Heimilisblaðið - 01.10.1946, Page 36
208
HEIMILISBLAÐIÐ
Ný|ai* bækup:
Einkaliréf einræðislici'raitiia.
Bók þessi liefur að geyma hin heimssögulegu bréfaviðskipti Hitlers og
Mussolinis á styrjaldarárunum. Handrit bréfanna komust í hendur for-
stöðumanni alþjóðafréttastofunnar í Róm, og bjó hann bréfin til prent-
unar. Nú að undanförnu hafa fáar bœkur vakið clíka atliygli erlendis sem
þessi, enda leiðir liún margt óvœnt í Ijós.
I®ólsk kylting.
Sænskur kvenrithöfundur, Marika Stiernstedt. lýsir í bók þessari á mjög
Ijósan og aðgengilegan hátt þeirri þróun, sem nú á sér stað á meginlandi
] Evrópu. Eftirmáli er eftir Kristmann Guðmundsson rithöfund.
lilll i’auðnr.
Stutt skáldsaga eftir snillinginn John Steinbeck, eitt af hans allra fág-
uðustu og dásamlegustu verkum. Gleymið ekki litlu bókinni um Litla rauð.
Tvaer Ijóðabækur.
Villiflug heitir nýútkomin ljóðabók eftir Þórodd, son Guðmundar á Sandi.
Þóroddur er bókelsku fólki að góðu kunnur, og mun þó hróður hans vaxa
enn af þessari bók. — Frá liðnu vori heitir bók eftir ungan nýliða í víngarði
ljóðlistarinnar, Björn Daníelsson. Fer hann vel af stað og lofar bók þessi
góðu um framtíð hans sem skálds. Bók Björns er að'eins gefin út í 300
tölusettum eintökum.
JEriiiriasafnið.
Komin eru út tvö ný hefti af Erindasafninu. Eru í öðru síðari hluti"^
hinna athyglisverðustu erinda Sigurbjörns Einarssonar, Indversk trúarbrögð,
en í hinu hinir bráðskemmtilegu ferðaþættir Sigurðar Einarssonar, Austur
og vestur á fjörðum.
ISarnabækiir.
Hin gamalkunna og vinsæla barnabók Ólafs Jóh. Sigurðssonar, Við Álfta-
vatn, er komin út í nýrri útgáfu, skreytt skemmtilegum teikningum.
Þessa bók verða öll börn að eignast. — Önnur úrvalsbók er Hvíti selurinn
eftir enska skáldjöfurinn Rudyard Kipling, í þýðingu dr. Helga Pjeturss, ein
allra ákjósanlegasta saga til að glæða hugmyndaflug barna og unglinga. —
; Þá má minna á, að enn eru til barnabækurnar Um sumarkvöld eftir Ólaf
Jóh. Sigurðsson, Hlustið krakkar, söngljóð barna eftir Valdimar Hólm
Hallstað og Skógarœvintýri Kalla litla.
BÓKAIÍIGÁFA Pálma H.Jónssonar Akureyri