Morgunblaðið - 08.08.1964, Page 10

Morgunblaðið - 08.08.1964, Page 10
10 MORGUNBLADIÐ i Laugardagur 8. Sgúst 1964 Stúlkurnar, sem TÍð hittuin fyrir í Fossvogskirkjugarði voru léttklæddar i sólinni, eins og sjá má. — BORGARBÚAR hafa sann arlega kunnað að meta sól- ina og góða veðrið undan- farna daga. I allan gærdag var látlaus straumur fólks út í Nauthólsvíkina, og við vorum satt að segja farnir að velta því fyrir okkur, hvort allur sá fjöldi kæmist þar fyrir. í öllum almenningsgörðum borgar- innar var krökt af börn- um og fullorðnu fólki. Einn verzlunareigandi hengdi svolátandi auglýsingu á búðardyrnum: Lokað í dag vegna veðurs! í skólagörðunum við Hring- braut var ekki margt um manninn. Ef til vill var sól- inni um að kenna; líklega voru krakkarnir allir niðri í Nauthólsvík. Við hittum þó fyrir tvær laglegar telpur, sem voru að dytta að garðinum sínum. Þær sögðust heita Maja og Una. Garðarnir þeirra væru númer C-9 og C-ll. Við spurðum þær, hvers vegna væri svo fámennt í skólagörðunum í dag. ert fleira — nema moldin. ,— Ekki má gleyma henni. Eruð þið ekki vondar við arf- ann, ef hann lætur sjá sig? .— Jú, við rekum hann und- ir eins í burtu. — Hvað ætlið þið svo að gera við uppskeruna? — Borða, gefa og selja. — Hvað kostar blómkáls- hausinn? Þær hrista höfuðið. Líklega lítt kunnugar verðlagi á græn- meti. Þær segja okkur, að þær hafi líka verið í skólagörðun- um í fyrrasumar og fengið mikla uppskeru. Fullan striga- poka af kartöflum. Stúlkurnar, sem hafa um- sjón með krökkunum, standa álengdar, pikka í blómabeð með hrífunum sínum og krunka saman. — Eru þær strangar við ykkur,^ stúlkurnar þarna, spyrjum við ungfrúrnar litlu. ! — Nei, nei, -— þær hjálpa okkur bara að laga til í garð- inum. Við kveðjum hinar smá- vöxnu vinkonur okkar og göngum til verkstjóranna. Það eru hinar myndarlegustu stúlk ur, fyrir alllöngu komnar af barnaskólastiginu. Ein meira Verkstjórarnir í skólagörðunum. — Þuríður Hrafnhildur Ármannsdóttir, Systa Snævarr Berndsen. Davíðsdóttir, og Anika — Krakkarnir hafa líklega ekki nennt að koma, af því að veðrið er svo gott. — Þið eruð þá aldeilis á- hugasamar. Þær líta feimnislega hvor á aðra. — Hvað ræktið þið? Una skýrir það út fyrir/Okk- ur og bendir um leið á teg- undirnar. — Þarna er salat — svo eru radísur, spínat, blöðrukál, grænkál, blómkál, næpur, róf- ur, kartöflur, ístoppar ..... — Bíddu nú við.... Hvaða fyrirbrigði eru ístoppar? — Þeir eru eins og radísur, segir Una, bara dálítið beizk- ari á bragðir. — Þetta eru heil ósköp, sem þið þurfið að sjá um. — Svo eru blóm líka. Þarna eru stjúpur og morgunfrúr og .... svo man ég ekki, hvað hin heita. — Er þá allt upptalið? — Já, ég held það sé ekk- Hún segja í Menntaskólanum. heitir Systa Snævarr. — Hvað heita þessi strá, sem þú ert að plokka í, Systa? I gær var hið fegursta veður sunnanlands. Fjölmargir Tteyk víkingar stöldruðu við í al- menningsgörðum borgarinnar — Þetta eru ekki strá, — þetta eru nellikkur! — Þekkirðu virkilega allar plönturnar? — Svona hérumbil. — Hafa engir strákar verk- stjórn með höndum hérna? Spurningin kom henni svo á óvart, að hún var næstum búin að saxa sundur plönt- una, sem hún var að dytta að. — Nei, það eru engir strák- ar, sagði hún svo, — Finnst ykkur það ekki miður? — Ónei, það er alveg ágætt. — Þeir eru svo latir, segir ein vinkona hennar. Þær taka allar í sama streng. — Þið kennið börnunum að fara vel með blómin, ekki satt? Jú, við sýnum þeim, hvernig á að setja niður og hvernig á að taka upp. — Eru þau áhugasöm? — Já, já, allflest, — annars hefur verið svo ægilega leiðin- legt veður í sumar. — ★ — f garðinum hans Ásmundar Sveinssonar, myndhöggvara, sáum við hvar fjórar létt- og nutu veðurblíðunnar í fall- egu umhverfi. Þessi glaðlegi krakkahópur var að sóla sig í hinum fagra skrúðgarði í klæddar blómarósir handléku hrífur af mikilli kunnáttu. Þegar þær komu auga á Svein, Ijósmyndara, flýttu þær sér í yfirhafnir og héldu síð- an áfram að raka, eins og ekk- ert hefði í skorizt. Þær sögð- ust vinna í gróðrarstöðinni í Laugardalnum hjá honmu Sigurði Albert Jónssyni, en koma hingað við og við til þess að raka blettinn hans Ásmundar. — Hvað gériði í Laugar- dalnum? — Við reytum arfa. — Er það allt og sumt? — Nei, nei. Við bindum líka blóm við bambusstengur. Svo erum við stundum í gróðurhús inu. — Hafið þið verið í sveit? Ein ungfrúin, Sigrún Guð- mundsdóttir, kraftalega vax- in stúlka, verður fyrir svör- um: — Ég held nú það. Oft og mörgum sinnum. — Sveinn, ljósmyndari, tekst nú allur á loft og segir blaða- manninum, að þetta sé hún Sigrún í handboltanum. Þar eð blaðamaðurinn er mjög illa Laugardalnum, þegar frétta- mann og ljósmyndara Mbl. bar þar að. Segir nánar frá því á bls. 10. að ser í íþróttamálum, verð- ur hann að fá nánari skýr- ingu. — Hún Sigrún, leynivopnið okkar í handboltanum, segir Sveinn. Manstu ekki eftir henni úr leiknum milli íslands og Danmerkur. Þegar hún kom inn á, höfðu Danir fjög- urra marka forskot, en hún jafnaði bilið og sneri taflinu við. Það er henni einna mest að hakka, að íslenzku stúlk- urnar urðu Norðurlandameist arar. Sigrún segir okkur, að hún iðki handboltann af jafn miklu kappi og fyrr. Hún á að keppa við Ármann á sunnudaginn. — ★ — í almenningsgarðinum í Laugardalnum var mikill fjöldi fólks. Þar er líka einn fegursti skrúðgarður borgar- inna ■ og friðsældin er slík, að hægt er að ímynda sér, að maður sé þar kominn upp í sveit. Garðurinn er prýddur fögrum listaverkum, og ósjaldan má sjá ungviðið á sveimi þar í kring virðandi þau fyrir sér með aðdáunar- blandinni lotningu. Þau sátu þrjú í grasinu, Guð björg, 4 ára, Magnús 6 ára, og Finnbogi, 12 ára. Þau voru orðin brún og útitekin af sól- inni. — Komið þið oft hingað, krakkar, spyrjum við. — Já, segir Finnbogi. Við eigum heima svo stutt frá. Á Kambsveginum. — Eruð þið með mömmu og pabba? — Nei, bara ein, segir Magnús. — Hvað gerið þið svo hér? — Bara leikum okkúr og er- um í sólbaði. — Ertu byrjaður að fara í skólann, Magnús? — Það byrjar í haust. — Hlakkarðu ekki til? — Nei. Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.