Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1921, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.06.1921, Blaðsíða 5
HEIMILISBLAÐIÐ 45 að eins lcoraið upp ómyndarskóla, sem lítil von er ura að gagn verðf að. Ef þeir aftur á móti kæmu upp góðum skóla, og valdir menn yrðu kennarar, raætti búast við, að t. a. m. Vestur-Skaftfellingar og fleiri mundu vilja styðja skólann, og að hann líka yrði sóttur af mannvænlegum ungmennum úr öðrum fjórðungum landsins. Samskot þessi benda á, að töluverð breyt- ing hafi orðið á skoðun manna á lýðháskóla- málinu síðan 1907 og 1908, og er það vel farið. Þá vildi enginn maður í sýslum þess- um leggja neilt af mörkum lil lýðháskóla, né styðja það mál. Það er mjög líklegt að í Árnessýslu sé hæfur maður til þess að vera forslöðumaður lýðháskóla; það er séra Kjartan Helgason i Hruna. En forstöðumaðurinn þarf að ráða þvi, hverjir kennarar eru við skólann. Það er altítt á íslandi að eyðileggja meira eða minna hverja stofnun með því að - skipa óhæfa menn annaðhvort fyrir hana eða i einhverja stöðu við hana, til þess að þeir geti haft í sig og á, eða verði eigi sveitar- sjóði til þyngsla; en slikt þarf að koina í veg fyrir, ef skóli þessi á að geta náð til- gangi sfnum. Þessi grein er hér lekin úr »Ársriti Hins íslenzka fræðafélags« 1920. Hún er þess verð að hún sé lesin með athygli af þeim, sem að þessu máli standa. Heimilisblaðið er víðlesið i Árness- qg Rangárvallasýslum, og vegna þess tekur það greinina upp. — Gæti einnig orðið til þess að vekja athygli manna á Ársritinu, sem er einhver hin ágætasta og ódýrasta bók, í sinni röð, sem út kemur á íslenzku. Kvöldsjón. Þegar sígur sól i mar, sveipuð Rínareldi, dansa Ægisdæturnar dátt á hverju kveldi. G. G. i Gh. 4 Lára. Saga ungrar stúlku. 4 Eftir Vilhelm Dankau. v Bjarni Jónsson þýddi. Þá furðaði á þvi næstum alla, að prestur skyldi vera svona Ijúfur á að lána kirkjuna aðvífandi presti. Það voru eltki sizt þeir Jörgen og læknirinn, sem töluðu um það sin á milli að það væri alveg eins dæmi, siðan þeir hefðu hafið sitt kristilega starf. »Það er ungfrú Jörgensen að þakka«, sagði Jörgen. »Framkoma hennar er alveg ein i sinni röð, og söngurinn hennar dreg- ur að sér margan manninn«. Kírkjan var troðfull i bæði skiftin, er séra Haar prédikaði og söngurinn og orðið runnu svo saman í eitt, að það hlaut að fá á áheyrendurna. Séra Iíursen gleymdi jafnvel allri gremj- unni, sem honum bjó i skapi; nú fór hon- um að skiljast sú þörf, sem margir fyndu hjá sér í söfnuði hans. Þegar ungfrú Krog heyrði, að Lára ætl- aði að bregða sér til Hafnar snöggva ferð, og ætlaði að tala við hr. Möller, þá varð henni ekki annað að orði en þetta: »Mundu eftir bróður mínum!« Lára hneigði sig við þvi þegjandi og hugsaði þvi meira um, hvernig hún ætti að hefja það mál við Möller. Lára átti að bera kveðjur til frú Dalby frá þeim séra Haar og ungfrú Dalby, auk íleiri erinda, sem henni var falið að reka. Þegar ferðin var afráðin og alt komið i reglu, sem laut að henni, þá fanst Láru hún vera bundin traustum böndum við þennan stað og margan manninn þar. Auk þess var henni allerfitt um að fara að heiman einmitt núna, af þvi að hún vissi, að séra Haar ætlaði að halda margar sam- komur úti um sóknina; henni fanst eitt- hvað undarlegt við að taka engan þátt í

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.