Morgunblaðið - 08.08.1964, Síða 2

Morgunblaðið - 08.08.1964, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ r L'augardagur 8. ágúst 1964 Ráðstefna Rauba Kross félag- anna á Norðurlöndum hér RAUÐA-Krossfélagin á Norffur- löndum halda árlega ráðstefnu sína í Reykjavík að þessu sinni. Stendur hún dagana 4.—8. ágúst. Forsetar félaganna boðuðu biaðamenn á sinn fund í .gær og gerði hver þeirra nokkra grein fyrir starfsemi Rauða Kossins í sínu landi. Dr. med. Johs. Frandsen, frá Danmörku sagði að í Danmörku hefði Rauði Krossinn stigið stór skref en fá. Hann hefði komið á kennslu í hjálp í viðlögum í skólum. Einnig hefðu verið byggð mörg barnaheimili á veg- um félagsins. Stór þáttur í starf- semi Rauða Krossins í Danmörku væri' aðstoð við aðrar þjóðir. Ættu þeir meðal annars stórt sjúkrahús í Leopoldville, þar sem þeir mennta hjúkrunarfólk. Ilmari A. E. Martola frá Finn- landi þakkaði fyrir að hafa feng- ið tækifæri til þess að koma til íslands og sagðist hafa orðið hisea á öllu, sem fyrir augu hafi borið. Hann sagði að í Finnlandi væri mikill áhugi á slysavörn- um, en þ>að væri áhugamál Rauða Krossins þar að sameina alla slíka starfsemi undir eina stjórn. Rauði Krossinn í Finn- landi hefur komið á fót víð- tækri björgunarþjónustu og rek- Lönduðu humar, 8 humarbátai* lönduðu í dag, samtáls 3780 kg. af slitnum hum- ar. Hæstur var Haukur RE með 1145 kg., þá Haförn með 735, Svanur 620, Höfrungur II 380, Fram, Ásmundur og Ver 300 kg. hver. Auk þess fengu þeir 3—4 tonn af fiski á bát. ur hann mikinn áróður fyrir allri sinni starfsemi. Félagar í Rauða Krossinum þar eru um 180.000. Ulf Styren frá Noregi sagði, að Rauði Krossinn ræki þar víð- tæka starfsemi. Félagar í honum eru um 108.000. Félagfð rekur 6 sjúkrahús, 8 sjúkrastofur og 8 skóla, sem útskrifa 300 manns árlega til sjúkrahjálpar. Einnig hafa þeir 3000 rúm fyrir van- gefin börn og hafa á sínum snær- um hjálparsveitir með saman- lagt 10.000 sjálfboðaliðum. Auk þessa hafa þeir sérmenntað fólk til fanga- og sjúkraheimsókna. Erland van Hofsten frá Sví- þjóð sagði að Rauði Krossinn þar ræki elliheimili, slysavarnir, námskeið í hjáíp. í viðlögum, fatlaðrahjálp o.fl. Hann skýrði frá því, að það væri löngun þeirra að eignast langferðabíla til þess að flytja rúmliggjandi fólk milli staða. Sagði hann að félagar í Rauða Krosssamtökun- um þar væru um 550.0Ö0. Lagði hann ríka áherzlu á að Rauða Kross samtökin vernduðu frið í heiminum. Ráðstefnan hefur nú staðið frá 4. þ.m. og hafa ýms mál varð- andi starfsemi Rauða Krossins í heild verið rædd. Héðan fara fulltrúarnir í dag. • 'XyV-v Mftj I' - •> . - • * ♦ ■ ‘ * «• . ' >■ ■' "Y- ■’ 'y- ■ vw&s&ft * Isl. kona hlaut verðlaun á málverkasýningu ■ USA NÝLEGA hélt Baltimore Museum of Art 32. málverka sýningu sína, en þar eru tek- in til sýningar málverk frá listamönnum, sem eru fæddir eða búsettir í Marylandríki. Alls bárust til sýningar 1400 málverk, en af þeim voru að- aðeins 100 tekin á sýninguna. Frú Ragnheiður Jónsdóttir, sem búsett hefur verið vestra um all-langt skeið, sendi tvö málverk á sýninguna, og voru þau bæði tekin til sýningar. Frú Ragnheiður hlaut ein af þremur hæstu verðlaununum, sem safnið veitti, en verðlaun þessi voru öll jafnhá. Frú Ragnheiður hefur stund að málaralist nokkur undan- farin ár, og haldið einkasýn- ingar og tekið þát í málverka sýningum í Washington. (Frá menntamálaráðun.) !■ ■ ...................... Hátíðahöldítilefni 75 ára afmœli Hvanneyrarskóia — Grænland Framhald af bls. 1. sagði Nogueira, til að minna á að þegar Grænlandsmálið var fyrir nokkrum árum tekið fyrir hj'á SÉ>, varði danska stjónrin aðgerðir sínar þar á nákvæmlega ( sama hátt og stjórn Portúgals gerir nú. Þær grundvallarregl- ut varðandi nýlendumál, sem danska stjórnin vill að Portúgal- ar byggi nýlendustefnu sína á, leiðir til þess að við getum j | ekkí litið á Grænlandsmálið sem afgreitt vandamál, heldur ætti að taka það fyrir að nýju. Talsmaður danska utanríkis- ráðuneytisins sagði í Kaupmanna höfn' í dag að Danir gætu ekki viðurkennt samanburð Nogueira á stefnum Danmerkur og Portú- | gals. Benti talsmaðurinn á að hinn 22. nóvember 1954 hafi Alls herjarþing SÞ viðurkennt að ekki bæri að líta á Grænland sem ósjálfstætt land lengur. Ibú- 11 arnir þar hefðu fullt frelsi til að neyta sjálfsákvörðunarréttar | síns. Á MORGUN verður hátíðlegt haidið 75 ára afmæli Bændaskól ans á Hvanneyri. Er gert ráð fyr ir að staðinn sæki heim gamlir nemendur og velunnarar skólans. Hátíðin hefst kl. 13 með messu. Séra Guðmundur Þorsteinsson prédikar. Kl. 13,40 leikur Lúðrasveitin Svanur úr Reykjavík. Kl. 14,00 verður samkoman sett af Guð- ■mundi Jónssyni skólastjóra, en síðan flytur Ingólfur Jónsson lanábúnaðarráðherra aðalræðu dagsins. Enn fremur flytja ræð- ur: Pétur Ottesen fyrrum alþm., Þorsteinn Sigurðsson formaður Búnaðarfélags íslands Og Ásgeir Pétlirsson sýslumaður. Karlakór Akraness syngur og síðan flytja gamlir nemendur og velunnarar skólans ávörp. Lúðra sveitin ieikur milli ræðuhalda. Að loknum dagskráratriðum býð ur skólinn gestum upp á kaffi- veitingar í matsal skólans og iþróttasai. Gert er ráð fyrir að dagskrá Ijúki um kl. 17,00 síð- degis. Dagskráin er ekki höfð lengi svo að gömlum kunningjum gefist tækifæri til að endurnýja kunningsskapinn og rabba sam- Alexander Zawadzki, — Alþingi Forseti Póllands látinn Varsjá, 7. ágúst (NTB). ILEXANDER ZAWADZKI, for- eti Póllands, lézt í dag 65 ára ,ð áldri. Hann lætur eftir sig ;on,u og tvö börn. Zawadzki var áður námuverka oaður, en gekk ungur í lið með lommúnistum og barðist með æim í rússnesku byltíngunni. lann var tvisvar handtekinn regna stjórnmálaafskipta í Pól- andi á árunum milli heimsstyrj- .ldanna, en fluttist seinna til iovétríkjanna. Þar var hann innig handtekinn meðan á ireinsunum Stalíns stóð, og sat im túna í fangabúðum í Síberíu. L heimsstyrjaldarárunum siðari ók hann m.a. þátt í vörn Stal- ingrad (nú Volgograd), sem varð upphaf að gjörsigrun Þýzka lands. Eftir heimsstyrjöldina var hann kjörinn í miðstjórn pólska kommúnistaflokksins. Á næstu árum gegndi hann ýmsum mik- ilsverðum embættum á vegum flokksins, var m.a. ríkisstjóri í Schlesiu og Dubrovíu 1945—48 og varaforseti 1951—52. Hann var svo kjörinn forseti Póllands ár- ið 1952 og gengdi því embætti til dauðadags. í apríl s.l. gekk Zawadzki und- ir uppskurð vegna magasjúk- dóms, en náði sér fljótt aftur og tók að nýju við embætti sínu eftir nokkurra vikna fjarveru. Búast má við að einhverjir vilji á þessum tímamótum skól- ans minnast látinna skólastjóra. Sjóður er til minningar um Hjört Snorrason, stofnaður af sonum hans. Annar til minningar um Halldór Vilhjálmsson og var hann stofnsettur á 50 ára afmæLi skólans. Til þessa sjóðs hafa einn ig runnið minningargjafir um Runólf Sveinsson skólastjóra. Sjóðum þessum mun ætlað í framtíðinni að veita verðlaun eða styrki til námsmanna á Hvann- eyri. Lúða síld AKRANESI, 7. ágúst — Vélbát- arnir Haraldur og Höfrungur eru nú báðir farnir norður og austur á síldveiðar í annað sinn á þessu sumri. Höfrungur II kom í gær af Vestmannaeyjamiðum með 140 tunnur og var síld sú fryst til beitu. Trillan Villi landaði í dag 3 iúðum, sem allar vógu 240 pund og 500 kg. af ýsu. Öragnótatrill- ur tvær lönduðu í dag, Sigur- páll 1500 kg. og Björg 1300 kg. — Oddur. ANNAÐ eldflaugaskot Frakk anna á Mýrdalssandi í fyrra- kvöld tókst ágætlega, svo sem | hefur verið skýrt frá, þó ekki eins vel og fyrra skotið, sem var óvenjulega vel heppnaðj af slíkum skotum að vera. Eru | Frakkar mjög ánægðir með ár angurinn og búast við mikl- um upplýsingum. sem síðar eiga eftir að koma I ljós. — | Þess mynd tók Brandur Stef- ( ánsson í Vík er seinni eldflaug inni var skotið upp. flllt í Iogi með sultið SÝNISHORN af saltfarmi, sem kom með skipi frá Ítalíu til Seyðisfjarðar, var rannsakað að beiðni síldarsaltenda, þar sem þeim þótti saltið nokkuð dökkt að sjá, svo sem frá var skýrt I blaðinu í gær. Hinkruðu þeir eftir formlegri tilkynningu um að ekkert væri að saltinu frá rannsóknarstofunni, þó inntlytj- andinn, Ólafur Gíslason, væri bú- inn að tilkynna að úrskurður lægi fyrir um að allt væri i lagi. í gær féikk Mbl. þær fréttir aus,tan af Seyðisfirði að sú form- lega tilkynning- rannsóknarstof- unnar um að óhætt væri að nota saltið væri komin, og mundi því nú skipað upp á Seyðisfirði. Framhald af bls. 1 sem ekki verður á móti mælt að Viðreisnarstjórnin hefur þrívegis á þeim 5 árum, sem hún hefir farið með völd, fram kvæmt skattlagabreytingar, sem miða að því að lækka skatta, sérstaklega á lágtekju fólki og gera skattheimtu í landinu eðlilegri og réttlátari. Til þess ber vafalaust nauð- syn að ganga lengra á þeirri braut en ennþá hefir verið gert. En Framsóknafmenn og kommúnistar eru allra manna ólíklegastir til þess að skapa réttlæti í skattamálum. Þess- vegna verður ekki tekið mark á gagnrýni þeirra á skattamálastefnu núverandi stjómar, enda greiddu Fram- sóknarmenn og Kommúnistar sjálfir atkvæði með skattlaga breytingu þeirri á s.l. þingi, sem þeir gagnrýua sjálfir harð legast nú. x i Veiði í „hafinu44 og nœr landi ÍGÆRKVÖLDI voru síldarbát- arnir farnir að veiða síld hæði í Ilafinu sem kallað er, þ.e. 180. mílur austur af Langanesi og einnig 70—80 mílur NV af A frá Dalatanga. 6 bátar höfðu tilkynnt afla til Raufarhafnar: í fyrrinótt var veður sæmilegt á veiðisvæðinu, sem var 75—80 mílur ANA af Dalatanga, og til- kynntu 30 skip 21:500 mála og tunnuafla. Þau voru: Haflþór RE 550; Þórður Jónas- son RE 800; Skírnir AK 700; Kristján Valgeir GK 500; Guð- rún GK 700; Heimir SU 350; Framnes ÍS 600; Rifsnes RE 350; Ingvar Guðjónsson GK 500; Sól- rún ÍS 900; Vigri GK 300; Æsk- an SI 300; Stefán Árnason SU 550; Arnkell SH 1000; Þórsnea SH 650; Bjarmi II EA 700; Skarða vík SH 1300; Reykjanes GK 400; Árni Geir KE 500; Hvanney SF 600; Sigurður SI 700T Snæfell EA 1700; Guðbjartur Kristján IS 280 1000; Steinunn SH 600; Jón Jóns- son SH 900; Loftur Baldvinsson EA 1700; Helga Björg HU 500; Björgvin EA 900; Guðbjöng OF 350; Hilmir H KE 900.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.