Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1917, Page 11

Heimilisblaðið - 01.04.1917, Page 11
H’ÉIMÍLISBLAÐIÐ 45 ),Ó! segið það ekki!“ hrópaði Wulf um leið °g hann greip handlegg hennar, en Godvin hall- aði sér upp að hellisveggnum. »Hversvegna ætti eg að leyna sannleikan- Um? Hafið þið ekki augu til þess að sjá, að - hann er hrifinn af fegurð hennar, eins og þið hmi'r- Sínan húsbóndi minn misti fyrir skömmu ^'otningu sína — hvernig, þurfum við ekki að sPyrja um, — en sagt var að hann hefði verið 0r8inn leiður á henni. En laganna vegna verður hann að syrgja hana í einn mánuð, frá tungl- fyllingu til þeirrar næstu, en daginn eftir fyll- lnguna, sem er þriðja morgun hér frá, getur hann gift sig aftur, og eg hygg að hann ætli sér ganga að eíga hana. Til þess tíma er systur ykkar jafn óhætt eins og hún væri á heimili sínu á Englandi, áður en Salah-ed-din dreymdi draum sinn. »Þess vegna" sagði Godvin, „annað hvort a<5 vera sloppnir, eða þá að deyja". ,,Það er einn þriðji vegur“, svaraði Masonda °g ypti öxlum. „Hún gæti orðið kona Sínans“. ^ ulf tautaði eilthvað milli tannanna, gekk siðan nær henni og sagði ógnandi: „Bjargið henni, eða —“ „Hættið, Jón pílagrímur“, sagði hún hlæj- andi. Ef eg bjarga henni, sem vissulega mun eiíitt veitast, er það ekki af ótta við yðar langa sverð“. „Hvað ætti þá að geta hrært yður Mas- on a • spurði Godvin hryggur. „Að bjóða > ur peninga væri gagnslaust. þó við gætum“. „ aS gleður mig að þér spöruðuð yður þá m° gun , svaraði hún með leiftrandi augum, „pví þá hefði verið úti. um þolinmæði mína. 0 —, bætti.hún við vingjarnlegri i bragði, „pegar þið hafið séð heimili mitt, og hvað eg virðist vera“, 0g hún leit á föt sín og bikarinn tóma er hún hélt. á i hendinni, „er það ekki undarlegt. Takið nú eítir hvað eg segi og gleymið engu af þvi. Nú sem stendur hafið P10 hylfi Sinans fursta, því hann heldur að þið séuð bræður Rósamundu, en á sama augnabliki hann fær að vita hið sanna, að þið séuð J1 ar hennar, er dauðadómur ykkar upp kveð* mn. það sem Frankinn Lozelle veit, getur ‘ena minn fengið að vita hvenær sem hann vill og þeir hittast. Þangað til eruð þið frjáls- ir. Þegar þið á morgun ríðið um trjágarðinn, eins og þið eruð vanir að gera, þá takið vel eftir háa hamrinum hérna fyrir utan, og hvern- ig þið getið komist að honum, jafnvel í myrkri. Á morgun er tunglið kemur upp, verður ykkur fylgl að mjóu brúnni, svo þið getið vanið hest- ana við að fara hana i tunglsljósi. Þegar þið svo hafið komið hestum ykkar inn aftur, þá gangið út í garðana og komið hingað án þess vart verði við. Það ætti að vera auðvelt, því hér er svo afskekt. Verðirnir munu leyfa ykk- ur framhjá, því þeir halda að þið ætlið að drekka glas af víni með vinum ykkar, eins og venja er hér meðal gesta. Komið svo inn í þenna helli, því hérna er Iykillinn“, og hún rétti hann að Wulf, „og verði eg ekki komin, þá biðið mín. Þá skal eg segja ykkur fyrir- ætlun mína, ef nokkur verður, en þangað til verð eg að íhuga alt nákvæmlega. En nú er orðið framorðið, og er því bezt að þið farið héðan“. „En þér Masonda“, sagði Godvin hikandi, hvernig komist þér héðan?“ „Þá leið sem þið þekkið ekki, þvi eg er drotning leyndardómanna í þessum bæ. Eg þakka yður þó fyrir umhyggju yðar fyrir mér. Farið nú, segi eg, og læsið dyrunum“. Þeir gerðu þegjandi eins og hún sagði þeim og gengu svo til baka gegn um trjágarðana, er nú virtust vera alveg mannlausir, til herbergja sinna, og hleyptu verðirnir þeim inn án þess að spyrja þá nokkurs. Þá nótt sváfu bræðurnir saman, þvi þeií óttuðust að svæfu þeir sinn í hvoru rúmi, yrðu þeir máske rannsakaðir án þess þeir vöknuðu. Þeim virtist líka eins og áður, að þeir heyrðu fótatak og mannamál i myrkrinu. Þegar þeir morguninn eftir höfðu lokið morgunverði, biðu þeir um stund, því þeir von- uðu að þeir fengju að tala við Rósamundu eða þá að sjá hana, eða að minsta kosti mundi Masonda þó koma til þeirra, en hvorug kom. Loks kom einn af foringjunum sem gaf þeim merki að fylgjast með. Þeir hlýddu, og var nú farið með þá um mörg herbergi að dómara- pallinum, og sat Sínan þar fyrir í hinum svarta

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.