hérna upp i smádal milli fjalla.
Og mannlífssolli sálin hvergi fjær,
né sorg, en upp við bera hamrastalla.
Við fossins óma finnur hjartað frið,
i fögru blómaskrúði er sælt að dreyma.
Og hversu er gott við ljúfan lækjar nið,
að láta um’ dulda geima hugann sveima.
Hér finn eg bezt að ættjörð á eg til,
með óðul helg og merk í fangi sínu.