Heimilisblaðið - 01.05.1920, Side 3
HÍEMÍLÍS B L AÍ318
61
ið gömlum félögum sínum í kynni við hann.
í*etta var einskonar skilnaðarsamsæti tyrir
þá, — og hver vissi nema falla kynni orð
og orð frá munni Meistarans, sem einnig
gæti orðið til þess að kalla þá undir merki
hans.
Nú ber þess að gæta, að í Austurlöndum
og þá sérstaklega í smábæjunum líkjast slík-
ar stór-veizlur miklu meir opinberum hátíða-
höldum, en hjá oss. Þær eru haldnar fyrir
opnum dyrum og hverjum sem vill er heim-
ill aðgangur. Veizlusalurinn var líkastur stór-
um garði með þaki yfir, opinn á allar hlið-
ar. Það var komið vor og óvenju heitt í
veðri, — steikjandi sólarhiti.
Fyrir utan söfnuðust nokkrir menn og
staðnæmdust. Þeir voru snyrtilega til fara og
höfðinglegir á svip og báru það með sér, að
þeir voru úr hópi mentamannanna. Þeir stóðu
rétt fyrir utan veizlugarðinn og virtu fyrir
sér gestina með sýnilegri undrun, og létu at-
hugasemdir sínar i ljósi hver við annan
fyrst í hálfum hljóðum, — en samræðurnar
urðu smámsaman háværari. Fað var eins og
þeim þætti ekkert fyrir því, þó að eftir þeim
væri tekið, — og jafnvel eins og þeir vildu
helzt að sem flestir heyrðu hvað þeir segðu.
Þeir létu háum rómi í ljósi undrun sína á
því, aö maður, sem vildi vera kennari lýðs-
ins, léti sjá sig í samneyti við slíkan skril'
sem þarna var. Ætla mætti, ef hann væri
i raun og veru spámaður, eins og margir
héldu fram, að hann væri svo glöggur á
hjartalag manna, að hann vissi hverskonar
fólk það var, sem hann sat veizluna með.
En annaðhvort var, að hann hafði enga
hugmynd uin það, eða þá að honum væri
það beinlínis að skapi, að vera í slíkum fé-
iagsskap, — og það var enn verra. Kynlegt
er það í mesta máta, eða hvað fmst þér,
hróðir sæll. Þá tek eg Jóhannes, eyðimerkur-
prédikarann sæla, langt fram yfir þenna
Qiann, sem þeir kalla spámann. Hann hélt
að visu fram ýmsum öfgakendum skoðunum
°8 sjálfsafneitun hans keyrði úr hófi. Hann
gekk jafnvel skrefi lengra, hvað föstu snerti,
en við álítum hæfilegt og brýndi hið sama
fyrir áhangendum sínum. En ekki virðist
það vera fasta, sem þessi meistari ykkar
leggur aðaláhersluna á við ykkur, góðir
hálsar. Feitur mergur, sætt brauð og nýtt
vín, — hvernig eiga veitingarnar að vera
íburðarmeiri? En auðvitað á það ekki illa
við hina veizlugestina, — og þarna sé eg
Leví sjálfan.
Að sjá spámanninn sitja að þessari veizlu,
það hlýtur sannarlega að vekja undrun
manns, eða hvað finst þér, Símon bróðir?
Veslings Leví, sem heyrði þetta alt, tók
að ókyrrast og verða miður sín. Hann misti
loks alveg matarlystina og tók ekkert eft:r
því, sem sessunautur hans var að segja. Hann
setti hljóðan.
Hvað hefi eg gert? sagði hann við sjálfan
sig; — hvílíkt feikna glappaskot og vanvirða.
Og ógæfan er enn meiri vegna þess, að það
er alt hverju orði sannara, sem þessir kenni-
menn segja. Feir hafa á réttu að standa. —
Fetta er ekki mötuneyti samboðið spámanni.
Að eg skyldi vera svo hugsunarlaus, að láta
mér detta í hug að bjóða honum til veizlu með
mér og mínum jafningjum I Fyrir þetta glappa-
skot fæ eg aldrei bælt. Hann mun segja mér
það eftir á. Og liverju á eg þá að svara? —
eg, sem ekkert getsagt mér til málsbótar. Hann
rekur mig úr sínum hóp, og eg verð að
hlýða. En hvert á eg þá að snúa mér? Ekki
get eg tekið upp aftur hina fyrri lifnaðar-
háttu mína, og eg hefi fyrirgert þvi, að mega
fylgja hinum nýja Meistara mínum, — hvað
get eg þá annað gert, en að fleygja mér í
vatnið, sem er hér rétt hjá? Guð minn góð-
ur, hvað á slíkur auðnuleysingi sem eg að
gera af sér!
Mér finst líka að þessir kunningjar mínir
hafi aldrei verið jafn háværir og nú og eg
held eg hafi aldrei séð þá háma í sig mat-
inn með jafnmikilli græðgi og vera jafn ósið-
lega i framkomu. Hvað skyldi Meistarinn
hugsa! Eg þori ekki að lita í þá átt, sem
hann er. ó, eg vildi að eg hefði aldrei heyrt
til hans, — eg vildi að eg hefði aldrei fæðst!
Fá kvað alt í einu við rödd Meistarans.
Það varð hljótt í salnum. Allir hlustuðu.