Heimilisblaðið - 01.10.1946, Síða 24
196
HEIMILISBLAÐIÐ
skýlið við griparéttina, og þegar þau stönzuðu þar, skildi
hún, hver ætlun lians var með þessu hættubragði. Allir
menn Grahams voru í þann veginn að hlaupa út í stíginn.
— Þeim dettur ekki í hug, að við liöfum snúið við
og farið fram hjá þeim, fyrr en það er of seint, sagði
hann sigurglaður. — Við verðum að komast í gilið.
Stampade og hirðarnir geta komið þangað eftir stuttan
tíma, og þá--------.
Hálfkæft óp truflaði hann. Nokkur skref frá þeim
lá maður í hnipri upp við réttarvegginn.
— Hann er særður, hvíslaði Mary.
— Það vona ég, sagði Alan án meðaumkunar. — Það
er ekki gott fyrir okkur,. ef Jiann lifir svo lengi, að
hann getur sagt félögum sínum, hvaða leið við höfum
fyúið.
Það var eitthvað í rödd lians, sem kom ungu stúlk-
unni til þess að skjálfa. Það var eins og villidýr væru
á hælum þeirra. Hún lieyrði særða manninn kveina
aftur um leið og þau læddust burt frá réttinni. En svo
tók hún eftir því, að það var ekki eins dimmt í kring-
um þau. Þokunni var að létta. Hún sá Alan greini-
legar, og þegar þau komu að mjóa stígnum, lá hann
fram undan eins og hlykkjótt lína. En um leið og þau
komu þangað, kvað við skot að baki þeim. Annað og
þriðja heyrðist skömmu á eftir, og síðan liá hróp. Það
var eitthvað óhugnanlegt við þessi skot, og þau heyrð-
ust greinilega.
— Særði maðurinn, sagði Alan vonsvikinn. — Hann
er að gera liinum aðvart. Ég hefði átt að drepa liann.
Þau hlupu eins hratt-og þau gátu. Nú liafði liún náð
hugrekki sínu og þrautseigju til fulls aftur. Hún and-
aði liratt og herti hlaupin, svo að nú var það hún, sem
réð ferðinni. Þau fóru eftir liæðarbrúninni, sem var
neðan við píltrén og lindina, og á enda liæðarinnar
stanzaði Alan og hlustaði. Og hann, sem var vanur að
heyra hvert smáhljóð í liljóðri nóttinni, heyrði nú
það, sem Mary gat ekki lieyrt. Særða manninum hafði
nú tekizt að gera félögum sínum aðvart og segja þeim
hvert þau hefðu farið, og fjandmennirnir voru nú að
dreifa sér um sléttuna að baki þeim.
— Getur þú lilaupið svolítið lengra? spurði bann.
— Hvert?
Haun benti, og hún hraðaði sér af stað á undan hon-
um. Svart liár hennar sveipaðist um hana eins og ský,
og það sló á það daufum gljáa í liinni vaxandi birtu.
Alan bljóp skammt á eftir lienni. Hann óttaðist birt-
fyrir hretið, og má nú húaet við' slæm-
um fréttum þaðan.
SKIPSTRÖND.
Fimin fiskiskútur, sem lágu í Horns-
höfn á Ströndum í laugardagsveðrinu,
rak þar á land, 4 um flóð, og voru allar
óskemmdar eða því sein næst, en ein,
eign Ásgeirssons-verzlunarinnar á ísa-
firði, um fjöru og mölbrotnaði. Mann-
tjón varð ekkert.
Á öðrum stað á Hornströndum, í
Barðsvík, fannst og rekið flak af ey-
firzku hákarlaskipi, „Draupni“, með 3
mönnum dauðum, einum bundnum við
stýrið. Gizkað á, að skipshöfnin hafi
verið 10 manns, er allir hafa drukk/iati.
Margt þilskipa vestra hafði auk þess
komið inn í garðinum vegna bilunar,
meiri og minni; eitt, ísfirzkt, þar að
auki misst af sér I mann, og annað fra
Þingeyri sömuleiðis. En nokkrar fiski-
skútur þar vestra, scm ekki hafði til
spurzt. — Það var laugardagskveldið
1. maí og þá um nóttina, sem tjónið
varð mest; veðrið skall svo sviplega á,
með mikilli dimmu.
Þá fréttist og með „Vestu“ að aust-
an, að hvalabátur einn norskur af Vest-
fjörðum hefði rekið á land í Þórshöfn
á Langanesi, í laugardagsveðrinu, og
brotnað allur, en menn bjargazt.
Skönnnu áður strandaði við Héraðssand
eystra vöruskip til kaupm. Sig. Johan-
sen á Seyðisfirði. Uppboð á því 26. f-
mán. og komst allt í hátt verð.
BÁTUR FÓRST
á Patreksfirði þá um kveldið, 1. mai,
frá Hænuvík, i fiskróðri, með 7 mönn-
um, er einum varð bjargað, en 6 drukkn-
uðu; — aðrir segja 5.
fsafold, 12. maí 1897.
IIORFELLISSÖGUR
berast nú víðs vegar að nokkuð. Mjög
illa lálið af úthreppum Borgarfjarðar-
sýslu, einkuin sumum bæjuin í Skil-
mannahreppi. Á cinum bæ í Þingvalla-
sveit, Stíflisdal, hjá Jóni bónda Ás-
nuindssyni, var að sögn skilríks manns
meira en 40 fjár dautt úr hor í önd-
verðum þessum mánuði, og kýrnar 3
hér uin bil reisa.
ísafold 22. maí 1897.