Heimilisblaðið - 01.01.1937, Qupperneq 28
28
HEIMILISBLAÐIÐ
hvort leiðin er nokkrum miljón kílómetr-
um lengri eða skemri. Þvert á móti hafa
þeir fundið út, að þægilegast sé að kom-
ast til Venusar á þann hátt, að fara
heilan hring í kringum sólina og mæta
Venusi hinum megin við hana. Leiðin,
sem þeir velja, er ekki 40 milj. heldur
400 milj. km.! Með töluverðum rétti get-
ur maður því spurt sjálfan sig, hvort þess-
ir menn séu ekki alveg gengnir af göfl-
unum.
Nei, svo er mál með vexti, að siglingar
á ,,úthöfum“ himins eru alt annars eðlis
en siglingar á höfum jarðarinnar. Það er
fyrst og fremst eitt atriði, sem gefa verð-
ur nákvæman gaum: Þegar rakettu-skip-
ið kemur út í himingeiminn og er laust við
aðdráttarafl jarðarinnar, er það orðið að
reikistjörnu milli annara reikistjarna. Það
svífur í hring vegna áhrifa frá aðdráttar-
afli sólarinnar, eins og Merkúr, Venus og
jörðin sjálf. Þegar það er komið af stað
og brensluefnið uppeytt, hringsnýst skipið
í ákveðinni, sporöskjulagaðri braut kring-
um sólina og mun halda því áfram um
aldur og æfi. Þessa ferð fáum við okkur
algerlega að kostnaðarlausu. Það kostar
ekki meira að halda rakettuskipinu gang-
andi í slíkri braut, heldur en það kostar
að láta jörðina snúast eftir sinni.
Þess vegna verða ferðir milli stjarnanna
fólgnar í þessu: Fyrst slítur skipið af sér
hlekki aðdráttarafls jarðarinnar með því
að þrýsta út kraftmiklum vatnsgufugeisla.
Því næst er skipinu stýrt inn í ákveðna,
fyrir fram útreiknaða braut kringum sól-
ina — og svo kemur alt annað af sjálfu
sér. Með geysilegum hraða, t. d. 30 km. á
sek. eða meira, þýtur rakettuskipið um
ómælisvíddir upphiminsins, án þess að við
þurfum á hinn minnsta hátt að skifta
okkur af drifafli eða stjórn. Öllu þessu
vindur fram af nákvæmni, sem alþekt er
úr stjörnufræðilegum útreikningum.
Þetta er ástæðan fyrir því, að Venus-
ferðin er ekki fyrirhuguð eftir stystu leið
frá einni braut til annarar. Nei, við velj-
um sjálf braut kringum sólina fyrir
rakettu-skipið, og er hún reiknuð þannig
út, að við mætum Venusi hinum megin við
sólina. Þessi 400 milj. km. ferð stendur
yfir í 146 daga. Við verðum alls ekkert
vör við þann geysilega hraða, 30 km. á
sek. Hann truflar okkur ekki fremur en
hraði jarðarinnar truflar okkur daglega,
en hún klýfur kólgu himinsins með svip-
uðum hraða.
* *
*
Þegar við komum til Venusar, þurfum
við ekki heldur að lenda þar. Við förum
inn á aðra tunglbraut og svífum þar
stundarkorn. Því miður getur þetta
,,stundarkorn“ orðið óralangur tími, a. m.
k. ef við ætlum að komast aftur til jarð-
arinnar. Við verðum sem sé að bíða eftir
hagkvæmri stjörnustöðu milli jarðarinnar
og Venusar, þannig að við höfum í raun
og veru möguleika til að mæta jörðinni
aftur, þegar við leggjum af stað í hina
löngu heimför. Biðtíminn verður langur,
470 dægur. Ferð frá jörðinni til Venusar
og heim aftur stendur því yfir í 146 + 470
+ 146=762 daga —tvö ár!
Fram að þessu höfum við verið svo
hyggin, að lenda hvergi. En þegar við
komum aftur til jarðarinnar, verðum við
að búa okkur undir að lenda þar. Og það
er ekkert auðvelt. Því nær sem við kom-
urn jörðinni, því nieir verkar aðdráttarafl
hennar á skipið. Þetta eykur hraðann, og
ef við gerðum ekkert til varnar, mundi
skipið þjóta inn í gufukvolfið með 11 km.
hraða á sekúndu. Örlög þess yrðu þau
sömu og örlög lofthnattanna: Núningur
loftsins mundi glóðhita það.
Að sjálfsögðu er hægt að draga úr
hraðanum með því að beina gufugeislan-
um fram á við. En til þess að draga úr
hraða 6 tonna skips, sem fellur til jarðar,
þarf 564 tonn af brensluefni — nákvæm-
lega jafn-mikið og til þess þarf að koma
skipinu út í himingeiminn gegn aðdráttar-
aflinu. 564 tonn af brensluefnisforða