Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1918, Side 16

Heimilisblaðið - 01.11.1918, Side 16
174 HEIMILISBLAÐIÐ vissi ekki silt rjúkandi ráð, Redding kink- aði þá til hans og leit til hans talandi aug- um og varð honum þá rórra og sieig eins og þægðarbarn inn í bifreiðina. Þegar Redding var seztur við hliðina á honum. þá leit hann á hann aftur spyrj- andi augum og þá brosti Eastling við hon- um og varð Redding það til uppörfunar. »Við verðum að reyna að fá hann til að trúa því, að við séum hættir að elta hann«, mælti þá Redding. »Hvernig þá?« mælti Eastling og kom fát á hann. »Tomkinson sá mig. Og hann sá mig verá á tali við yður; eg hygg, að eftir það haíi hann afráðið að fara með næstu lest. Svo mikið er víst, að af Euglandi verður hann að rýma, Hann vill ekkert hneyksli vekja, fyr en hann er úr allrí hættu. »IIneyksli?« át Eastling eftir honum. »Já, það yrði stórhneykslanlegt, jgf þér fynduð hann í járnbrautarlestinni og reynduð að draga liann út úr henni eða því um likt. Það væri næsta óheppilegt bæði hon- um og oss til handa, því að þegar öllu er á botninn hvolft, þá getur það samt sem áður svo vel átt sér stað, að hann sé rétt- mætur tengdabróðir yðar«. Þessi kvalræðishugsun hafði alt af búið í huga hins unga lávarðar. »Það kæmi honum ekki að miklu haldi«, svaraði hann og brann eldur úr augum hans, »þvi að syslir mín mundi eigi vilja hafá glæpamann að eiginmanni«. »Það er aldrei hægt að fortáka neitt, þeg- ar kona á í hlut«, svaraði Redding þurlega. »En hvert erum við nú að aka?« »Við erum að aka dálítið hérna i kring til þess að eyða tímanum. Þér vitið, að þér farið ekki með þessari lest, en að stundu liðinni fer önnur liér um til Dover og nemur staðar á Priórsstöðinni. Það er næsla líklegt. að hann fari með lienni og bíði svo við í Dover þangað til klukkan 10 í kvöld; þá á bátur að fara þaðan yfir sundið til Frakklands. Þér eruð að minsta kosti knúðir til að fara með þeirri lest, ef þér viljið eiga von á honum annaðhvoi't á leiðinni eða í Parisarhorg. Eg held að þau hafi haft í hj'ggju að gista í París í nótt?« »Iá«, svaraðí Eastling og hnyklaði brýrn- ar. —• »Gott og vel, eg verð hér kyr og held vörð hérnamegin við sundið, — og svo verðið þér að hafa allan veg og vanda af honum einn, því að eg þori að veðja við yður um það, að þér liittið hann, áður en dægur sé liðið frá þessari stundu. Hann sagði þetta svo hiklaust, að ný von tók að vakna hjá lávarðinum unga. »Hafið þér orðið nokkurs vísari?« spurði hann. »Ekki er það mikið, — — þó dálitið! Eg átti orðastað við nokkra af mínum mönnum, meðan þér voruð út á brautar- stéttinni, og þá komst eg að því, að þau væru þá þegar sloppin úr höndum yðar«. »PIvers vegna sögðuð þér mér það ekki þá?« spurði Eastling, og fauk í hann. Eg vil ekki, að með mig sé farið eins og eg sé barn. Heiður systur minnar er i veði. Eg verð þegar í stað að taka í strenginn«- »Já, að sönnu, lávarður, en það væri gagnslaust flan þarna á járnbrautarstöðinni. Henni hefði áreiðanlega komið það næsta illa. Nei, bíðið þér nú, þangað til þér hitt- ið hann innan fjögra veggja, þá getið þér sagt honum eins og yður býr í brjósti ?« »Þér getið reitt yður á, að það geri eg afdráttarlaust«, tautaði Eastling. Hann komst nú samt að þeirri niður- stöðu, að hyggilegast væri fyrir sig að fara algerlega að ráðum Reddings og svo för hann með síðdegislestinni til Dover. Hvergi sá hann brydda á þeim systur sinni og mági sínum, hvorki í Lundúnum. áður en hann fór af stað, né eftir að hann kom til Dover. Honum varð ná dálítið órótt iit af þvi, varð aftur vafamál, hvort það liefði verið h)rggilegt, að fara algerlega að ráðum Reddings og reiða sig á hann. Hann vissi nú ekki silt rjúkandi ráð. Hann gat ómögulega ráðið fram úr þessu á sínar eigiu spítur. Hann símaði til Wintersands að ráðum

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.