Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1918, Síða 14

Heimilisblaðið - 01.11.1918, Síða 14
172 HEIMILISBLAÐIÐ sEf eg gæti talað við hann fá orð í ein- rúmi«, svaraði hann, »þá gæti eg látið eins og eg hefði verið kvæntur áður«. »Kvæntur áður?« Eastling lávarður tók orðin upp eltir honum og málrómurinn titraði af skelfingu. Svo krepti hann hnefana og eldur brann ár augum honum, og hefði leynilögreglu- maðurinn ekki þrífið í haun, þá hefði hann þotið eins og eldibrandur i gegnum mann- þyrpinguna og fram á brautarpallinn, til þess að þrifa Paul Payne út úr lestinni. »Verið þér nú rólegur«, sogði lögreglu- maðurin hljótt, en áminnilega. »Þér voruð að spyrja mig um fyrirætlanir mínar. Og nú ætlið þér að þjöta burt, áður en eg hefi lokið máli minu. Ungi lávarðurinn reyndi til að slita sig lausan. »Lofaðu — lofaðu mér að fara, stundi hann upp hásum rómi. »Eg get ekki vitað af henni systur minni eina stund með öðr- um eins þorpara. »Þér gleymið«, sagði lögreglumaðurinn rólega, »að vér getum, ef til vill, alls ekki komið í veg fyrir það«. »Sögðuðuð þér þá ekki áðan, að hann væri þegar kvæntur ?« »Nei, það gerði eg ekki. Eg hefi aldrei heyrt á það minst, að hann væri kvæntur. Það eitt sagði eg, að eg gæti, éf lil vill, komið dálítið flatt upp á hann, ef eg léti eins og hann væri það«. »Eastling lavarður hrukkaði ennið. — »Hvernig sem þessu öllu er nú varið«, sagði hann, »þá verðum við að ná henni frá honum. Lögregluþjónninn hélt honum enn aftur. »Fyrirgefið Iávarður«, sagði liann, »en þér megið ekki gleyma því. að við getum það, ef til vill, alls ekki«. »Við sjáum nú hvað setur«, svaraði ungi lávarðurinn, »cg vil þó að minsta kosti reyna það«. Hann reif sig nú lausan og ruddist fram á brautarpallinn og lét i veðri vaka, að hann hefði mikilvæg tiðindi að flytja einum far- þeganum, enda var það hverju orði sannara. Blóðið ólgaði iæðum hans. Hann var utan við sig; hann hugsaði ekki um neitt, nema þetta eina — frá því varð honum ekki vikið — að frelsa systur sina úr klónum á þorparanum, sem hafði leikið svona illa á hann. Hann var nú elcki lengar í neinum vafa um það, sem lögregluþjónninn hafði sagt. Honum fanst nú sjálfum, þegar hver minn- ingin á fætur annari flaug í huga hans og æsti hann upp, að það hefði verið full ástæða til að tortryggja Pál Payne þegar frá upphafi. Hann furðaði sig stórlega á því, að hann og hans fólk hefði tekið hann í samfélag sitt, þótt það vissi eltkert uffl hann annað en það, að Fitch var vinur hans, en þennan Fitch þekti það þó sama sem ekkert. Sögur Paynes um frelsisstríð Vestur- heimsmanna — útlendingslega áherslan á orðunum, þegar hann talaði við jarlinn og frú hans, — þetta og svo ótal margt annað smávægilegt, sem hann hafði látið sem vind um eyrun þjóta, fanst honum nú alt i einu verða sönnunargögn fyrir þvi, að þessi Payne væri ekki allur þar sem hann væri séður. Og þegar honum nú rann í hug, að þessi þorpari væri nú, ef til vill, löglegur eigin- maður systur hans, þá varð honum þvi í mun að skilja þau, meðan timi væri til. Meðan tími væri til? En var hann ekki útrunninn? Hann fór að hugsa um það. að ef Payne hefði í raun réttri verið ókvænt- ur þennan sama morgun, sem hann og systir hans voru gefin saman, þá væri hann nú löglegur eiginmaður hennar ogherraog hefði hlotnast þau réltindi, sem glæpa* mannsferill hans að undanförnu gæti eig1 úr gildi numið. En þó hann hugsaði þetta, þá breyth það ekkert fyrirætlan hans. Annaðhvort var Payne lögmætur eiginmaður Úrsúlu eða hann var það ekki; hann var þrát1 fyrir alt staðráðinn í að skilja þau, og Lrta nú ekkert augnablik ónotað til þess. Æðarnar þrútnuðu á enni hans og eldui

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.