Heimilisblaðið - 01.06.1921, Blaðsíða 2
HEIMILISBLAÐÍÐ
42
Níu myndir
úr lífi Meistarans.
Eítlr Olfert Bicard,
IX. mynd:
Rænin g- j alf f .
*
Það rökkvaði óðum, svo sem títt
er í austurlöndum. Eldrauður himininn
varð á svipstundu bleik-gulur og síðan
djúp-blár. Kvöldþoku-tungur teygðu sig
fram á milli dökkra skugganna. Grasorm-
arnir glitruðu á jörðinni. Enginn sá né
varð var grannvaxna og liðlega unglingsins,
sem læddist meðfram húshliðinni og rendi
sér niður í kjallarann, niður á milli hinna
stóru oliubrúsa.
Um það leyti sem venja var þar á heim-
ilina að allir væru gengnir til rekkju, lædd-
ist Jachin upp leynigöngin, sem hann og
faðir hans vissu einir um, — en þau lágu
frá kjallaranum upp í vinnustofu föður
hans. Hann bar grimu fyrir andlitinu, en
að vopni hafði hann að eins handöxi i
belti sínu, til sjálfsvarnar á heimleiðinni.
Auðveldara gat það ekki verið. Pokarnir
lágu í dyngjum og peningarnir í stöflum,
eins og faðir hans hafði skilið við þá.
Hljóðlega bar hann Qársjóðina niður og
kom þeim fyrir í klyfjar á múlasnanum,
sem hann hafði riðið, en var nú falinn í
skýli skamt frá húsinu.
Begar hann kom upp í herbergið til þess
að taka síðustu pokana, stóð faðir hans
þar með ljós í hendi, stór og mikill um
sig, starandi sem steini lostinn. Hann hafði
farið á fætur að eins til að virða enn einu sinni
fyrir sér hina dásamlegu sjón, öll auðæfin,
en sá nú að húið var að ræna hann. Þegar
grímuklæddi ræninginn kom inn, þaut hann
til að ná sér í vopn. En Jachin varð fyrri til.
Með exinni veitti hann föður sínum bana-
sár i hnakkann. Hinn stórvaxni maður féll
um koll og varð hávaði mikill af byltunni.
Þetta var fyrsta víg Jachins, og yfir höf-
uð fyrsta sinn er hann sá dauðann. Hon-
um fanst hann vera að dreyma, eða að
þetta væri ekki hann sjálfur. Hann var ekki
búinn að vera að heiman nema tíu daga,
en honum fanst það sem tíu ár. Þykt,
dökkrautt blóðið, sem seytlaði Vir sárinu
og rann eftir gólfinu, var hið eina, sem var
á hreyfingu. Hann heyrði hjartslátt sjálfs
sín, og það var sem barið væri með hamri
inni í höfði hans. Ilann fyrirleit manninn
sem lá þarna og hafði viðbjóð á honum;
en þó var það faðir hans, og hann hafði
andstygð á sjálfum sér.
Hann valcnaði af þessu móki við níst-
andi óp. Móðir hans stóð í dyrunum með
slegið hár og línklæði ein um lendar.
Hún hafði heyrt hávaðann, þegar maður-
inn féll, og hlaupið á fætur. Þegar hún sá
hvað skeð hafði, jós hún hinum ógurleg-
ustu bölbænum yfir vegandann.
Jachin tók af sér grímuna.
— Það er eg, móðir mín, sagði hann. Þú
munt aldrei sjá mig framar. Viltu ekki
taka bölbænir þínar aftur?
— Aldreil æpti hún. Þú ert ekki sonur
minn!
— Þessu gæti eg bezt trúað, hraut bon-
um af munni, og glaður er eg yfir því, að
þú segir eins og er. Eg hefi oft blygðast
mín fyrir að eiga slíka móður. Fyrirgefðu
mér, mamma. — Hann sá sorgar og sárs-
aukasvipinn á andliti hennar, kraup niðuf
og greip um hendur hennar Mér var ekk1
alvara, við höfum altaf verið vinir, er þa^
ekki satt?
Hún kipti höndunum að sér.
— Farðu! æpti hún frávita, eg bölva Þ^1
þúsund sínnum; sá vondi skal kvelja sa
þína í eilífum eldi, blóð föður þí«s s^a/
koma yfir höfuð þér; þú skalt ^eUÍa ‘l
krossi.
,Jachin þaut út og skelti burðinni á
sér, stökk á bak asnanum °S flýtti sér tl
skógar alt hvað af tók.
— Vel af sér vikið, Gauksil sögðu
árnir, þegar hann kom til þeirra ®^ur um