Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1941, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.06.1941, Blaðsíða 4
96 HEIM ILISBLAÐIÐ eða glatast. — Hins vegar voru hinir svo- nefndu nýkalvinstrúarmenn, sem voru mun frjálslyndari í skoðunum. Séra Lyman Beecher lét allar trúar- kreddur sig næsta litlu skipta. Að hans dómi var það mikilvægast af öllu að snúa syndurunum til affurhvarfs. Að því starfi gekk hann með sama áhuga og faðir hans aó því að móta stálið. Þó gat hann ekki með öllu forðazt trúardeilur samtíðar sinn- ar. Harriet Beecher yarð fyrir miklum trúaráhrifum strax í æsku., sem mótuou jafnan lífsskoðanir hennar. Systir hennar, Catharina Beecher að nafni, stofnaði kvennaskóla. í smábæ þeim, er þau voru búsett, í. Harriet varð kennslu- kona við skóila þennan aðeins fjórtán ara gömul. Hún stritaði frá morgni til kvölds við nám og kennslu. Sízt tók betra við, er Lyman Beecher hlaut stöðu sem for stöðumaður kennaraskólans í Cincinnati í Ohio. Borg sú telur nú um hálfa milljón íbúa. En í þá daga gat hún aðeins talizt stór kaupstaður, áningastaður á leiðinni t-il vesturhéraoanna. Catharina stofnaði hér einnig kvenna- skóla, sem Harriet kenndi við, jafnframt því, sem hún gegndi kennslustörfum við kennaraskóla föður síns. Einn af kennur- unum við skólann, guðfræðiprófessorinn Stowe, missti konu sína. Ári síðar bað hann Harrietar og fékk jáyrði hennar. Harriet Beecher Stowe var mjög vel að sér um bókinenntir og dáði.einkum Byron. Hún hefir einhvers staðar látið þess get- ið, að það 'hafi verið henni mikil ráðgáta í æsku, kvort Byron myndi verða glötun búin eða sál hans frelsast. Það var sameiginlegt með Harriet og flestum öðrum amerískum stúlkum af miö- stéttum að dá Byron. Lýsingu Byrons verð- ur oft vart í ritum hennar. I »Hreysi Toms frænda« nefndist hann Augustine St. Clare Oig er faðir engilbarnsins Evu, sem ýmsir hafa haldið að væri sjálfsmynd af skáld- konunni sem barni. Raunverulega mun Eva þó vera systir hinna tilfinninganæmu smá- meyja hjá Charles Dickens. I »Hreysi Toni6 frænda« tókst að frelsa St. Clare. Bæn'! Toms frænda voru heyrðar, og ekrue'C andinn sigraðist á drykkjufýsn sinni. Dauð' Evu litlu fullkomnaði síðan afturhvaÞ hans. En í raunveruleik lífsins var það alg'el. andstæða við Byron, sem hin unga kennsl11 kona gekk að eiga. Prófessor Stowe va' mjög gáfaður guðfræðingur, en sérvitu'1 enda þótt hann væri enn á unga ald'1, Hann var skyggn og honum bárust boð f'® fyrri konu, sinni, sem hann hafði elska° innilega. Ungu hjónin lifðu í dulrsen"' dýrkun við hina látnu konu. Það virð's. bera þess vottinn, að ást, Harrietar á ma"111 sínum hafði alls, ekki verið áköf eða u"g. æðisleg. Gengi prófessornum eitthvað í iuú11 var það siðvenja hans að ganga til núða’ svo að ekki mun honum hafa verið eig'". legt að bjóða erfiðleikum né andstrey"" birginn. En hann gat talizt hinn elsk" legasti og heiðarlegasti maður. Þeim hjónum varð margra barna aUÍ ið, en laun Stowes voru ekki mikil. Til að afla heimilinu nokkurra aukatekna, t°' Harriet að fást við ritstörf, sem he"nl urðu brátt mjög töm. Hún ritaði smás°S ur fyrir tímarit, greinar fyrir trúmá'a blöð og fjöldann allan af sögum um neg'a þræla. Áður en »Hreysi Tciins frænda« k°n’ á markaðinn, hafði hún þegar unnið sel nafn á vettvangi bókmenntaiðjunnar. ^ sú bók gerði hana heimsfræga. Þá var "u fertug að aldri. Gagnrýnendur vorra tíma telja, að ingar Harrietar Beechers Stowes á neg unum, iífi þeirra og hugsunai’hætti " ekki við fyllstu rök að styðjast, Negr"111 ir hennar eru ekki negrar heldur hv' menn með svartar grímur fyrir andl't'" I æsku sinni í Nýja-Englandi hafði "L. ekki náin kynni af negrum. Þó mun P hafa komið fyrir að hún hafi skotið sk.í°' húsi yfir flóttamenn úr hópi þeirra. ^ Það má vissulega gagnrýna sálarlýs'llpi_ þessarar skáldsögu. En staðreyndir hel1

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.