Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1921, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.06.1921, Blaðsíða 7
HEIMÍLÍSBLAÍHÖ 47 sagði hversu mikla sorg presturinn hefði af syni sinum, og að hún hefði lofað presti að fara þess á leit við hann, hvort hann gæti ekki útvegað Emil atvinnu á skrifstofu, eða það stæði yfirleitt á sama, hvað það væri, fengi hann aðeins eitthvað að starfa. Og svo bætti hún því við, að presturinn hetði á jóladaginn litið svo til, að Möller væri dugnaðarmaður og þótt leitt, að hann dvaldi þar svo skamma stund; annars hefði hann máske snúið sér til hans sjálfur. Möller sat og var alt af annars hugar; en þegar hann mintist jóladagsins og hinn- ar skyndilegu brottfarar, þá komst hann bráðlega á réttan kjöl. »Eg skal gera það sem eg get, ungfrú, yðar vegna! Það væri máske eklti óhugs- andí að koma mætti svo ungum manni að við verzlun vora, en eg þori þó ekki að lofa neinu ákveðnu um það«. »Presturinn er hér á ferð út af þessu; eg mætti niáske ségja honum, að hann megi koma til yðar á morgun um þetta leyti«. »Já, gjarna«. »Þá þakka eg yður«, sagði Lára og stóð upp. »Ó, sitjið þér lengur, ungfrú, mér finst vera svo langt um liðið, síðan við höfum talað saman og þér vitið ekki, ungfrú —«. »Þér hafið alveg yfirgefið foreldra mína og þau sakna yðar verulega«, »Eg á svo annrikt«. »Hafið þér ekki átt það fyíri?« »Jú, að sönnn, en eg er nú kominn að sérstakri trúnaðarstöðu við verzlunina með háum launum —«. »Nei, hr. Möller, við skulum tala í alhi hreinskilni — það er siðan þér fóruð að heimsækja mig á jólunum«. Möller spratt upp af stólnum. »Já, það var svo eftirtakanleg breyting orðin á yður, að allir hlutu að sjá það — alt frá þeirri stundu, er ungfrú Krog bar yður fyrir augu«. Fmmu. Ný rit. »Ársril hins íslenzka Garðyrkjufélags« fyrir árið 1921 er nú komið út. í því eru tvær ritgerðir. Hin fyrri um »íslenzkar jurtir«, eftir Hannes Thorsteinsson; mjög itarleg og fróðleg ritgerð. Hin heitir »Kartöflusýkin«, eftir Einar Halgason. Ársrit Garðyrkjufélagsins ættu allir búend- ur að kaupa; það kostar lítið fé, en margar dýrmætar leiðbeiningar eru i því, og alt lýt- ur að því sama, að gera veruna vistlegri og hlýrri i landinu okkar með aukinni þekk- ingu á framleiðslumöguleikunum. »Sundbók fyrir hvern mann«, 1. hefti, hefir íþróttasamband íslands gefið út. Pessi bók er alveg ómissandi fyrir þá, sem sundíþrótt vilja iðka og vonandi eru þeir margir meðal hinna ungu. Hún er lika ómissandi til þess að vekja áhuga fyrir þessari þörfu og fögru list. Bókin hlýtur að fá mikla útbreiðslu, því fáar hafa lienni þarfari komið út á liðna árinu. Von er á áframhaldi, segja útgef. í formálanum. Bókin er prýdd myndum til skýringar og glöggvunar. SPAKMÆLI. Blindur ákafi er aðeins til skaða. Ástarþrá er eigingjörn. Kærleikurinn gengur i ljósinu. Hægara er að sigra óvin en sjálfan sig. Sólin ein dylur fyrir oss miljónir stjarna. Sá, sem sparar 1 eyri, hefir áunnið tvo. Lítilsvirtu ekki smámuni. Ileimurinn er harðstjóri. Þrælarnir þjóna honum. Ánægja nærir. Óánægja lærir. Móðurtiygð eldisl aldrei. »Karakter« er þroskaður vilji.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.