Morgunblaðið - 08.08.1964, Síða 13

Morgunblaðið - 08.08.1964, Síða 13
MORCU N BLAÐIÐ 13 ^ Laugardagur 8. Sgúst 1964 í MORGUNBLAÐINTJ þann 23/7 birtist löng ritsmíð eftir Einar Sigurðsson, varaformann Solu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, stjórnarformann Umibúðamið- stöðvarinnar, stjórnarformann Jökla hf og varaformann Trygg- ingarmiðstöðvarinnai-. Hann ber mig þar persónulega brigzlum og ósönnum ásökunum, sem ég tel rétt að svara með nokkrum orð- um, enda iþó að mér sé mjög óljúft að eiga í blaðacfeilum við viðskiptamenn Kassagerðar Keykjavíkur. Ég hafði af þeim éstæðum ekki svarað iþeim rang- færslum, sem fram komu í grein- argerð S.H., sem birt var í dag- blöðunum og í málgagni S.H. varðandi stofnun öskjugerðar á vegum S.H. Einar Sigurðsson segir, að- ég hafi svívirt S.H. og ausið auri þá menn, sem komu í veg fyrir að hann stofnaði kassagerð með Kristján Jóh. Kristjánsson forst jóri og Agnar sonur hans, framkvæmdastjóri fyrir utan nýbyggingu Kassagerðar Reykjavíkur Kassagerðin og Einar Krislján Jóh. Kristjánsson svarar Einari Sigurðssyni Sambandi Isl. Samvinnufélaga. Hverjir eru þessir menn? Og hvenær hef ég ausið þá aúri eða svívirt S.H.? Ég býst við að fátt yrði um sannanir hjá Einari.Sig- urðssyni, ef þeirra væri krafizt. Ég hef aldrei dregið í efa, að sölusamtök frystihúsanna séu nauðsynleg, sé þeim vel stjórnað og að þau starfi innan eðlilegra takmarka. I>ar eru margir ágætis menn, sem vilja vinna að fram- gangi frystiiðnaðarins í landinu á heilbrigðum grundvelli og vildi ég sízt niðra þeim á nokkurn hátt. Ef einhver óhreinindi skyldu loða við nafn Einars Sigurðssonar, þá munu þau vera þangað komin fyrir tilverknað hans sjálfs, en ekki fyrir mín áhrif. Ég veit, að Einar Sigurðsson váeri mér sam- mála um það, ef hann gæfi sér tíma til íhugunar, hve óheppilegt það er fyrir þá menn, sem standa í fararbroddi í félagsmál- um eða yfirhöfuð í atvinnulífi þjóðarinnar að láta störf sín stjórnast af skefjalausum yfir- gangi og eiginhagsmunasýki. — Slíkir menn hljóta að afla sér andúð almennings og geta varp- að skugga á félagssamtök þau, sem þeir gera sig gildandi í, hversu góð sem þau annars kunna að vera. öskjugerðaráætlun S.H. Það er ósatt, að ég hafi á nokk urn hátt átt þátt í þeim blaða- skrifum, sem fram hafa farið um kassagerðarmál SH annað en blaðaviðtal, sem dagblaðið Vísir átti við okkur feðgana, strax og vitnaðist, að samþykkt hefði ver- ið að stofna öskjugerð á vegum S.H. í ofangreindu blaðaviðtali taldi ég það þjóðfélagslega óhag- stætt að kasta milljónatugum króna í nýja kassagerð, þar sem önnur væri fyrir, sem gæti ann- að allri eftirspurn eftir pappa- umbúðum hér á landi. Að öðru leyti höfum við ekkert við það að athuga, þó að sett verði upp öskjugerð til að keppa við okk- ur, ef hún væri byggð á eðlileg- um og heilbrigðum samkeppnis- grundvelli. Það tel ég hins vegar ekki vera fyrir hendi í þessu sambandi. Það er á misskilningi byggt, að ég hafi sagt, að öskju- gerð S.H. mundi kosta 50 millj. króna, enda er mér ókunnugt um áætlaða stærð hennar og véla- kost. Hitt sagði ég, að fullkomin umbúðaverksmiðja á borð við Kassagerð Reykjavíkur með nýj- um vélum og nauðsynlegum bygg ingum kostaði ekki minna en 50 millj. króna og það tel ég rétt vera. Þetta kríli, sem Einar tal- ar um á ekki að kosta nema 8—10 millj, króna. Það á að vera til húsa í fjórða hluta af vöru- skemmu S.H., lekahripinu, sem Einar nefnir svo. En krílið á að framleiða 75% af þeim umbúð- um, sem frystihús S.H. þurfa að nota og skila því í hreinan hagn- að eftir fullar afskriftir 5 miilj. króna á ári. Þetta er því býsna álitlegt fyrirtæki, því það á að borga sig upp á tveimur árum. En það hefur tekið Kassagerð Reykjavíkur 32 ár að byggja sig upn í bað, sem hún er í dag. Finkunnarorð Einars: „Við viljum bara hafa þetta sjálfir" í grein sinni minnist Einar Sigurðsson á það, að S.H. og S.Í.S. hafi viljað kaupa Kassa- gerð Reykjavíkur sameiginlega. Ég hygg þó, að réttara sé að segja, að Einar Sigurðsson hafi viljað kaupa hana. Málið mun alls ekki hafa verið borið á þeim tíma undir stjórn S.H., enda voru þrír af fimm stjórnarmönnum S.H. mót.fallnir þessu kassagerðar braski Einars Sigurðssonar. Ein- ar segir ennfremur í grein sinni, að búið bafi verið að ganga frá þessum málum að mestu. Það mun haf.. verið gengið frá þeim á þá le ð eða að því leyti, að ákveðið var að stofna félag og hafði því verið gefið nafnið „Vél- ar og umbúðif". Hlutverk þess átti að vera að hafa á hendi um- boð fyrir flökunarvélar þær, sem frystihúsin keyptu þá í stórum stíl frá Þýzkalandi. Hefur það líklega verið talið girnilegt til fjáröflunar. í öðru lagi átti fé- lagið að fiamleiða umbúðir til að selja frystihúsunum. Vildi því Einar Sigurðsson ná Kassagerð Reykjavíkur í sínar hendur. Ég minnist þess, að ég var kallaður til fundar á skrifstofu S.H. Þar sem fyrir voru Einar Sigurðsson og fulltrúi frá S.Í.S. Þeir hrósuðu báðir viðskiptum við Kassagerð Reykjavíkur. Einar Sigurðsson átti varla nógu sterk orð yfir það, hve viðskiptin við Kassagerð Reykjavíkur væru góð, verðið lægra en fáanlegt væri annars staðar og afgreiðsla öll í bezta lagi. „En við viljum bara hafa þetta sjálfir“ sagði Einar. En ég vildi ekki selja eða mín fjöl- skylda. Þetta rann því út í sand- inn í þetta sinn. Einar mun hafa sótt um vélaumboðið með þeirri hógværð og háttvísi, sem honum er lagin og margir þekkja, enda varð árangurinn eftir því. Einar segir að það hafi verið af tillitssemi við mig, að hann setti ekki upp kassagerð með S.Í.S. Sú tillitssemi hefur þó ekki varað lengi. Strax og sýnt var, að hann gæti ekki náð Kassa- gerð Reykjavíkur í sínar hend-. ur, sendi hann menn út af örk- inni til að útvega fjárfestingar- leyfi að fjárhæð 15—20 millj. -króna, til að byrja með og átti að vera til byggingar kassagerð- ar. Við athugun kom þá í ljós, að það var ekki vegna verðsins, sem þeir óskuðu að byggja kassa gerð. Einhverjar aðrar ástæður hafa legið til þess. Þá átti öskju- gerð Einars Sigurðssonar að kosta 20 millj. króna en nú ekki nema 3—10 millj. króna, svo þetta er að lækka í verði hjá Einari. Síðasti þátturinn í bar- áttu Einars Sigurðssonar við það að ná Kassagerð Reykjavíkur var sá, að hann boðaði mig til sín á fund. Við. mættum þar báðir feðgarnir. En eins og allir vita nema Einar Sigurðsson, bá er Kassagerð Reykjavíkur í -eign hlutafélags, en ekki einkaeign mín eins og Einar heldur fram. Erindi hans við okkur var að fá okkur til að selja sér 50% í Kassagerð Reykjavíkur og tók hann skýrt fram, að S.H. ætti ekki að eiga krónu í þeim hlut heldur aðeins nokkur fyrirtæki. Einar Sigurðsson lætur sér annt um fjárhag Kassagerðar Reykjavíkur og hefur gert sér það ómak að kanna veðmáiabæk ur Reykjavíkur. Þetta er enn eitt dæmið um heilindi Einars og lýsir mæta vel innræti hans, þegar hann á lævísan hátt, sem þennan reynir að blekkja almenn ing. Einar veit betur eða a.ip.k. verður maður að ætla það um svo umsvifamikinn atvinnurek- anda, sem Einar er, að heildar- skuldir eins fyrirtækis er ekki að leita í veðmálabókum heldur í efnahagsreikningi viðkomandi fyrirtækis. Ef til viil er þessu öðru vísi varið með fyrirtæki hans? Einar Sigurðsson hefur ekki athugað aðstöðumuninn hjá iðn- aðinum annars vegar og sjávar- útvegi hins vegar, þegar um er að ræða föst lán til framkvæmda. Einar Sigurðsson og hver sem var gat lreypt skip og fengið 90% af kaupverðinu lánað með ríki’s- ábyrgð. Einar sagði eitt sinn í blaðagrein, að það væri skamm- arlega lítið að lána ekki nema 90% út á skipin, lágmarkið væri alveg 100%. Svo er ósköp þægi- legt að láta ríkið sjá um afborg- anirnar. Iðnaðurinn hefur aldrei komizt upp á þfetta krambúðar- loft. Á sama tíma voru iðnaðar- vélar ekki taldar veðhæfar og eru ekki enn nema í einni lána- stofnun. Lán til bygginga iðnaðar húsa þýddi ekki að neína. Því er það, að fjöldinn af iðnaðar- fyrirtækjum verður að dragast með lausa skuldir eins og heng- ingaról um hálsinn, sem stendur í vegi fyrir eðiilegri framþróun, þar á meðal er Kassagerð Reykja víkur. Þá er það eitt áf sannindum, sem fram komu í áðurnefndri grein Einars Sigurðssonar, að hann segir. að birgðaskemma S.H. sé notuð til þess að geyma umbúðir fyrir Kassagerð Reykja víkur. Viðskiptum S.H. við Kassagerð Reykjavíkur er þann- ig háttað, að S.H. kaupir um- búðir' af Kassagerð Reykjavíkur eftir pöntunum. S.H. tekur við öllum umbúðum, sem sipni eign jafnóðum og þær eru framleidd- ar, hvort sem þær eru afhentar á þifreið eða skip, sem flytja þær út um land eða þær eru afhentar í birgðaskemmu S.H., þar sem þær eru geymdar og afhentar til frystihúsanna eftir þörfum þeirra. Það er því S.H., sem á að annast geymslu á þeim en ekki Kassagerð Reykjavíkur. Enda verður að telja að S.H. fái sæmilega þóknun fyrir þessa þjónustu, sem á sl. ári mun hafa numið um 8,3 millj. króna. S.H. tekur því á einu ári 8,3 millj. króna af frystihúsunum fyrir að annast pantanir á umbúðum frá Kassagerð Reykjavíkur og sjá um ge.ymslu á þeim um tak- markaðan tíma. Ég býst við að Kassagerð Reykjavikur treysti sér til að annast birgðahald á umbúðum fyrir frystihúsin fyrir minni upphæð en 8,3 millj. krón- ur á ári. Einar Sigurðsson segir J með mikilli hrifningu, að Jöklar hafi endurgreitt frystihúsunum 13 millj. krónur á átján árum. Hið sanna er, að mest af þessu höfðu frystihúsin lánað Jöklum með lágum vöxtum til 15 og 20 ára. \ Eitt af því, sem veldur Einari Sigurðssyni kvíða er, að Kassa- gerð Reykjavíkur muni lækka öskjurnar um 33%% þegar krílið tekur til starfa, sem hann segir að verði í haust, en hækka aðrar umbúðir um 100%. Ef það væri einungis þetta, sem veldur Ein- ari Sigurðssyni hugarangri, þá getur hann verið alveg rólegur, því að hvorugt mun eiga sér stað. Við höfum fyrir löngu gefið vonir um að lækka verð á viss- um tegundum af öskjum um næstu áramót, sem byggðist ein- ungis á aukinni tækni og vinnu- h» græðingu. en ekki af hræðslu við verksmiðju S.H. Einokun Kassagerðar Reykjavíkur í greinargerð S.H. er farið hörðum orðum um einokunar- aðstöðu Kassagerðar Reykjavík- ur og sem talið er að hafi verið herfilega misnotuð. Gíaman væri að vita, hvaða skilning SH legg- ur í orðið einokunaraðstaða. Það kæmi mér ekki á óvart, þó að sá skilningur væri þveröfugur við þann skilning, sem almennt er lagt í orðið einokunaraðstaða. Að minnsta kosti bera skrif þeirra það með sér. Eða hver er einokunaraðstaða Kassagerðar Reykjavíkur gagnvart S.H.? Að vísu er Kassagerð Reykjavíkur eina fyrirtækið hér á landi, sem getur framleitt öskjur og bylgju- pappakassa fyrir S.H. En S.H. er frjálst að kaupa og hefur verið frjálst að kaupa umbúðir hvar sem er í heiminum. Og það sem meira er og það sem færri vita, S.H. getur flutt inn sínar um- búðir svo til tolllaust. Kassagerð Reykjavíkur hefur aldrei búið við tollmúra hvað útflutnings- umbúðir snertir. Hitt er sönnu nær að Kassagerð Reykjavíkur er í þessu tilliti sennilega það fyrirtæki hér á landi, sem hefur starfað einna mest á frjálsum markaði, i beinni samkeppni við vel skipulögð erlend stórfyrir- tæki á sviði umbúðaframleiðslu. Ef S.H. hefði getað fengið sam- bærilegar umbúðir erlendis fyrir lægra verð, hefðu umbúðirnar örugglega verið keyptar þar. En svo er akki. Kassagerð Reykja- víkur hefur ávallt selt umoúðir um frystan fisk lægra verði en fáanlegt héfur verið annars staðar. Þetta hefur verið viður- kennt af þeim. sem annast hafa Framh. á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.