Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1937, Qupperneq 26

Heimilisblaðið - 01.01.1937, Qupperneq 26
26 HEIMILISBLAÐIÐ TIL TUNGLSINS FRAM OG AFTUR Á 8 DÖGUM FRAMHALD AF BLS. 8. sem samsvaraði 6,4 milj. kílógrammmetr- um. Jafnframt reiknaðist okkur til, að úr 1 kg. af besta brensluefninu, súrefni og vatnsefni, fengist aðeins fjórði parturinn af þessari orku. Jafnvel þótt reiknað væri með 100% nýtingu þess, væri mismunur- inn vonlaus. En við höfum líka séð, hvernig á að nota þetta brensluefni. Því er þrýst út sem vatnsgufu (árangurinn af sameiningu súrefnis og vatnsefnis) frá því augnabliki, að lagt er af stað frá jörðinni, og uns komið er út í himingeiminn. Meðan vatns- gufugeislinn er nægilega öflugur, vex hraði skipsins í sífellu. Að lokum kemst það út á rúmsjó, ef svo má að orði kveða — ef nóg er af brensluefni meðferðis. Og þá er komið að úrslitaatriðinu. Hvað þýðir nóg af brensluefni í þessu sambandi ? Það segir sig sjálft, að á þeim útreikningi byrjar maður með mikilli eftirvæntingu. Það eru einmitt þessir útreikningar, sem mest hafa þrjóskast við brautryðjendurna. En nú þegar hefir fengist mjög sæmileg- ur árangur. Alt er undir því komið, hve mikilli vatns- gufu er hægt að þrýsta út á sekúndu og hve mikla ferð er hægt að setja á hana, þegar hún fer út úr leiðslunni. Við reikn- um með rakettu-skipi, sem vegur 6 tonn nettó. Til þess að koma því út í himin- geiminn þarf 564 tonn af brensluefni. Þá er reiknað með því, að 1% af þeim þunga, sem eftir er í skipinu á hverjum tíma, sé þrýst út á hverri sekúntu (það þýðir 5,4 tonn á því augnabliki, sem lagt er af stað), og að hraði vatnsgufugeislans sé 3 km. á sekúndu. Þó hefir tekist að koma hraða geislans upp í 4 km. á sek., og vonast er eftir, að enn hærra megi komast. Ef hægt væri að koma honum upp í 5 km. á sek., væri nægilegt að hafa 84 tonn af brenslu- efni. Eins og á þessu sést, verða brenslu- efnisgeymarnir í öllum tilfellum stórir. Rakettuskipið verður í laginu eins og fleygur. Framan í því verður lítið rúm fyrir áhöfn og áhöld. Það sem eftir er af hinum stóra kroppi er ýmist notað til að geyma í bensluefnið eða til að brenna það í. En hvað á svo að gera við þetta himna- skip, ef það kemst á annað borð af stað? Ef við förum til tunglsins og lendum þar, hvernig komumst við þá aftur til jarðar- innar? Jafnvel þótt við höfum nægilegt brensluefni til þeirrar ferðar líka, segir það sig sjálft, að slíku skipi verður ekki komið af stað fyrirhafnarlaust. Til þess þarf mikil og margbrotin áhöld, og var- lega er því treystandi, að „maðurinn í tunglinu" hafi þau við hendina. Þess vegna er best að lenda ekki — a. m. k. ekki í fyrsta skiftið. Og það er mjög auðvelt að komast hjá því. Við not- um tunglið aðeins sem takmark, sem siglingamerki í ljósvakahafinu, sem við siglum í kringum. Við höfum veitt því eftirtekt, hvernig tunglið fer stöðugt kringum jörðina. Það heldur áfram sinni eilífu göngu án þess að hafa stýri eða annan slíkan útbúnað, af því að því hefir nú einu sinni tekist að komast á mátulega mikla ferð, þannig að miðflóttaaflið vegur upp aðdráttarafl jarðarinnar. Þannig förum við að, þegar við komum í námunda við tunglið á rakettu-skipinu. Með því að tempra útþrýsting vatnsguf- unnar stýrum við inn á braut í krigum tunglið, þannig að við verðum einskonar tungl tunglsins. Við getum snúist kring- um það eins lengi og okkur lystir. Þá fá- um við m. a. að sjá það, sem ekkert jarð- neskt auga hefir enn séð: bakhlið tungls- ins. Þegar við fáum leið á þessu, setum við útblásturinn aftur í gang, svo að skip-

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.