Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1917, Side 8

Heimilisblaðið - 01.04.1917, Side 8
42 HEIMILISBL AÐIÐ aðra í sundur og niðast stórkostlega á mörgum saklausum smáþjóðum um leið? Og drepa og kvelja þenna feikna fjölda af alveg saklausu og varnarlausu fólki? Og þykjast svo vera rétt- látar eftir alt saman? Það þykir lika undarlegt, að Gamla-Testa- mentið kennir, að t. d. vatnsflóð, eldgos, jarð- skjálftar, hallœri og drepsóttir séu refsing- ar sendar af reiði Guðs, eða, eins og stund- um er sagt, reynsla send at' agandi kærleika hans; já, undarlegt er þetta víst. En því lætur Guð þá allar þessar og fleiri þvílikar plágur eyða ótal þúsundum, og það al- veg saklausu fólki, enn i dag? Því iét ekki hjálparhönd hans til sín taka við jarðskjálftana í Lissabon 1755, og í Messina 1908, og við „Titanic" 1912? Yoðalegur er líka 5. Mós. 13. kapítuli, er skipar að drepa ástvini fyrir afguðadýrkun. En hún þótti þá eins og versta morð. Hann er ekki búinn að gera upp reikn- ingana. Hann gerir það fyrst annars heims, og bætir þá öllum verum alt böl, og „seður alla von og þrá sem kveikti hann“. Þarna held eg sé eina nýta úrlausnin. Og enginn skal því hneykslast á ógnarorðum Gamla-Testamentisins. Nýju bibliufræðingarnir segja nú auðvitað, að þessi og þvílik heiftarorð hafi guð aldrei tal- að. En þau hafa samt verið eignuð honum, og þau gengu undir nafni hans á dögum Gamla- Testamentisins. En hafl hann á’drei talað þau, þvi lét hann þá Krist og postulana ekki leiðrétta svona stórkostlegan misskilng P Og hver getur nú annars sagt og sannað, að alheimsstjórnin megi ekki fara með mennina eins og henni sýnist? eða að henni þurfi að vera annara um þá en dýrin og plönturnar? Þarna þegja vísindin. Trúarbrögð- in ein kenna, að' maðurinn sé óskabarn Guðs. Ætli það sé þá ekki eins fallegt að trúa þeim? En alheimsstjórnin sjálf hlýtur að ábyrgjast sannleik þeirra. En þólt lög Israels dæmi guð- leysið hart, þá eru þau samt í mörgu langt á undan sínum tíma, já í sumu á undan vorum tímum. Og sum hörðu Iögin höfðu ekki litla kosti. Hin ströngu skírlífislög hafa t, d. átt mikinn þátt í því að gera heimilislíf Gyðinga hreint og trúfast. Þrœlalögin voru alténd í þvi á uudan tímanum, að allur vinnulýður hafði kringum sjötta hluta ársins fyrir hvíldardaga. Og lögin um fátœka, ekkiur og útlendinga vo'ru svo frjálsleg og mannúðleg, að lítilmögn- um þessum var leyft að bjarga sér á svo marg- an hátt, sem bannaður var í öðrum löndum, já, sem er viðast hvar bannaður enn í dag. Sjá 2. Mós. 22. og 23. kap.; og 3. Mós. 19. og 24. kap.; og 5. Mós. 15. og 24. kap. ogvíðar. Og kvennalög þau, er skylduðu hvern ó- giftan mann til að eiga ógifta barnsmóður sína, voru sannarlega enn þá lengra á und- an vorum tímum, hvað þá nú þeim líma. Sjá 2. Mós. 22, og 5. Mós. 22. Eins er með herþjónustulögin; sjá 5. Mós. 20. Samkvæmt þeini var eiginlega enginn skyld- ugur til að verða hermaður, nema hann vildi það sjálfur. En hámentaðar og „sannkristnar“ þjóðir 20. aldarinnar, leggja dauðahegningu á þá, sem af- segja herþjónustul Er það nú frarqþrþun!I Skammast má menningin nýja sín fyrir Móses- ar lögum. Ví sur. Að heilsa vin, sem kemur, það hjarlans fögnuð lér, en hrygðarefni’ að kveðja þann vin, sem burtu fer. En sé hann, er burt víkur, sannarlega, oss kær, vér sjáum hann í anda, þótt staddur verði fjær. Þótt líkamans augun ei lengur horfist á og lengra orðið millum en brosið megi sjá, þá geta þó ástvinir, andans sjónum með, hver annars tillit broshýrt í fjarlægðinni séð. Þú árdags fagra suuna, send aftni geisla þinn, Þú æsku vonarfegurð, prýð gamalsaldurinn. Sá kærleikur, sem fagnar, er komnuin heilsa má, hann kveður þann, sem burt fer, með endur- fundar spá. (Ingemann). Þýtt af Br. J.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.