Heimilisblaðið - 01.11.1918, Qupperneq 4
162
HEIMILISBLAÐIÐ
lyndi; hann lét engar tálmanir aftra sér frá
því að gegna skyldu sinni. Hann, sexn ekki
var annað en fátækur preslssonur, lét ekki í
hlé síga, fyr en lyfjabúð væri reist á setri
hans, Nesi við Seltjörn, og lyf seld, dönsk
yfirsetukona fengin bingað með föstum laun-
um, yfirsetukonur yfirheyrðar af landlækni,
og 100 rdl. laun þegar handa hverri þeirra
og settir 3 fjórðungslæknar með ákveðnum
launum og föstum bújörðum. Sjálfur var
hann læknir Sunnlendinga og áður en liann
gæti kent og útskrifað iæknaefni, þá hafði
hann alt landið undir.
Þelta er ekki lílið eins manns verk á þeim
tírnum, og ekki neitt meðalmanns verk. Áður
en Bjarni kemur til sögunnar, eru hér fáir
læknar og lítt lærðir og lyfsala því nær eng-
in. —
Bjarni sat fyrst á Bessastöðunx, ineðan
verið var að reisa íbúðarhús hans í Nesi;
var það steinhús rnikið og ramgert; þangað
ílutti hann 1763. — »Standi það fast sem
steinbrú«, lcvað Eggert.
Embætlið stundaði hann af alefli og fram-
ar en hann hafði kra’fta til. Hann liorfði
ekki í kostnað við ferðalög, meðu), greiða;
gaf hann fjarskann allan af meðulum og ferð-
ir og læknishjálp; ekki til að kaupa sér lof,
heldur til þess að koma stofnuninni í góðan
þokka hjá ahnenningi. Stofnun lytjabúðar-
innar var hans verk og með henni gafst hon-
um færi á að likna mörgum. Hann hélt henni
með miklum kostnaði í 12 ár; en þegar lyfsal-
an var farin að bera sig þolanlega, þá var
hún frá honum tekin og fengin öðrum; var
engin furða þó að honum félli það sárt.
»Enginn vorkendi mér«, segir hann, »og al-
drei möglaði eg mér vitanlega, hcldur gerði
það alt með gleði, hvað sem það kostaði
framan af«.
Alls kendi Bjarni 11 piltum, þrátt fyrir
ýmislegt annríki annað og unxsvif. Jón
Pétursson og Magnús Guðmundsson urðu
fjórðungslæknar nyrðra, Jón Einarsson og
Hallgrímur Bachmann vestra og Brynjólfur
Pélursson eystra. Aðrir liætlu námi eftir
skemmri eða lengri tíma og snerust að öðru;
féll Bjarna það þunglega, vegna áhuga síns
á viðgangi læknismentarinnar hér á landi.
Lærisveinum sínum var hann liálförðugur í
fyrstu, en þegar eðli þeirra og geðslag var
honum að skapi og þeir þoldu vel raunir
hans, þá varð hann þeim sem ástríkasti faðir
og spai’aði þá ekkert þeim til fræðslu og
frama og gerði þá jafna sér urn borðhald og
annað.
Það má með sönnu segja, að Bjarni sleit
sér algerlega út í þarfir föðurlandsins.
Honum var sérlega ant um að ráð hans
og læknisaðgerðir kæmu að haldi, hver sem
í lilut átti. Lækninga-forskriftir hans voru
jafnan sérlega nákvæmar, orðfullar og greini-
legar; gerði hann ekki aðeins ráð fyrir öllu,
er fyrir kynni að koma, heldur sagði hann
til livers liann ætlaðist með því og því með- »
ali, enda gladdi það hann innilega, þegar
einhverjum batnaði af ráðum lians og með-
ulum. Sagði hann löngum, að það væri sér
bezta borgunin og galt þeim jafnvel þakkir
fyrir, sem leituðu til hans í líma fyrir sjálfa
sig eða aðra. Fátt xnun hann hafa í ráðist af
embættisverkum svo, að ekki bæði hann
Guð að koma til með og blessa meðulin,
eins og sjá má af niðurlaginu af bréfi hans
til Fínns biskups 21. júlí 1776: »En þú rétl-
nefndi góði Guð, blástu miskunnaranda að
meðulum þínum!« Hann þyktist við, ef hann
fékk ekki að vita af hverju helzt stóð bali
af ráðlögðum meðulum, — Það var oft vani
lians, er hann kom heim frá sjúkum, að
heimla kirkjulykil, áður en hann gengi til
herbergis; læsti hanu sig þar inni um stund
og varpaði sér flötum og þakkaði Guði sín-
um, þegar vel gekk, en barmaði sér ella og
minti Guð jafnvel á, að hann hefði lofað að
styrkja góðan vilja, og honum væri það til
dýrðar að hjálpa þræli sínum. Sérstaklega er
við brugðið hepni og vitsinunum Bjarna,
þegar jóðsjúkar konur áltu í hlut. Ef stóra
slcurði þurfti að gera, þá lét hann sjúkling-
ana ol’last ná prestsfundi áður, og votta hafði
hann við, ef um líf eða dauða var að tefla.
Einatt voru margir sjúklingar heima hjá
Bjarna, lengur eða skernur.
!