Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1937, Qupperneq 15

Heimilisblaðið - 01.01.1937, Qupperneq 15
HEIMILISBLAÐIÐ 15 Ösjálfrátt vék Tom um eitt skref. Pað voru ekki augu afbrotamanns full aí' þrjósku. Néi, það var takmarkalaus reiði í augun- um, því þau ógnuðu jafnvel með því að clrepa,' — augnaráðið var alveg trylt. »Þetta er Benn Plummer, sonur hins æruverðuga gamla Plummers. Hann er frá g;ó3u heimili, en varð hálfviltur, reið hing- að og' sprengdi upp peningaskáp, og hér hcifum við: hann, þótt hann sé reiðubúinn til að éta okkur alla lifandi. Er það ekki rétt, Benn?« En Benn haí'ði strax eftir fyrsta reiði- u,rrið látið höfuðið hníga, aí'tur í hendur sér. Hann hreyfði sig ekki og svaraði ekki. Það var þá þessi maður, ,sem hann átti að frelsa, hugsaði Tom með sjálfum sér. »Flestir, sem hér eru, koma langt að, en þessi einn er afsprengi úr næsta héraði, þess vegna erum. við nú svo montnir af bonum. Það er komið, svolítið skap í. hann, síðan hann kom hingað. Lí.klegast líkar honum ekki meðí'erðin. Það er ekki likt því, sem hann hefir haft það áður«. Þeir gengu áfrarn, en Tom Converse sá ekki mikið af því, sem var verið að sýna honum. Heilinn vann af kappi, og þegar þeir kom.u aftur í skrifstofuna, settist hann dauoþreyttjur niður. Svo Benn Plummer var svona villidýr, ætli hann hafi verið það, þegar hann var settur hér inn? Eða hafði hann orðið það af pyntingum hér? Yfír- heyrslur Joe Shriners gátu áreiðanlega komið mönnum. í þetta ástand. Hugsanir Toms flugu nú til ungu stúlk- unnar, sem haí'ði komið honum. út í að leggj a í þetta verk, sem virtist alveg ófram- kvæmanlegt. Skyldi hann þá, nokkurntírc.a fá að sjá hana aftur? Og hvað mundi hún seg.ja, ef hann nú gæti unnið þetta verk, rneð öllum þess ógurjegu hindrunum, að ná Benn, sem var í fangahúsi, sem líktist pen- ingaskáp úr járni, og varðmenn og sheriff, sem ekki voru menn, heldur einhverjar óvættir í mannsmynd? Hann varð að reyna, það var nokkuð, sem. víst var. Nú þurfci hann að fá nokkr- ar mínútur til að hugsa ráð sitt. Samt mátti hann ekki þegja of lengi. Or því hann hafði komist inn í fangelsið, varð ,hann að hugsa fljótt og vel, en ekki eyða tímanum í óþarfa yfirveganir. Sheriffinn hjálpaði honuin. til að hefja samtalið. »Hvar í bænum býrð þú og fjölskylda þín?« »Fyrir innan bæinn«, sagði Tom. varlega. Varðmennirnir voru farnir á sinn stað. . »Fyrir innan bæinn. fig skil eiginlega ekki, við hvað þú átt«, sagði Joe Shriner og hnyklaði brýrnar. »Þú meinar kannske innan við klettanefið«. Skyldi nokkurt klettanef vera þar? Tom vissi það ekki. Kannske var þetta gildra, sem hann átti að veiðast í. »Alveg hjá brúnni«, svaraði Tom. Það hlaut að vera brú þar nálægt. Sheriffinn leit á hann. »Brúnni?« sagði hann. Hvaða brú er það? Það er engin brú yfir gamla árfa,rveginn«. Tom fann, að hann roðnaði lítið eitt, hann greip til örþrifaráðs, til að bjarga málinu við. »Það er nú kannske of mikið að kalla það brú, en það eru nokkrir plankar, sem liggja yfir um — bara til m.álamynda«. »Hm!« sagði Joe Shriner og gaf Tam við- sjárvert auga, sem smaug í gegnum. merg og bein á Tom. »Hver hefir búið þá brú til?« »Það ... það veit ég ekki«, sagði Tom önugur. Nú rétti sheriffinn sig í stólnum og staröi á hann heldur brúnaþungur. Úrslita augna- blikið var komið. örlög hans, héngu á þræði. Þetta voru, lengstu sekúndurnar í lífi Toms Converses. Honum fanst það eins og heil eilífð. »Veistu, hvað ég fer að halda?« sagði sheriffinn svo. »Nei, ég get ekki látíð mér detta það í hug«, svaraði Tom.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.