Heimilisblaðið - 01.05.1920, Side 10
74
HEIMILISBLAÐIÐ
En hitt var henni beinlínis hið mesta
gleðiefni, að henni gafst færi á að líkna
litlu veiku stúlkunni, skemta henni, leika
við hana og syngja fyrir hana.
Elzta dóttir prestsins, ungfrú Karen, stóð
oft fyrir utan dyrnar og hlustaði á og ósk-
aði þess mörgum sinnum með sjálfri sér,
að hún gæti sungið eins vel og Lára; en
henni var nú ekki sú gáfan gefin.
Lára var, þegar á alt var litið, eina stúlk-
an af öllum þeim mörgu stúlkum, sem
presturinn hafði tekið til vistar með sér,
sem vakið hafði afbrýðissemi ungfrú Karen-
ar, einkum að því er lækninn snerti.
Móðir hennar hafði að sönnu ekki kveð-
ið upp úr með það, en þó látið dóttur sína
skilja, að hún væri á sama máli, að þvi er
til læknisins kæmi.
Því var það, að orðin sem lækninum
féllu við konu hreppstjórans kiptu fótun-
um undan öllum þeim loftköstölum, sem
þær höfðu bygt sér á honum. En það var
einka-huggun þeirra mæðgna, að Lára væri
ekki trúuð heldur og engin hætta á að hún
yrði það þar; fyrir því slysi hafði engin
ung stúlka orðið þar, enn sem komið var.
Það var nú eiginlega aðeins eitt, sem
ungfrú Karen Kursen lagði hug á og það
voru ungir menn og sér í lagi læknar, það
var nú hennar ástríða; henni var ómögu-
legt að hugsa sér, að hún yrði hamingju-
söm, nema hún eignaðist lækni.
Hún gerði sér upp allskonar sjúkdóma,
til þess að fá færi á að leita læknis, ýmist
i Odense eða í Svendborg og ávalt ókvæntra
lækna. Móðir hennar studdi mál hennar af
aleíli, því að báðar voru þær samdóma
um það, að ekki gæti meira ólán hent
unga hefðarstúlku, en ef hún yrði mey-
kerling. En alt til þessa hafði þessi breysk-
leiki hennar aðeins bakað presti talsverð
útgjöld og þeim mæðgum tekist að gera
sig rækilega hlægilegar i augum sóknar-
fólksins; heilsa Karenar batnaði ekki.
En þegar læknir var nú loksins kominn
i sóknina, þá tyltu allir sér á tá til að sjá
aðfarir þeirra mægðna, því að ekki var það
lítið lán, að hann skyldi vera ókvæntur.
Þær vonuðu stöðugt, að hann mundi
sækja þær heim, en það dróst lengur og
lengur.
Svo kom loks sá dagur, að læknirinn
kom að heimsækja prestinn; en þá voru
þær mæðgur staddar í Odense.
Hann sagði, og það með sönnu, að hann
skildi það ósköp vel, að presturinn og fólk
hans léti eftir sem áður sækja héraðslækn-
inn gamla, og prestur var á sama máli um
það.
En þegar þær mæðgur komu heim, þá
sögðu allir, sem sáu þær það kvöld, að
þær hefðu orðið heldur langleitar og svo
verið það upp frá þvi.
Þær sóttu lækninn heim, en það kom
fyrir ekki; hann var þá ekki heima.
Prestskonan bauð honum þá heim, hvað
eftir annað og kvartaði alstaðar yfir þvi,
að þessi veslings ungi læknir væri svo ein-
mana þarna í sveitinni. »óskandi væri, að
við gætum orðið honum regluleg stoð og
styrkur; það er einmitt það, sem við,
mentaða fólkið, eigum að gera oss far um«.
En læknirinn kom ekki að heldur og
þeim fór smásaman að skiljast, að það
væri satt, sem gamla Katrín vefari sagði
öllum og alstaðar, að læknirinn væri trú-
aður maður, verulega trúaður maður; hann
væri ekki einungis læknir likamlegra meina,*
heldur sálarlæknir, þar sem hann gæti kom-
ið þvf við, svo sem við sóttarsæng manna.
Það gengu hinar ótrúlegustu sögur um
það, að læknirinn færi margar milur vegar
til' að heyra prest tala, sem væri sömu
skoðunar og hann í trúarefnum, og að.
hann hefði sagt, að sóknarpresturinn sinn,
væri dauður sem sild og enginn maður þar
væri fremur kristinn en hann Ajax, hund-
urinn prestsins, að undanskildri Katrínu
vefara.
Þegar þessi saga barst prestsfólkinu til
eyrna og var sögð með allri nákvæmni og
áherzlu, þá fóru allar ráðagerðir prests-