Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1917, Síða 14

Heimilisblaðið - 01.04.1917, Síða 14
48 HEIMILISbi^ÁÐIÐ Breyting. Margir kaupendur Heimilisblaðs- ins hafa kvartað yfir auglýsingunum, sem eru í sjálfu blaðinu. Sumir jafnvel viljað borga meira fyrir blaðið, og vera lausir við þær. Sjálfur kysi eg helzt að þær mættu hverfa. En þær eru tekjulind og vissir peningar við hendina. Og síðan í arsbyrjun 1916 hefir prentunarkostnaður aukist svo gífurlega, að nú jafnvel get eg ekki stgðist við útgáfu bláðsins þó þær séu, og hlýt við næstu áramót að hækka blaðverÖið að minsta kosti upp í kr. 2,50 til þess að geta gefið blaðið út án mikils tekju- halla. En nú vil eg gefa kaupendum blaðs* ins kost á, að losna við auglýsingarnar úr blaðinu og fá allar 16 síðurnar þétt lesmál, og að minsta kosti 8—9 síður í hverju blaði sögu- le8mál, en þá sé verð blaðsins 3 Tcrónur ár- gangurinn. Eg hefi úrvals fallegar sögur handa blaðinu að flytja. Eg vil benda kaupendum blaðsins á það, að á þennan hátt mundu þeir fá, aðeins sögulesmál, sem svariði 25—30 arka bók í sama broti og sagan „Bræðurnir“, eða „íslendingasögurnar“ og slík bók mundi alls ekki kosta minna, eftir núgildandi bókaverði, en 3—4 krónur, og er þá alt Heimilisblaðið ekki dýrt seit á 3 krónur. Og þegar kaupendur gæta þess, að á þessum tveimur síðustu styrj- aldarárum hefir útgáfukostnaðurinn aukist svo, að nú er hann orðinn 200% dýrari en í árs- byrjun 1916, en eg hefi ekkert hækkað verð blaðsins, þá verða þeir að játa, að eg hefi ekki viljað ganga á þeirra hluta. Eg get þessa svona snemma, til þess að fá tækifæri til að heyra álit kaupendanna í sum- ar og haust, sérstaklega ef einhverjir eru þessu mótfallnir. Eg held að kaupendur græði á þessu, og eg liefi góða von um að geta gefið blaðið út framvegis, þó þessi breyting yrði. Eg mun halda áfram með hannyrðamyndir í blaðinu strax þegar samband fæst aftur við Norðuriönd. TJm 40 pkntanir að fyrsta árgangi Heimilis- blaðsins hefi eg skrifaðar hjá mér. Eg bjóst við að geta sent þær nú með vorinu, en því miður varð það ekki og verður ekki úr þessu fyr en-af léttir styrjöldinni. Þeir sem vilja fá blaðið frá upphafi geta sent mér pantanir, þvi eg læt prenta upp blöðin sem vanta, þó seinna verði. En þolinmóðir verða kaúpendur að vera. Gtleymst hefir mér aðegeta verðs bókarinn- ar „Bræðurnir“ við einstaka útsölumenn og hafa þeir selt hana á 2 kr. í stað kr. 1,75, en þetta getur lagast, er þeir kaupendur fá síðara heftið. Hannyrðapantanir þær, sem mér hafaborist, hefi eg sent til Kaupmannahafnar og þaðan eru þær sendar beint til pantenda, en tafir verða auðvitað á því nú, vegna samgöngu- teppunnar. Bannvinafélag er nýstofnað hér í Reykja- vík. t stjórn þess eru: Halldór Jónasson cand. phil., Jónas Jónsson kennari, frá Hriflu, Sigurð- ur Gunnarsson præp. hon., Jón Rósenkranz læknir og Jón Asbjörnsson yfirdómslögm. Bannvinafélög, sém myndast kynnu út um Iand, ættu að koma sér í samband við þetta nýstofnaða félag hér. Smásögur Dr. Péturs Péturssonar biskups, safuið frá 1877, óskast keyptar háu verði. ísleuzk æfintýri, safnað hafa M(agnús) Grímson og J(ón) Árnason, Rvík 1852, óskast keypt iiáu verði. Þjóðvinafélgsalmanökin fyrir árin 1890, 1891 og 1906, óskemd, kaupir útgefandi Heim-1 iiisblaðsins. Titilblað 26. árgangs Fjallkominnai’ vantar útg. Pleimilisblaðsins,

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.