Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1941, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.06.1941, Blaðsíða 20
112 HEIMILISBLAE D að vera hótun af hendi Funga. Ekki sást neitt, annað merki til að þeir hefðu komið þar; en sþarin þeirra á f jallinui höfðu skol- azt burt af hellirigningu. Og þrátt fyrir alla eftirleit, varð pss það fullkomin gáta, hvaðan þessir Fungar hefðu komið. Vér héldum helzt að þeir hlytu að hafa fundið einhvern ókunnan s.tig. Og fyrst 15 gátu klifið stig' þennan, hví þá ekki eins 15 þús- undir? Öhug' sló á Abatía, er þeir fóru að hugsa um þennan ókunna stig, sem Fung-ar gætu notað til að gera óvænta árás á þá. Sagan barst munn frá munni og varð æ lengri og ægilegri. Það var eins og við hér á Eng- landi hefðum heyrt,. að voldugur útlendur her, hefði skyndilega gengið á land og' skorið sundur alla símaþræoi, tekið allar járnbrautir vorar og væru nú á göngu til Lundúna. Abatíum þótti nóg um er þeir urðu þess vísir, að einhverjir hefðu getað broitizt inn í Múr, því að þeir höfðu allt af haldið, að land þeirra væri óvinnanlegt. Nú brotnaði skyndilega oddurinn af sjálfstrausti þeirra og' grobbi af »hamramúrunum« í Múr, sem þeir hugðu ósigrandi. Fungarnir gátu þá eftir þessu komið yfir þá,. þegar minnst vonum varði. Þeir yfirgáfu því búgaröa sína og flykktust í borgirnar og þorpin. Prestunum va,r stefnt saman og voru spurð- ir ráða. Og þrátt fyrir sinn óheiðna átrún- að fórnuðu þeir sauðum og öðru kvikfé, og því var meira aðsegja fleygt, að þeir hefðu blófað stöku, manni ti! að blíðka reiði Guðs síns, eins og fjandmenn þeirra Fungarnir. Endirinn á þessu öllu var sá, að þeir urðu ásáttir um, að hamravættina (Sfinx- en) yrði að eyðileggja. Og til þess voru »heiðingjarnir« sjálfkjörnir, aorjr gátu ekki hjálpað þeim. Þess vegna urðum vér manna vinsælastir um hríð. Allir sýndu oss stökustu velvild,. jafnvel Jósúa hneigði sig og beyg'ði þegar hann kom nálægt css og lýisti yfir sínum lifandi áhuga á starfi vwu í námunum. Bezt af öllu var það, að nú var öllum óhöppum lokið. Hundum vorum, var ekki framar byrlað eifur, steinar komu ekki lengur hrynjandi niður yfir ckku-r og örv- ar voru eigi lengur á flugi yfir vegunum, þegar vér riðum út. Vér þorðum jafnvel öðru hvoru að vera án lífvarðanna, þar sem allir höfðu mestan hugann á því að halda, líftórunni í ,oss. Það, sem á undar. var géngið,, já. Ég var ekki eitt augna- blik í vafa um, hve djúpt þessi vinátta mundi standa og varaði því hina við í tínia og ótíma. Vér strituðum og' strituðum allt hvað af tók. Guð veit,, að vér dróum ekki af css. Hugsum oss annað eins fyrirtæki og það að grafa göng, ég veit. ekki hvað löng', gegnum fjallið sjálf.t og það með vorum ófullkomnu verkfærum og óæfðu verka- mönnum. Hundruð ófyrirséðra örðugleika mættu oss daglega og vér lög'ðum oss 1 miklar hættur. Og ábyrgðin á öllu þessu hvíldi á eins manns herðjum, sem sé Olivers. Þótt hann væri duglegur og- hálærður mannvirkjameistari,. þá hafði hann litJa verklega æfingu, En það, s.em að hendi ber -— gerir mann- inn að manni. Það sást brátt á., að Orm® var þessum vanda vaxinn, svo að undrum sætti. Þegar hann var ekki að verki niðn í g'öngunum, þá vann hann að útreikning- um sínum og hæðamælingum, eins c,g hon- um var framast unnt með þeim tækjum, sem hann hafði. Hin minnsta villa í út" reikningum gat orotið afdrifamikil og s!J yrði endirinn, að göngin gegnum fjalli° reyndust ónýt. Og það, sem mestu skipf'' var það líka, hvort sprengiefnið sem hann hafði umráð yfir, væri nægilegt, til að eyði- leggja, hamragoðið. Loks urðu þá gtöngin fullger eftir meira en mannlega erfiðismuni. Sprengiefnaforði vor, var alls hér um bil fjórar úlfalda- klyfjar; þeim var skipt niður í sérstæð- ar hplur nákvæmleg'a nógu djúpar fyrl1' sinn sikammt af hleðslunni pg allar voru þær hoJaðar undir því bergi, sem myml vættarinnar var höggin út úr.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.