Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1921, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.06.1921, Blaðsíða 3
HEIMILISBLAÐIÐ 43 sólarupprás og þeir sáu þessa feikna-dyngju af gulli og silfri. Þetta er sá mesti fengur, sem komið hefir i okkar hendur. Þú ert ekki nema tiu daga gamall, en ert þó orð- inn meistari i iðninni! — Þetta var nú svo sem ekkert þrekvirki, mælti Jachin. — En kostað hefir það blóð, sagði Barra- bas. Hann var skarpsýnn, karlinn, og hatði komið auga á blóðbletti á exinni. — Ekki var það nú mikið, svaraði Jachin. — Þriðjungur fengsins skal ve/a þinn hlutur, mér ber annar þriðjungurinn, eins og venja er; hinu skittið þið á milli ykkar, pillar. — Þið megið lika skifta minum hluta á milli ykkar, muldraði Jachin. Pað var ofvaxið þeirra skilningi, en þeir dáðust að því. Það var eins og Barrabasi væri ekki um þessa rausn, — jafnvel eins og hann óttaðist keppinaut. Jachin lét sig þetta alt litlu skifta, en lagði sig til svefns. III. Hlifið mér við þvi að segja frekar frá at- höfnum Jachins, eða hvernig honum farn- aðist árin næstu. Ha/in hélt ekki tölu á þvi, hvort þau voru heldur sex eða sjö, og hann gerði sér það ósjálfrátt að reglu, að hugsa aldrei um það, sem liðið var. Nema eitt skifti, — en það var þegar hann var að deyja. Þá fór hann i huganum yfir allar fyrri athafnir sinar; með stakri nákvæmui, og á fáum klukkustundum sá hann þá fyrir hugskotssjónum sínum hvert einasta atvik, sem fyrir hann hafði borið á sjö árum, svo ótrúlega skýrt og greinilega. En að þvi ekki komið enn, i þessari sögu. hrýs hugur við að hugsa lil þessara atburða, þag einkennilegasta var þó það, að Jachin var hjartahreinn alt þangað til hann var sextán ára. Hann undraðist og hafði staka óbeit á samræðum félaga sinna og ^fiutýrum. Hann fyrirleit þá af öllu hjarta. hann vandist þvi smámsaman, að 1 í* ^ ta^ía Þntt i óknyttunum me Þeim, og smámsaman varð hann óat- vitandi eins og þeir. Orðbragð hans var það fyrsta, sem dró dám af þeim. Og brátt fór eins um hugsanir hans og athafnir. Barrabas tók lærling sinn að sér sérstak- lega í þessum efnum og fræddi hann um leyndarmál syndarinnar. Þegar búið var að opna fyrir honum dyrnar og vekja öfl þau, sem í honum bjuggu ósnortin, — raska hinni saklausu ró hjarta hans, varð hann tryldastur þeirra allra. Og eins og þetta hefði verið lykillinn að sálarlífi hans, gjörbreyttist hann að öllu leyti. Hann varð forherlur og grimmur, tryldur og ágjarn, nautnafýkinn og miskunnarlaus. — Eg segi það eius og það er. Það varð smámsaman að vana hjá Barra- basi að fela honum hin hættulegustu störf. Jachin var ekki i neinum vafa um það, að það var gert til þess að losna við ungan og hættulegan keppinaut. Þeir urðu hvort- tveggja i senn, félagar og hatursmenn, sem vildu hvor annan feigan. Jachin hafði gam- an af að taka eftir hinni uppgerðu ánægju Barrabasar yfir þvi, að honum hepnaðist jafnan það, sem honum var falið að inna at hendi. Og hann fyltist jafnvel sigurgleði þegar það fréttist, að lögð var miklu hærri upphæð til höfuðs bonum en Ðarrabasi. Félagar hans voru allir hjátrúarfullir og þó einkum Barrabas. Þeir trúðu þvi ein- læglega að til væru skógarnornir og alls- konar ófreskjur. Þeir þjónuðu Beelzebul og þektu nöfnin á öllum hjálparöndum hans. En þetta hrein ekki á Jachin. Það var að eins ein ófreskja, sem hann vissi um og sem ásótti hann oft i svefni, svo að hann hrökk upp löðrandi i svita eða þeytti af stað á flótta undan henni alt hvað af tók — á stolnum hesti. En þetta, sem ásótti hann og hann var að flýja undan, það voru bölbænir móður hans. En enginn hafði hugmynd um það. Þetta var vesældarlif. Það var sjaldan verulegur fengur í ránum þeirra. Hann svalt dögum saman. Oft var hann aðfram kominn af kulda. Honum leiddist og hann gaf um engan félaga sinna. Hann hefði

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.