Heimilisblaðið - 01.01.1937, Qupperneq 22
22
HEIMILISBLAÐIÐ
Uí-inn inn í hina heillandi framtíð. —
En að endingu náði hún takmarkinu. Það
var nvög líl.ið. hús, með ofurlitlum trjá-
garði í kring. Eiginlega var það ekki við
neða,n það. Inga varð glöð yfir að sjá húsið,
þó lítið væri. Og enn þá glaðari varð hún,
þó lítið væri. Og enn þá glaðari varð hún
þegar hún sá gömlu kcnuna sitja á bekk
1‘yrir utan húsið, því að sú gamla leit ein-
mitt út fyrir að geta spáð.
Inga opnaði raiðmálaoa hliðið og gekk
til gðmlu konunnar. Hún gleymdi að heilsa
áður en hún sagði til erindis síns. Líklega
hefir það verið af áhuga fyrir að vita for-
lög- sín.
Gamla konan leit á Ingu og las í and-
litsdrætti hennar. Hin hyggnu augu henn-
ar höfðu skygnst inn í misjöfn kjör mann-
anna og lesið í mörg ólí.k andlit. Á þann
hátt hafdi þroskast, hjá henni meðfæddur
hæfileiki til að sjá og skilja margt, sem
fer fram hjá í'ólki yfirleitt.
—■ Iivers vegna vilt, þú vita, íbiipg þín?
- Hvers vegna? Bara af því ég vil vita
þau. Það er svo margt, sem ég vil vita.
-— Setstu, hérna við hljðina á mér. Svo
getum við talað dálítið saman um forlögin.
Inga settist.
— En spilin? sagði hún spyrjandi.
— Ég spái ekki í spil, heldur í andlits-
drætti.
— Verður það líka rétt?
— Miklu réttara. Sittu svoleiðis, að ég
sjái framan í þig.
Inga settist þannig, en henni leið illa
undir hinu rannsakandi augnaráði gömlu
konunnar; hennar eigin augu reikuðu. Af
einhverjum ástæðum hafði hún ekki góða
samvizku frammi fyrir þessu hyggna og
sjáandi augnaráði. Hún skildi þó ekkert
í því, þar sem að hún gat ekki ásakað sig
fyrir neitt. Því allt, sem var öðru vísi en
það átti að vera, var kringumstæðunum
að kenna, en ekki henni. Þar að auki var
það framtíðin og ekkert annað, sem spá-
konan átti að sjá.
— Hm, hm, sagði gamla konan, eins og
hún uppgötvaði nokkuð og Inga fylltist
eftirvæntingu.
— Þú ert óánægð með tilveruna, sagð
sú gamla.
Það fanst Ingu hún hafa vitað áður
— ekki hafði hún komið til að heyra það.
— En þú hefir enga ástæðu til að vera
óánægð, bætti gamla konan við.
Þ a ð var nýtt fyrir Ingu. Hver hafði
ástæðu til að vera óánægður, ef ekki hún?
Gamla konan tók hina hvítu og mjúku
hönd Ingu litlu í sína grófu hönd og horfði
á hana.
— Þessi litla hönd þarf ekki að vinna
mikið, sé ég. Einhver vinnur fyrir þér og
gefur þér allt, sem þú þarft með.
— Það gerir fóstri minn, sagði Inga,
óþolinmóð eftir að fá lokið þessu tali um
það, sem hún þegár vissi. Segðu mér eitt-
hvað um framtíðina.
— Við komum að því smám saman. —
Heldur þú að framtíðin komi fljúgandi til
okkar, án nokkurs samhengis við það
yfirstandandi. Þá hefir þú ekki enn þá
lært stafróf framtíðarinnar, enda þótt þú
hafir að líkindum lifað í seytján ár.
— Ég er seytján og hálfs árs.
Gamla konan kinkaði kolli.
— Seytján ára. Það er vorið. Það er
mikið líf í vorinu, og þú skalt ekki halda
að sumarið komi á annan hátt en úr vor-
inu. Blómhnappar vorsins verða blóm
sumarsins og ávöxtur haustsins. Eigi ég
að geta sagt nokkuð um sumar framtíð-
ar þinnar, verð ég að þekkja eitthvað af
því, sem falið er í blómhnöppunum fyrir
framan mig.
Inga fór nú að skilja, hvað vakti fyrir
gömlu konunni og ásetti sér að sætta sig
við þessa seinlátu og undarlegu aðferð
hennar við að spá. Spákonan hélt áfram,
þar sem hún hafði hætt:
— Jæja, svo fóstri þinn vinnur fyrir
þér og gefur þér það, sem þú þarft með.
En fóstra þín, kennir hún þér ekki ein-
hverja gagnlega hluti?