Heimilisblaðið - 01.11.1918, Page 6
164
HEIMILISBLAÐIÐ
Viðbót um trúarbrögð og lífsskoðanir
eítir Gl. Hjaltason.
I.
Nýju algengu, ókristnu skoðanirnar.
Þegar eg 1915 ritaði í Heiinilisblaðið um
trúarbrögðin og lieimsstríðið, gat eg um
trúarvakninguna í slríðslöndunum haustið
1914, og um friðartilraunir sænska yfirbisk-
upsins, kristindómsanda ensku kirkjunnar,
þjóðrækni frakkneskra, þýzkra og enskra
presta, og lolcs um það, að vér íslendingar,
sem allaf erum lausir við hernað, ættmn að
verða fyrirmyndir annara þjóða í friðsemi.
Svo ritaði eg i blaðið 1916 og 17 um trú-
arbrögð og lífskoðanir. En ritgerð sú komst
ekki eins langt og eg lofaði. Eg á því eftir
að lýsa mörgum lífsskoðunum, sem nú eru
í heiminum. Eg hætti við það,. bæði af þvi
eg liélt það yrði of Iangt mál í blaðið, og
svo af því að nú sem stendur ber svo lítið
á þessum skoðunum flestum. Bað er eins og
striðið dragi úr öllu andlegu lífi nema krist-
indóminum og liinum hreina andkrislindómi.
Hið bezta og versta er nú að komasl i a}-
gleymings ófrið. Sarnt skal eg rétt nefna
nokkrar af þessurn helztu skoðunum. En
meira um þær geta menn lesið í 19. öld Ág.
Bjarnasonar. Þær eru í rauninni gamlar að
mörgu leyti, þótt vér nefnum þær nýjar.
Ein þeirra er efnishyggjan (Materialismus).
Hún ýmist neitar eða efar tilveru Guðs og
segir að sálin deyi með líkamanum. Saint
hefir liún oftast haldið fast við kristilegt
siðalögmál. Hún er í rauninni afgömul, því
Epikúros og lleiri fornaldarspekingar aðhylt-
ust hana. Keniur fyrir að hún lieíir þó eins-
konar guðstrú. Heldur hefir efnishyggjan fall-
ið í gildi síðan um aldamót.
Svo er övissustefnan (Agnoslisismus), hún
er mjög lík gömlu grísltu efaspekinni, telur
ómögulegt að segja neitt víst um Guð og
annað líf, og fleira sem andlegl og ósýnilegt
er, en heldur þó fast við mannúðina. Margt
er af þessum óvissumönnum liér á landi.
Svo er ýmisleg andatifstrú (Spiritúalismus)
og er hún nokkuð annað en andatrú (Spirit-
ismus). Hún trúir meira eða minna á guð-
dómlegt vald og eilíft líf mannsandans og
játar líka að Kristur sé vor æðsti leiðtogi.
Hér er altaf talsvert af andalífstrúarmönnum
og hefir þeim heldur fjölgað í heiminum um
þessi aldamót.
Svo er únilaratrúin, sem að miklu leyti
hefir svipaða trú á Guði og spámenn ísraels
eða beztu spekingar Grikkja. Einnig hún
trúir að Krislur sér mesti og bezti trúfræð-
arinn.
Eg þekki sárfáa verulega únítara hér á
landi. Það þarf annað og meira lil að vera
góður únítari en að neita guðdómi frelsar-
ans.
Svo er hin alkunna andatrú eða andaskoð-
un, er liún einna ahnennust í enskumælandi
löndum, helsl meðal æðri stétta, en hinar
nefndu skoðanirnar eru aftur nokkurnveginn
jafnl í öllum menningarlöndum og ekki frem-
ur í hærri en lægri stéttunum. Hún hefir að
lillölu náð sér betur niður hér á landi en
víðast livar annarsstaðar þar sem eg þekki til.
Loks má nefna guðspekina, sem að sumu
leyti er runnin af fornum indverskum ritum,
er hún nú algengust meðal enskra þjóða.
Hún hefir líka fengið duglega menn á silt
band hérna.
Allar þessar skoðanir, svo ólíkt sem þær
tala um Guð og sálina, hafa svipaða lotningu
fyrir Kristi og kenning hans, og standa þvf
með annan fótinn á kristilegum grundvelli,
fylgja kristilegum siðareglum allar, alténl þó
í orði. Eru þær þvi lítil en veruleg Ijós hver
á sinn hátt. Má líkja þeim við stjörnu, norð-
urljós og tunglsljós, og þegar þær lýsa bezt,
eru þær eins og sólskinslaus dagur.
Öll verða þau dauf hjá sólardýrð kristin-
dómsins. Það er hann, sem nú lýsir og
vermir, göfgar og gleður, huggar og hreystir
langbezt allra andlegra ljósa. Ófriðarstraum-
arnir slökkva þau meira eða minna, en bann
logar skærast þegar syndaflóð vígablóðsins
rís liæst.
Kristindómurinn lifir altaf og fremur eflist