Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1937, Qupperneq 5

Heimilisblaðið - 01.01.1937, Qupperneq 5
HEIMILISBLAÐIÐ 5 sem hér á jörðinni væri 80 kg. að þyngd, væri því til muna léttari, þegar hann væri kominn einn jarðradíusa (6370 km.) út í himingeiminn. Hann væri þá tvisvar sinn- um fjær jarðmiðju en hann var, þegar hann spókaði sig á yfirborði hennar. Pljótt á litið mundi margur ætla, að þeg- ar fjarlægðin frá jarðarmiðju tvöfaldast, mundi þunginn minka um helming, að mað- urinn væri sem sé orðinn 40 kg. Og hann gerir meira en það: Þegar fjarlægðin frá jarðarmiðju tvöfaldast, verður þunginn að- eins Yí af því, sem hann áður var. Mað- urinn, sem var 80 kg.. að þyngd, vegur aðeins 20 kg., þegar hann er kominn einn jarðradíusa frá yfirborði jarðar (tvo jarðradíusa frá jarðmiðju). Ef fjarlægðin er fjórfölduð, maðurinn fluttur 4 jarðradíusa út í geiminn (rúmir 25000 km. frá jarðmiðju), vegur hann að- eins Vi(. hluta af sinni upprunalegu þyngd, er sem sé ekki nema 5 kg. Með því að halda áfram á þenna hátt, er hægt að láta þunga mannsins verða hverfandi lít- inn. I námunda við tunglið, sem er í 60 jarðradíusa fjarlægð frá jörðinni, verður að deila í þungann með 60 sinnum 60 eða 3600, og útkoman verður rúm 20 grömm. Stóran og stæðilegan mann mætti senda í innanbæjarpósti fyrir 20 aura, ef póstur- inn vildi á annað borð taka hann sem bréf. Ef hann væri ofurlítið léttari mundi ekki kosta nema 10 aura undir hann. Það, sem hér hefir verið frá skýrt, er inntakið í þyngdarlögmálinu. Vísindamenn orða þetta á þann hátt, að aðdráttaraflið sé komið undir þunga hlutarins, deilt með f jarlægðinni í öðru veldi. Það er þetta lög- mál, sem gerir okkur yfirleitt kleift að hugsa til þess að slíta okkur lausa frá jörðinni. Bæði maðurinn og himingeims- skipið verður til mikilla muna léttara, því lengra sem kemur út í geiminn. Þess vegna þarf sífelt minni og minni orku til að knýja það áfram, því lengra sem dregur út í himinhvolfið. Sé þettað athugað ofurlítið nánar, er auðvelt að reikna út, að til þess að koma manni út í ystu djúp himingeimsins þarf ekki meiri vinnu en nauðsynleg er til að lyfta honum 6370 km. (einn jarðradíusa) upp fra jörðinni — með þeirri forsendu, að þunginn sé sá sami á þessari leið. Til þess að koma 1 kg. út í himingeiminn þarf þess vegna vinnu, sem nemur 6370000 kílógrammmetrúm. Þetta er tala, sem þekt er með óyggjandi vissu. Þessi tala er ekki óendanlega stór, en samt sem áður er hún allrar virðingar verð. Til þess að gera þetta ofurlítið skilj- anlegra má segja, að til þess að koma 1 kg. út í himingeiminn þurfi jafn mikla vinnu og fer í það, að lyfta 6,4 tonnum upp á 1000 metra hátt fjall. Þetta eru háar tölur, en þó er ástæðu- laust að örvænta þegar af þessum ástæð- um. Þessa vinnu á sem sé að framkvæma með þeirri orku, sem höfð er á himin- geims-skipin í orkugeymunum. Orkumesta brenslublandan, sem þekt er, er svonefnt hvellloft, blanda úr súrefni og vatnsefni. Þessa blöndu má hafa meðferðis í föstu ástandi, og láta vatnsefnið brenna og breytast í vatn með því að leiða súrefnið í það. Þessari efnabreytingu lýsa efnafræð- ingarnir þannig: H2 (vatnsefni) + O (súrefni) = H20 (vatn) + orka. Hve mikil orka leysist úr læðingi við þessa efnabreytingu ? 'Úr hverju kíló- grammi af blöndunni er í mesta lagi hægt að fá 1610000 kílógrammmetra! * * * Sá, sem af þolinmæði kynni að hafa fylgst með allri útlistun vorri fram að þessu, mundi nú e. t. v. gefast upp við allar fyrirætlanir úm ferðalag til tunglsins. Við höfum nýlega reiknað út, að til þess að flytja eitt kílógramm út í himingeiminn þurfi um 6,4 milj. kílógrammmetra vinnu eða orku. Og rétt á eftir upplýsist, að úr 1 kg. af orkuríkasta brensluefninu, sem enn er þekt, fáist aðeins 1,6 milj. Brenslu-

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.