Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1921, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.06.1921, Blaðsíða 6
46 HEIMILISBLAÐIÐ þvi. Frú Kursen setti þessa ferð óðara i samband við það, sem frú Jörgensen hafði sagt henni um Möller; var hún nú elcki i neinum vafa um, að Lára kæmi aftur heit- bundin honum. En eftir það er Emil hafði fundið sér friðstað hjá foreldrum Láru, þá hafði prestskonan komið alt öðruvisi fram við hana, enda þótt henui þætti voðalegt til þess að vita, að Lára skyldi sækja allar þessar samkomur og ætti þvi erfitt með að halda taugunum i skefjum. Þau séra Kursen og Lára Jörgcnsen lögðu svo af stað til Hafnar i öndverðum marz. Hvorugu þeirra kom til hugar að gera boð á undan sér. Láru fanst það vera gainan að koma að foreldrum sinum óvörum; saml hafði hún ritað þeim fáeinar linur á siðasta augnahlikinu, til þess að all yrði ekki i óreiðu heima fyrir, og séra Kursen mætti lítast þolanlega á heimilið. Það var eins og frú Jörgensen hrykki upp af vanadvalanum með andfælum; hún var á þönum um alt upp og niðnr, fram og aftur, eins og fluga i flösku; en þrátt fyrir alt fumið, sem á hana kom, skildist henni þó, að alt yrði að vera i góðu lagi; hún gerði sér því far um að koma öllu í lag á heimilinu eins og bezt hún gat. Hún var Láru sérstaklega þakklát fyrir línurnar, þvi að þær urðu til þess að Jörgensen frest- aði för sinni nokkra daga. Og bæði hlökkuðu þau til, eins og börn. Og viðtökuruar, sem Lára fékk báru þess beztan vott, hve mjög þau höfðu saknað hennar. Láru brá við að koma i þessi litlu Hafnarhýbýli, þar sem hún nú var orðin svo vön stóru herbergjunum á pi-estsetrinu. En þegar viðtökugleðinni mestu slotaði dálítið, þá hrá foreldrum hennar í brún, þegar þau tóku eftir útliti hennar. »Og við sem héldum að þú værir reglu- lega heilsuhraust og sterk«. En Lára gerði ekkert úr þvi, heldur full- yrti við þau, að ekkert gengi að sér, hún væri heil heilsu«. En Emil varð koma föður hans sem skrugga úr heiðskíru lofti. Hann þekti föð- ur sinn, vissi að honum var annað Ijúfara en ferðalög, og fyrst hann hefði getað feng- ið sig til að taka sig upp, þá væri það víst ekkert smáræði, sem ræki hann til þess. Svo var um talað, að Lára skyldi íýrst af öllu tala við Möller og segja presti því næst, hvort honum væri yfirleitt til nokk- urs sjálfum að snúa sér til hans. En það voru eigi góðar fréttir, sem for- eldrar Láru höfðu að segja henni al' Möller. Það lá þvi nærri, að Láru iðraði þess, að hún hefði tekist þessi erindi á hendur fyrir þau prestinn og ungfrú Krog. En samt fann hún, að hér var um erindis- rekstur að ræða. Nú varð hún þá fyrst að leita Möller uppi, þvi að foreldrar hennar vissu ekkerl hvar hann var niður kominn. En þá kom tilviljunin henni lil hjálpar, eða svo virtist það að vera. Eins og áður er sagt, þá átti hún að bera margar ltveðj- ur frá séra Haar og ungfrú Dalby til móður hennar, og þessvegna gekk hún rakleitt til matsöluhússins, En þegar hún er að fara þaðan aftur, þá kemur hún beint i fasið á Möller á langa ganginum. Það er ekki gott að vila, hvorl þeirra varð meira forviða; en það var Lára að minsta kosti, sem áttaði sig fyr og sagði: »Má eg ónáða yður augnablik, hr. Möller, ef þér hafið tíma? »Já, guðvelkomið«, sagði Möller vand- ræðalegur, »má eg bjóða yður hérna inn i dagstofuna, þar er enginn um þetta leyti dags«. Aldrei fanst honum Lára hafa verið frið- aai sýnum en nú, þar sem hún sat gegnt honum i legubekknum. Sólargeisli lék sér við lokkinn bak við vinstra eyrað á henni, og þó fanst honum feimnisblærinn, sem á henni var, fara henni allra bezt. Honum fanst eitthvað vakna hjá sér, sem honum hafði ekki i hug komið lengi, lengi; ótal hugsanir og spurningar sveimuðu nú eins og eldílugur i höíðinu á honum. Lára hóf nú máls með mestu gætni,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.