Heimilisblaðið - 01.01.1937, Qupperneq 17
HEIMILISBLAÐIÐ
17
þenna hlátur, en hann ætlaði bara að
vita, hvaða skýringu Tom gæfí á þessu.
»Nu skal ég' segja yður dáiítið«, sagði
Tom. og beygði sig lítið eitt fram og flutti
hendurnar einnig framar og um leið lengra
frá vopninu.
Ösjálfrátt beygði sheriffinn sig líka lítið
eitt, með hnyklaðar brýr, til áð heyra hina
skemtilegu, skýringu, sem gestur ha :s
mundi koma með. En á sama augnabliki
sló Tom hann undir hökuna með brúnum
kreptum hnefanu/m og fylgdi eftir af öll-
um. sínu afli.
Sheriffinn hneig aftur á bak í stólinn,
lamaður af þessu markvissa hnefahöggi.
Samt var hann að reyna að veita mótstöðu.
Augu hans voru tryllingsleg, og hægri
hendin fálmaði kjánalega í áttina til
skammbyttunnur. Tom sló á hendina, og
tók svo vopnið af honum.
Á hverri sekúndu gat hann búist við, að
varðmennirnir litu inn eða þá einhver af
götunni. I snatri tók hann hendur sher-
iffans aftur fyrir bak og setti á hann hand-
járn, sem legið höfðu á skrifborðinu. Vasa-
klút tróð hann upp í hann og með leður-
helti Joe Shriners sjálfs reyrði hann saman
fætur hans.
Án mikillar áreynslu tók hann þenna
stóra mann niöur úr stólnum og lagði hann
á gólfið við endann á skrifborðinu, svo að
hann sást aðeins af jjeim, sem stóð í miðri
skrifstofunni. Svo beygði hann sig yfir
þenna ómeidda mótstöðumann sinn. Augu
hans voru galopin, hann var raknaður úr
rotinu og beið nú eftir að sjá, hvað Tom
mundi gera næst.
»Takt,u nú eftir, hvað ég segi, lagsmað-
ur«, .sagði Tom. og gnísti tömjum. »Nú hefi
ég setið hér og hlustað á þvaður þitt, og
ég get sagt þér, að mér finst þú vera bölv-
að svín. Og ef þú reynir til að opna ginia
°g hljóða, set ég byssuna samstundis milli
tanna þér og læt þig hafa kúlu niður í
hálsinn, sem þú þarft ekki sjálfur að hafa
neitt fyrir að kirigja. Skihyðu það? Þetta
nieina ég, góði minn«.
Hann sneri sér aftur að skrifborðinu, er
hann hafði séð tilætluð áhrif orða sinna,
og hringdi á varðmennina.
»Shriner«, sagði hann meðan hann beið,
»ég kalla nú á báða varðmennina, og ef
þú hreyfir þig á meðan cg þeir ráðast á
m.ig — þá skýt ég þá umsvifalaust. En
áður en ég geri það, sendi ég þér kúlu,
það geturðu reitt þig á — heyrirð.u?«
Hann hafði varla slept orðinu, þegar
hann heyrði til fangavarðanna, cg alt í
einu stóðu þeir báðir í skrifstofunni.
Það var garran að sjá, hvernig h'nn auð-
mjúki svipur hvarf, er þeir sáu, að hús-
bóndi þeirra va,r þar ekki.
»Shriner gekk út sniöggvast«, sagði Tom,
»hann bað m.;g að Tcalla á ykkur á meðan
...«
»Gekk sheriffinn frá og bað yður að kalla
á okkur?« sagði annar eins og slíkt hefði
ekki heyrst fíyr.
»Já«, sagði Tom, »fáið ykkur sæti með-
an ég segi ykkur það, sem hann bað mig
að skila til ykkar«.
Þeir þáðu það og létu byssurnar srga
niðu.r með hliðinni, en er þeir litu upp.
horfðu þeir inn í hlaupið á byssu Toms
og þeirri, sem Tom hafði tekið af Shriner.
»Upp með hendurnar!« skipaði Tom, »ég
geri ykkur ekkert, en ef þið sýnið mótþróa,
bincl ég skjótan enda á það. Ég hefi ekki
í hyggju að ganga of nærri ykkur, en ef
þess þarf m.eð, þá ... Ég er Skugginn, þá
vitið þið nóg«.
Áhrifin, sem nafnið hafði, voru dásarn-
leg. Fangaverðirnir hófu upp hendurnar
og að setja á þá handjárn, þannig að þeir
sneru, bökum saman, var ekki mínútu verk,
því handjárnin voru þeir sjálfir með.
»Þið gefið ekki neitt hljóð frá ykkur, þá
fer alt vel. Ég kem aftur eftir eitt augna-
blik, og sjái ég einhverja breytingu, clrep
ég ykkur með það sama. Ilafið þið heyrt
það? Ekki eitt hljóð«.
Hann gekk út úr skrifstofunni með lykla
kippuna og nokkur handjárn, sem hanri
hafði séð í skúffu. En í hinni hélt hann