Heimilisblaðið - 01.05.1920, Side 13
tfEÍMIL í SBLAÖIÖ
11
-út heima hjá sér, þá gekk hann fyrir föður
sinn og sýndi honum skriflegu verkefnin
við prófið, hvað hann hefði skrifað svona
hér um bil.
En hann var samt helzt á því sjálfur,
að hann mundi ekki fá sérlegt lirós fyrir
úrlausnina á siðfræðispurningunni; en það
var nú lika svo afleitt verkefni fyrir ungan
mann og óreyndan, að eiga að prófa allar
þær skoðanir, sem upp hefðu komið í
kristninni um hjónabandið út frá þvi, sem
Nýjatestamentið segir um það mál.
Faðir hans hristi höfuðið og sagði, þegar
hann var búinn að lesa eitthvað af minnis-
greinum sonar síns, að ekki mundi vera
nokkurt vit í þvi, sem hann hefði skrifað.
En hafi siðfræðin verið bágborin hjá hon-
um, þá bætti trúarbragða-heimspekin ekki
úr skák, því þar átti hann að lýsa því,
hver munurinn væri á vísindalegri og trú-
arlegri þekkingu og leggja þar til grund-
vallar skoðanir nafnkendra vantrúarspek-
inga.
Þá hristi faðir hans höfuðið aftur, lagði
öll plöggin. saman og varð ekki annað að
orði en þetta:
»Já, geti það ekki orðið annað en lægsta
einkunn, þá gengurðu hreinlega frá prófi«.
Emil svaraði: »Já, auðvitað og gekk
hurtu sýnilega léttari í bragði. Faðir hans
kallaði þó á hann aftur og spurði: »Hefirðu
orðið þess var, að nokkur breyting hafi
orðið á Jörgen Gadegaard nú á seinni tim-
Um ?«
»Já«.
»Hvernig?«
»Hann er orðinn allur annar maður, en
eg held lika, að breyting hafi orðið á trú-
urlifl hans«.
»Hm! Hefir hann reynt að hafa áhrif á
þig ?«
»Já, ekki samt beinlínis, en samt getur
maður ekki annað en veitt því eftirtekt«.
»Varaðu þig á öllu slíku — það er ekki
holt«.
»Ekki holt?« Fað er þó hið eina, sem
eg hélt, að væri ekki óholt?« mælti Emil
djarflega.
»Þér er alveg óhætt að trúa þvi, að það
er óholt, fyrst eg segi það«, svarar prestur.
»Nei, pabbi, þú fær mig aldrei til að trúa
þvi, að ljósið og lífið sé óhollara en dauð-
inn og myrkrið«.
»Nú, svo að skilja, eg átti nú altaf von
á þvi! En það skal eg segja þér, vinur
minn! Komdu ekki með slík og þvílík
hnittinyrði í mitt hús. Þá erum við skildir
að skiftum«.
Því verður ekki neitað, að viðtökurnar á
hreppstjóra-garðinum voru talsvert öðru-
vísi. Jörgen gekk inn umsvifalaust og hitti
móður sína og þau föðmuðu hvort annað.
»Eg óska þér til hamingju með prófið,
það heflr gengið svo vel, drengurinn minn«,
sagði móðir hans. — »Nei, mamma, það er
ekki vert að óslca mér til hamingju enn
sem komið er; próflnu verður eigi lokið
fyr en í janúar. Eu Guði sé lof, skriflega
próflð hefir gengið vel, og þá er nú mikið
af. ó, elsku mamma, við höfum svo óend-
anlega mikið Guði að þakka, ekki sizt eg,
því að nú er eg búinn að sjá, mamma, að
eg er ekkert og get ekkert af sjálfum mér
og þegar manni hefir nú einusinni skilist
það —«
»Já, livað er það, sem hefir gerst með
þig, drengurinn minn, eg hefi heyrt eitt-
hvað um það —«.
»Hver heflr sagt þér það?«
»Læknirinn«.
»Læknirinn, sjáum við til! Já, það er
satt, hann er einmitt trúaður maður, en
hvað það var inndælt. Eg verð að finna
hann að máli«,
»Gleymduekki prestinum, drengur minn«.
»Presturinn! æ, mamma, þó að þérkunni
að láta það undarlega í eyrum, þá er það
trúa min, að við höfum ekki um margt að
ræða, presturinn og eg«.
»Fað þykir mér verulega sorglegt, Jörgen«.
(Framli.).