Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1921, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.06.1921, Blaðsíða 4
44 HEIMILISBLAÐIÐ gjarna viljað skifta á kjörum sínum og hins vesælasta hirðingja, sem ætti þó ein- hversstaðar höfði sínu að að halla. Sjálfur átti hann sök á því, aö hann stóð utan við mannfélagið, — en hann þráði það þó á laun, að geta átt samfélag við siðaða menn aftur. Hvernig sem á það var litið, var þetta hið aumasta lif, sem hugsast gat. Og þó lá við að hann gerði kraftaverk stund- um til að bjarga þvi, þegar hann komst í hann krappann. Yfirvöldin höfðu hvað eftir annað verið á hælunum á honum, svo að varla hafði verið örskot milli hans og dauð- ans. En með aðdáanlegu snarræði og þraut- seygju tókst honum jafnan að komast undan. Barnslegar ungraeyjar fóru um skóginn nötrandi af ótla og hugsuðu: hér geta þó varla verið ræningjar! — en voru þó að vonast eftir þvi á laun, að þeim birtist hár og gjörfilegur stigamaður, með slóra, rauða flöður í hattinum, en urðu svo dauðhrædd- ar, þegar þessi tötrum búni, óhreini og órakaði náungi mætti þeim. Hreyknir, æfin- týrafýknir unglingar létu mikið yfir hinu dýrlega og frjálsa ræningjalifi i fögrum og friðsælum frumskógunum, — en vissu hvorld hvað það var að svelta, né að vera eltur af sporhundum. En ferðamaðurinn, sem þekti hætturnar, fól sig Guði á vald, þegar leið hans lá um gjárnar i umhverfi Jeríkóborgar. Og hrollur fór um hann er hann heyrði það, að sá, sem næstur hafði farið leiðina á eftir honum, hafði lenl i höndum stigamannanna og þeir rænt hann öllu, sem hann hafði meðferðis og jafnvel fötunum, sem hann var i, og skilið hann siðan eftir dauðvona á veginum. Og Prestar og Levitar laumuðust löng- um skrefum og með óttalegu yfirbragði til Jerúsalem, þegar þeim bar að framkvæma þar embættisverk. En þeir hefðu ekki þurft að hafa fyrir því að flýla sér, þvi að Jachin og Barrabas vissu það vel, að þeir höfðu aldrei neitt fémætt meðferðis, enda gaf Beelzebul húsbóndi þeirra ekkert um að verið væri að slást upp á þá. Og þannig liðu ár Jachins i skóginum. Yor 1 Borgarfirði. Nú er bjart um Borgarfjörð, bernsku minnar fögru jörð. Sólargullin sumarhönd signir heiðar, dal og strönd. Mjallafjalla höfuð háti hefja sig við loftið blátt. Lækir, elfur, síki, sund, sandur, mar og rósagrund. Lægðir, hólar, leiti, börð, laufahlíð og hamraskörð; alt er hreint og bjart á brá bygðum feðra minna á. Vorsins helga himna mál, hljómar djúpt i hverri sál. Fossa liljóð og fuglakvak fyllir sérhverl andartak. Von min er að vorsins hönd vermi Iengi þessa strönd. Jón Magnússon. Liýðháskóli á Suðurlandi. Séra Þorsteinn Briem hefir vakið menn til samskota til að stofna lýöháskóla á Suður- landi. Það er þarft verk, og eigi efi á því, að Árnesingar og Rangæingar geta komið upp nýtum lýðháskóla, ef þeir vinna allir saman að því að stofua einn skóla. Gríms- nesingar hafa lofað 6000 kr. til skólans og Skeiðamenn, heldur litill hreppur, 5000 kr. Ef allir hreppar gerðu eins, kæmi nóg fé til þess. að reisa ágætt skólahús; en skólinu getur ekki orðið góður, og enn siður ágætur, nema því að eins að kennararnir séu góðir og vandaðir menn, hafi einlægan áhuga á kenslunni og séu vel að sér. Að skipa drykkjumenn, letingja og ábugalausa menn á kenslustörfum í kennaraembaetti er glasp* næst, og þarf að ávíta barðlega sérhvert Það veitingavald, sem framvegis kann að Ieyfa sér slikt. Ef Árnesingar og Rangæingar geta ekki unnið saman í þessu máli, er að hugsa um það. Hvorir um sig geta þe*r

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.