Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1940, Qupperneq 8

Heimilisblaðið - 01.10.1940, Qupperneq 8
160 HEIMILISBLAÐIÐ * var aðeins heyranlegur, þegar ölduhrann- irnar grófust inn í sandinn. Loksins hreyfði annar maðurinn sig, eins og hann hygðist að halda brott. Hinn horfði kringum sig eins og á báðum átt- um. Svo gekk hann til konunnar, lagði höndina á öxl hennar og mælti: »Hann var góður drengur. — Guð sé honum náðugur!« Hún sat kyrr, án þess að rnæla orð frá vörum. »Það var h,ann«, tautaði hún. »Það var hann«. Mennirnir héldu leiöar sinnar, og kon- an sat ein eftir með börnin sín. Þau grétu, en hún heyrði það eigi. En þegar leið að kvöldi varð henni hughægra. Hún fór inn til að koma börnunum í rúmið. En þá bar sorgin hana ofurliði, og hún brast í ákaf- an grát. Börnin höfðu grátið sig í svefn án kvöldverðar, og hún sat enn á rúm- stokknum með hendurnar í skauti sér. Svo kom nóttin og henni fylgdi hvíldin. Dagai' liðu, ár liðu, og þeim fylgdi fyrnskan. Engin jarðarför fór fram, því að hafið hafði annazt um það allt. Það hafði vagg- að honum alla hans æfi, borið hann í faðmi sér, þegar hann var barn, veitt honum lífs- viðurværi, þegar hann varð fulloröinn. Nú lék það sér að látnum líkama hans, unz hann hneig í djúpið, eða barst að fjarri ströndu. Hann var horfinn. En það var ekki tími til saknaðar, þótt hjartað skynjaði sársauka. Hún varð að sjá sér og börnunum farborða. Hún hafði mikið verk að vinna og sat sízt iðjuvana. Fyrst af öllu varð hún að fá vistar- veru. Gamla húsið höfðu þau haft á leigu. Og ekki gat hún greitt leigugjaldið, eðá lokið við skyldudagsverkin. Hún vissi af húsi, sem fékkst fyrir þrjátíu krónur. Hún átti aðeins fimm. En hún æskti þess að fá að greiða það, sem á skorti, smám saman. Og seljandinn ætlaði að verða við þeirri ósk hennar. Skömmu síðar frétti hún af húsi, er fengist fyrir fimmtán krónur. Það var í verra ástandi, sem gefur að skilja. Þar var kalt á vetrum og heitt á sumrum. En sá, sem á aðeinsi fimm krónur, gleðst af því að þurfa ekki að skulda, nema tíu. Og hún fór á fund bóndans og bað þess, að kaupunum mætti rifta. Þau áttu langt samtal saman. Tímarnir voru erfiðir. Og ef maður leyfði öllum slíkt! Hann gat alls ekki geng- ið að því sem vísu, að honum tækist að selja húsið aftur. Þessar fimm krónur gat hún undir öllum kringumstaðum ekki feng- ið endurgreiddar. Alveg ómögulegt! Eitt- hvað fyrir allt! Og hún lét undan. Samt sárnaði henni það alltaf. Hann hefði betur getað verið án þeirra en hún. En árin liðu, og hún dró fram lífið. Hún spann, hún prjónaði sokka, hún vann dag- launavinnu, og hún sparaði. Þegar börnin urðu eldri, voru þau látin ganga, á skóla. Og þegar sonurinn hafði fermzt, tókst henni að gera hann úr garði, svo að hann gat farið í siglingar. — Því að í siglingar vildi hann fara. Og hún vildi það einnig. Það hafði verið vilji föður hans. Þannig lifði hún lífi sínu á hinni hrjóstr- ugu strönd, þar sem svalvindurinn næddi gegnum mosatoppa veggjarins, og þar sem snjórinn á vetrum byrgði hana einmana inni., Sonurinn hafði sem sé reist eigið bú með tímanum, og dóttirin var í vinnu- mennsku hjá öðrum. Vorið kom þó að lokum og bræddi snjó- inn, svo að vegirnir urðu færir, vatnið ís- laust, jörðin þurr og vindarnir varmir. Þegar ég sá gömlu konuna, vár hún í borginni til að selja garn, sem hún hafði spunnið. Dagurinn var sólríkur, gangstéttirnar skuggavana, loftið rykþrungið og hitinn kæfandi. Allan daginn hafði hún gengið hús úr húsi, og nú var klukkan fjögur eftir há- degi. Hún hafði gengið, eins og maður

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.