Morgunblaðið - 08.08.1964, Síða 15

Morgunblaðið - 08.08.1964, Síða 15
taugardagur 8. ágúst 1964 MORGUNBLAÐIÐ 1$ Við skolum bara á okkur lappirnar! — og þá fattar mamma ekki neitt SÓL. SKEIN í heiði er frétta- maður Mbl átti leið um Hafn- arfjörð í gær. En þó brá svo við, að bærinn virtist nær mannlaus. Utan við einstaka hús lá fólk í sólbaði, en mann- fátt var hinsvegar í Hellis- gerði, og óvíða gat að líta börn að leik. Sennilega hafa allir, sem vettlingi geta vald- ið, ákveðið að „taka helgina snemma“ í góða veðrinu, og haldið á brott með fjölskyldur sínar. Sömu sögu var að segja í Reykjavík. Umferðin var óvenju lítil í gærdag, en við Nauthólsvík iðaði allt af lífi eins og að líkum lætur á slík- um degi. Við'námum staðar stundar- korn þar sem Hafnarfjarðar- lækurinn fellur í höfnina þar syðra. Þarna hafa þau tíðindi gerzt, að laxar hafa sézt stökkva, og jafnvel veiðst í net og á stöng. Telja ýmsir að hér séu komin seiði úr eldis- stöð, sem er upp með læknum. Hafi þau á sínum tíma slopp- ið í hann, én komist nú ekki aftur upp. Og í einu blaðanna var á dögunum spurt hvar „holræsalaxinn“ frá Hafnar- firði væri seldur. Lesendum blaðsins til huggunar má geta þess, að laxinn forðast meng- að vatn, líkt og holræsavatn, eins og heitan eldinn, og í Bretlandi er það t.d. haft til marks um hvort ár séu menig- aðar eða ekki hvort laxinn helzt við í þeim. Svo Hafnar- fjarðarlaxinn ætti ekki að vera’ óhollari en annar lax. Þar sem lækurinn fellur í sjóinn neðan við Strand- götu, rennur hann eftir stein- steyptum stokk, og er lík- lega 5—10 cm. djúpur. Við fjöruna myndast um 15 cm. hár foss, og fullyrtu tveir litlir veiðimenn við okkur, að „það væri lax í fossinum". Annar þeirra hélt á 'stöng og veiddi í steinstokknum, en hinn horfði spekingslega á og lagði ýmislegt til málanna. Þeir kváðust heita Ásgeir Páll Ásbjörnsson, 7 ára, og Gísli Gíslason, einnig 7 ára, og báðir Hafnfirðingar. — Hvernig gengur veiðin? spyrjum við. — Hún gengur ekkert mað- ur. Það er ekki komið flóð. Við reyndum fyrst að veiða uppfrá sagði Gísli og bendir upp lækinn, — en fengum ekki neitt. — En það kemur flóð klukkan 10 í kvöld, sagði Ásgeir. — Og hvað gerist þá? — Þá koma hér laxar. Þeir eru alltaf að stökkva þarna úti á höfninni. Það var einn maður hér um daginn og hann fékk svona stóran, sagði Ásgeir og breiddi út faðminn til áherzlu orða sinna. — Þegar ég var fimm ára, bætti Gísli við, — þá var ég . alltaf að veiða hérna, og þá sá ég einu sinni stóran silung. — Hefurðu nokkurn tíma fengið silung? — Já, með pabba í Kleifar- vatnL umhverfis. Þeir kváðust heita Karl Hallur Sveinsson, 6 ára og Valgeir Ellertsson, 7 ára. — Við erum bara að vaða, sögu þeir þegar við spurðum hvað þeir væru að gera. — Það er svo gaman að vaða. — Eigið þið ekki stígvél? — Jú en það er ekkert varið í það. Við förum bara úr skónum og sokkunum. Það er langbezt. — Hafið þið aldrei dottið í lækinn? — Nei, aldrei. — Hvað segir mamma ykk- ar við þessu sulli hérna í mýra keldunum? — Ekkert. Hún fattar ekki neitt. Við skolum bara lapp- irnar á okkur svo hún sjái það ekki. — Og er ykkur ekkert kalt? Steinþór Jóhannsson og Magnús Hellisbúar. Elias Guðmundsson. lega ekki hægt að vera við þetta nema í sólinni. — Það hefur lítið verið hægt að gera í sumar? — Ojú. Við höfum unnið mikið í saltfiski, vaskað hann og þurrkað. — Hvað vinna margir hérna núna? — 15, en stundum hefi ég haft 45 börn í vinnu þegar Gamla fólkið sat og lét sólina ■— Og þér finnst gaman að veiða? — Já. — Skemmtilegra í sólskini en righingu? — Já, miklu skemmtilegra, sagði Gísli. — En ef það verður rign- ing í kvöld þegar flóðið kem- ur, sagði Ásgeir. — Ætlarðu þá að veiða? ■ — Já, en ég vil heldur að verði sól, sagði Gísli. Og þar með kvöddum við hina áhugasömu veiðimenn við steinstokkinn, og héldum upp með læknum. Þar hittum við tvo strák- patta, sem voru að vaða og sulla í læknum og mýrinni ylja sér fyrir utan Sólvang. — Nei. Við látum bara sokkana okkar í skóna. Við höfum allt í skónum, segja þeir hlæjandi og ösla út í mýrina. Skammt frá sat hópur fólks, eldra og yngra, fyrir utan .all- stórt geymsluhús. Þetta var starfsfólk Bjarna Gíslasonar, sem rekur þarna saltfisks- og skreiðarverkun. Þau sátu þarna og sleiktu sólskinið í kaffitímanum, sem var að verða búinn, er okkur bar að garði. — Það er skreið, sem við er- um að stafla inni í húsinu, sagði Bjarni Gíslason, sem þarna var mættur og stjórn- aði hópnum. — Það er eigin- við ' breiðum saltfiskinn á hraunið. — Og hvernig gengur að stjórna þessum skara? — Það gengur ágætlega, en það þarf að stjórna þessum greyjum og kenna þeim. Þau þurfa tilsögn eins- og aðrir, sagði Bjarni, og með það reis allur hópurinn á fætur og hélt inn í skemmuna til að stafla skreiðinni. Við yfirgáfum Hafnarfjörð eftir að hafa komið við andar- tak að Elliheimilinu Sólvangi, og tekið mynd af vistfólkinu þar sem það sat úti í sólinni. Er í Fossvoginn kom sást að mikill mannfjöldi var sam- an kominn í Nauthólsvík, en ekki áræddum við að halda þangað. Hinsvegar hittum við tvo unga menn í fjörunni við Nesti. Þeir voru að burðast þar með vindsæng og teppi, og sögðust heita Steinþór Jóhannsson, 10 ára og Magn- ús Elías Guðmundsson, 10 ára, báðir úr Kópavoigi. — Við förum hingað alltaf í góðu veðri,_sögðu þeir. Það er miklu betra að vera hérna en í Nauthólsvík. Við förum aldrei álveg þangað, en hins- vegar hérna út með strönd- inni. Þar vitum við um lítinn helli, og þar skín sólin alltaf inn. Við syndum í sjónum þar fyrir framan og skríðum svo inn í hellinn til að þurrka okkur. Hafið þið farið oft í hellinn í sumar?- — Nei, það hefur verið svo leiðinlegt veður. En við erum samt búnir að fara sex eða sjö sinnum. — Hvað gerið þið við vind- sængina? — Við notum hana til að sigla á. Svo hvolfum við stundum og þá er gaman. — Kunnið þið að synda? — Svolítið. Við erum ekki flugsyndir, en við förum held- ur aldrei langt út.. — Og er sjórinn ekki kald- ur? — Nei, ekki núna. En það var svolítið kalt í gær. Og með það öxluðu þeir vindsængina og teppin og röltu út með fjörunni, en við héldum í bæinn, og inn í veðurblíðuna á skrifstofunni! % % ° tl'í v’- *“■ ' ** H«r séat hópurinn, sem vinnur hjá Bjarna Gislasyni í Haí narfirðL Karl Hallur Sveinsson og Vaigeir Ellertsson vi» lækinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.