Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1937, Síða 3

Heimilisblaðið - 01.01.1937, Síða 3
Xii tunglsins fram og aftur á 8 dögum Þegar börn jarðarinnar líta út í geim- inn og sjá hnettina svífa fyrir augum sér. kemst hugur þeirra á kreik. Þótt fótur vor sé fastur, þá flýgur andinn, og lengi hefir margur alið þá ósk í brjósti að komast til annara hnatta í himingeimnum. Sér- staklega hafa hugirnir beinst til tunglsins, þessa trygga förunauts jarðarinnar í him- ingeimnum. Tunglið, tunglið taktu mig, syngja krakkarnir, og fullorðna fólkið hugsar margt svipað. En ætli rynni ekki tvær grímur á marga, ef þeim væri einn góðan veðurdag boðið að vera með í skemtiferð til tunglsins? Flestir mundu ábyggilega hugsa sig um oftar en einu sinni — a. m. k. að vera með í fyrstu ferðinni. Að sögn sumra er jörðin eymdardalur. En samt sem áður væru þeir ekki margir, sem yfirgæfu hana af frjáls- um vilja, án þess að vera nokkurn veginn öruggir um að komast til hennar aftur heilir á höldum. En jafnvel þótt það væri nú trygt, uiundi samt sem áður margur heltast úr lestinni. Hvað höfum við að vilja til tungls- ins? Bíða ekki svo mörg verkefni úrlausn- ar hér á jörðunni, að óverjandi sé með öllu að eyða vinnu og hugkvæmni, tíma og Peningum í aðra eins fásinnu og þetta? Það er margt skynsamlegt í þessari skoðun, og á rödd skynseminnar skyldi uiaður alt af hlýða og fylgja ráðum henn- ar oftast — ekki a 11 a f. Ótal radd- ir líkjast á undraverðan hátt rödd skyn- seminnar. Óttinn við það óþekkta, um- hyggjan fyrir eigin þægindum og öryggi, sjálfselskan í sínum ótal myndum — allar Eins og lýsandi halastjama stefnir rakettuskipið aftur til jarðarinnar. Vandinn er að geta lent heiluáhöldnu. þessar raddir láta í sífellu til sín heyra, og í þeim er býsna margt skynsamlegt. Þegar Jón Sigurðsson helgaði starf sitt sjálfstæðisbaráttunni, voru bornar fram margar ,,skynsamlegar“ mótbárur gegn annari eins fásinnu. En Jón Sigurðsson barðist samt sem áður alt sitt líf fyrir sjálfstæði íslensku þjóðarinnar og gat sér fyrir það ódauðlegs orðstýs í sögu íslands. Ef maðurinn skyldi nokkru sinni takast á hendur könnunarleiðangur út í himin-

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.