Heimilisblaðið - 01.01.1937, Side 25
HEIMILISBLAÐIÐ
25
— Ég hef ekki gabbað þig, en sú sem
þú ætlar að fara til mun gabba þig. Það,
sem ég hef sagt er satt, en það, sem hún
segir þér er ekki satt. En því miður, þú
munt heldur vilja hlusta á ósannan spá-
dóm, sem lofar þér gulli og grænum skóg-
um, er þú aldrei færð, heldur en á sann-
an spádóm, sem vísar þér innri veginn til
hamingjunnar. En mundu að minnsta kosti
það, sem ég hef sagt og hugsaðu öðru
hvoru um það.
Rödd gömlu konunnar var svo mild og
vingjarnleg að Inga viknaði. Þegar hún
rétti henni höndina til kveðju. bað hún
hana að fyrirgefa sér fljótfærnis orðin.
—- Ég skil, að þér meintuð það vel,
sagði hún.
Inga gekk frá býlinu upp eftir fjallinu.
Hún hitti réttu konuna, og nú var spáð
þannig fyrir Ingu, að augu hennar ljóm-
uðu og kinnarnar brunnu. Þar voru margir
herrar ástfangnir og afbrýðissamir. Þar
voru peningar og skemmtilegir viðburðir,
stór arfur, langar ferðir, gjafir og sam-
kvæmi. Mest var þó af ást. Svörtu ,,döm-
urnar“ þýddu auðvitað afbrýðisamar og
öfundsjúkar konur, sem með öllum brögð-
um sínum gátu þó ekki kastað skugga á
hina miklu hamingju Ingu litlu. Auðvitað
kom svo sá útvaldi með trúlofun og gift-
ingu og mikla hamingju.
Þessi spádómur var Ingu að skapi. Þeg-
ar hún hélt af stað heimleiðis, var hún
alveg frá sér numin af ánægju, eins og hún
hefði fengið alt, sem henni var spáð.
Á heimleiðinn’ fór hún aftur fram hjá
býlinu. Gamla konan var enn þá úti í garð-
inum og dútlaði við biomin sín. Víst var
hann fallegur garðurinn gömlu konunnar,
þó lítill væri, og ljómandi vel hirtur var
hann. Inga leit alla tilveruna velvildaraug-
um vegna hinnar m;klu hamingju, er hún
hugði sig eiga í vændum. Hún nam staðar
fyrir utan garðinn og studdist fram á
rauðmálaða grindverkið.
-— Blómin dafna vel hér, sagði hún.
—- Já, þau kunna því vel, að dundað sé
við þau, enda get ég nú orðið lítið annað,
en þess vegna fer þeim líka vel fram, svar-
aði gamla konan. Hún stóð fyrir framan
rósatró, er bar tvær gular rósir. Önnur
var útsprungin, en hin var enn þá knapp-
ur. Hún sleit hina síðar nefndu af og gaf
Ingu hana.
— Kærar þakkir. En er það ekki synd,
að slíta knappinn af?
— Blómin eru til þess að gleðja, og þar
sem þú sjálf enn þá ert knappur, fanst
mér það eiga svo vel við, að gefa þér þenna
knapp. Hann sprigur út og visnar síðan.
En hvað gerir það til, ef hann getur vakið
gleði með hinu stutta lífi sínu.
Það lá eitthvað sérstakt í orðum gömlu
konnunnar og Inga skildi það. En hún
gerði aðra kröfu til lífsins.
— Maður lifir þó líklega til að njóta
gleðinn?ir líka, sagði hún.
— Það er til tvenns konar gleði: hin
forgengilega og hin óforgengilega, sagði
gamla konan.
Inga reigði höfuðið þrjóskulega, því hún
skildi það vel, að sú von er spádómurinn
lét rætast, var einmitt vonin um forgengi-
lega gleði. Hin óforgengilega gleði hafði
ekkert aðdráttarafl fyrir hana.
Gamla konan stóð þarna meðal blóm-
anna sinna og horfði á Ingu með hinu glað-
lega og blíða augnaráði sínu.
— Þegar þú hefir komist að raun um
að sú gleði, sem þú nú sækist svo mjög
eftir er forgengileg, þá mundu það, að
til er óforgengileg gleði og leitaðu hennar.
Inga flýtti sér að kveðja, því henni var
ekki mikið gefið um áminningar. Hún
þakkaði aftur fyrir rósina og hélt svo af
stað heimleiðis gegnum skóginn. Það var
komið kvöld og farið að skyggja. Inga
gekk sem í draumi, hugsandi um spádóm-
inn, sem þó hafði þegar misst mikið af
ljóma sínum. En seinna, löngu eftir að
hún hafði gleymt honum, komu henni í hug
síðustu orð gömlu konunnar, um hina ófor-
gengilegu gleði. Því sannleiksorð eru var-
anleg, þó innantóm orð verði að engu.
O. K.